Fréttablaðið - 21.01.2011, Side 24

Fréttablaðið - 21.01.2011, Side 24
Letin lætur stundum á sér kræla á föstudögum og ekki nenna allir að standa í stórræðum í eldhúsinu eftir langa vinnuviku. Á pantamat.is er hægt að panta mat frá fjölmörgum veitingastöðum. Þjónustan er ókeypis og er bæði hægt að fá heimsent og sækja. „Hér höfum við byggt upp kram- búð eins og þær voru á fyrri hluta síðustu aldar og safnað saman ýmsu sem var verslað með á þeim tíma,“ segir Sigurður Helgi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar- vogi, sem er að ljúka við að stilla upp vörum. „Svo koma íbúarnir í smá hópum að skoða, hlusta á fróð- leik og fá sér hressingu, þjóðlega bita og jafnvel snafs. Þá lifnar yfir mörgu andlitinu.“ Sigurður segir hefð fyrir því að setja upp leikmynd í fræðslustofu heimilisins á þorranum til að lífga upp á þennan árstíma. „Leikmynd- in minnir fólk á eitthvað frá gam- alli tíð, það er nú oft það sem lengst situr í huga eldra fólks. Við byrjuð- um á að setja upp baðstofu, næsta ár var það baðstofa og skemma og þriðja árið sjóarhús og hjallur.“ Þarna grípur blaðamaður fram í og spyr í fávísi hvað sjóarhús sé. Ekki stendur á fræðslunni. „Sjó- arhús eru skemmur sem geyma verkfæri tengd sjó. Það orð lærði ég ekki fyrr en ég kom austur á firði en þar er það algengt.“ Í fyrra segir Sigurður Helgi hafa verið sett upp apótek á Eir og minnist orða eins íbúans. „Nú, þetta er bara alveg eins og apótekið hjá honum Kalla á Húsavík.“ Þetta er í annað sinn sem kram- búðin er sett upp. Hún hefur hvílt sig uppi á háalofti í tvö ár. Sigurður segir starfsfólk heimil- isins leggja fram vinnu og muni, því ekkert megi framkvæmdin kosta. „Við leituðum á náðir safna í borg- inni fyrsta árið en það er heilmikið mál og við höfum ekki gert það oftar heldur sníkjum eitt hér og annað þar.“ Þeir sem sjá um daglegt tómstunda- starf heimilisins halda uppi stemningu í krambúð- inni á þorranum, að sögn Sigurðar Helga, og einnig kemur eldra fólkið oft með innlegg í dag- skrána þegar minningarnar vakna. „Þegar barnabörnin koma í heim- sókn á þorranum fer eldra fólk- ið með þau í fræðslustofuna að sýna þeim hvernig hlutirnir voru þegar það var ungt svo þessu uppátæki fylg- ir mikið líf,“ lýsir Sigurð- ur Helgi og bætir við að lokum. „Vissulega er mikið haft fyrir en leikmyndirn- ar hafa líka skilað mörgu gleðibrosi.“ gun@frettabladid.is Minningar vakna þegar mætt er í krambúðina Íslendingar taka upp á ýmsu skemmtilegu til að þreyja þorrann. Á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi er jafnan sett upp leikmynd sem minnir á gamla tímann. Þetta árið er þar vegleg krambúð. „Svo koma íbúarnir í smá hópum, hlusta á fróðleik og fá sér hressingu, þjóðlega bita og jafnvel snafs,“ segir Sigurður Helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.