Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 21
 21. janúar 2011 FÖSTUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Þ etta er einn af mínum uppáhaldseftirréttum, ljúffengur á bragðið og að mestu laus við alla óhollustu, sem er mikill plús,“ segir Jóhanna Jónas, leikkona og sælkerakokkur með meiru, um eplaböku sem hún gefur hér uppskrift að. Jóhönnu áskotnaðist upp- skriftin að bökunni fyrir nokkr- um árum þegar hún starfaði sem leikkona í Bandaríkjunum. Hún hefur svo smám saman verið að laga hana að eigin smekk og heilsusamlegum lífsstíl, sem er meðal annars fólginn í reglu- legri hreyfingu og neyslu græn- metisfæðis. „Ég gerðist grænmetisæta fyrir nokkru og var þá orðið ljóst að það gerði mér meira gott en til dæmis kjöt og fiskur, sem ég ákvað að taka út enda er ég nú sterkari, léttari og heilsuhraust- ari,“ segir Jóhanna, sem kveðst þó rétt eins og aðrir eiga erfitt með að halda sig alltaf á „hinni beinu braut“. „Sætindin eru minn helsti veikleiki en þegar löngunin hellist yfir mig reyni ég helst að velja „holl“ sætindi fram yfir önnur. Eplabakan betr- umbætta fellur í þann flokk og er tilvalin fyrir þá sem vilja eitt- hvað sætt undir tönn án þess að vera þjakaðir af samviskubiti.“ Jóhanna segist sem betur fer lifa og hrærast í umhverfi þar sem lítið er af óhollustu, en hún hóf nýverið störf sem veitinga- stjóri á Grænum kosti og líkar vel. „Félagsskapurinn er góður og sömuleiðis veitingarnar, sem eru útbúnar alveg eftir mínu höfði,“ segir hún ánægð. roald@frettabladid.is Jóhanna Jónas leikkona og sælkerakokkur gefur uppskrift að eplaböku í hollari kantinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hægt að neyta og njóta án nokkurs samviskubits 3-4 stór rauð epli (golden delicious) eða eftir vali. ¾ bolli gróft spelt eða heilhveiti ¾-1 bolli muscovado- púðursykur eða venju- legur púðursykur ¾ bolli tröllahafrar ½ tsk. salt ¾ tsk. kanill ½ bolli mjúkt smjör eða smjörvi Blandið þurrefnum saman og passið að ná öllum kekkjum úr muscovado- púðursykrinum. Blandið síðan mjúku smjöri saman við þurr- efnin með fingrunum svo úr verður gróf, blaut mylsna. Setjið hluta af mylsnunni í botninn á meðalstóru eldföstu móti án þess að þjappa henni. Skerið epli í litla bita og látið ofan á mylsn- una. Sumum finnst gott að setja svolítinn hrásykur á eplabitana inn á milli. Þekið svo eplin með restinni af mylsnunni og bakið við 175°C í um 40 mínútur. Gott að bera fram með rjóma eða vanilluís. Himneskt! HIMNESK EPLABAKA Með rjóma eða vanilluís FYRIR 4-6 Barnaheill og Afríka 20:2 - félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara standa fyrir Afríkudögum dagana 22.-28. janúar. Meðal dagskrárliða er ljósmynda- gjörningur Páls Stefánssonar ljósmyndara en myndir hans frá Afríku verða settar upp vítt og breitt um borg- ina. Má þar nefna Höfðatorg, Laugar, Útvarpshúsið, Hag- kaup í Kringlunni, HR og HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.