Fréttablaðið - 24.01.2011, Page 4

Fréttablaðið - 24.01.2011, Page 4
4 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR KÖNNUN Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoð- anakönnun Fréttablaðsins á mið- vikudag vilja ljúka aðildarviðræð- um við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildar- samninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. Alls vilja 65,4 prósent halda viðræðum áfram, sem er örlítið hærra hlutfall en í könnun Frétta- blaðsins 23. september síðastlið- inn. Þá vildu 64,2 prósent halda áfram. Um 34,6 prósent vilja draga umsóknina til baka, örlítið færri en í september. Í sambærilegri könnun sem MMR gerði fyrir vefsíðuna And- ríki 8. til 10. júní í fyrra vildu 57,6 prósent draga aðildarumsóknina til baka. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins skiptast í tvo jafna hópa. Alls vilja 50,9 prósent slíta aðildar- viðræðunum, en 49,1 prósent halda viðræðunum áfram. Færri sjálfstæðismenn vilja draga umsóknina til baka nú en í september í fyrra. Þá vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 50,9 prósent eru þeirrar skoð- unar í dag. Hlutfallið er svipað meðal stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins. Þar vilja 51,3 prósent halda við- ræðunum áfram en 48,7 prósent slíta þeim. Fækkað hefur í hópi framsóknarmanna sem vilja slíta viðræðum, en 52,2 prósent voru þeirrar skoðunar í september. Meirihluti stuðningsmanna Um þriðjungur vill draga umsókn að ESB til baka Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks klofna í tvo jafna hópa í afstöðu sinni til þess hvort ljúka eigi aðildarviðræðum að ESB eða draga umsóknina til baka. Yngra fólk er hlynntara viðræðunum. Afstaða til aðildarviðræðna við Evrópusambandið Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Draga til baka 34,6% Ljúka viðræðum 65,4% Könnun Fréttablaðsins 19. janúar 2011 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° 7° 1° 3° 4° 2° 2° 2° 20° 5° 11° -6° 20° 1° 7° 16° 0°Á MORGUN 5-10 m/s, Hvassara austan til. MIÐVIKUDAGUR 10-15 m/s NV-til, annars hægari. 7 6 4 5 4 5 3 7 3 9 3 7 6 4 5 4 5 3 7 3 10 8 8 4 3 0 5 7 5 4 3 3 SV-ÁTTIR Hæð yfi r Bretlandseyj- um veldur því að veðrið breytist lítið hjá okkur þessa dagana. Áfram má búast við mildu, þungbúnu og vætusömu veðri á vestanverðu land- inu en það verður úrkomulítið og bjart með köfl um austantil. Áfram hlýtt í veðri. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Vinstri grænna vill halda aðildar- viðræðunum áfram. Alls segjast 67,2 prósent vilja halda viðræð- unum áfram en 32,8 prósent vilja slíta aðildarviðræðunum og draga aðildarumsókn Íslands til baka. Í september vildu 36,4 prósent draga umsóknina til baka, og hefur því stuðningur við að ljúka viðræð- um við ESB aukist meðal stuðn- ingsmanna Vinstri grænna. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem myndu kjósa Samfylkingu vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram, alls 85,3 prósent. Um 14,7 prósent vilja draga umsóknina til baka. Um 16,2 prósent stuðnings- manna flokksins vildu draga umsóknina til baka í september. Eldra fólk andvígara viðræðum Hjá þeim þátttakendum í könnun- inni sem ekki taka afstöðu til flokka, myndu skila auðu eða ekki fara á kjörstað vilja um 65,4 prósent halda umsóknarferlinu áfram en 34,6 pró- sent draga umsóknina til baka. Hlut- föllin hafa lítið breyst frá því í sept- ember í fyrra, þegar 64,2 prósent vildu halda umsóknarferlinu áfram en 35,8 prósent vildu slíta því. Yngra fólk er líklegra til að vilja halda aðildarviðræðunum áfram en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 68 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára ljúka viðræðunum, en 62 pró- sent fólks 50 ára og eldri. Hringt var í 800 manns miðviku- daginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðildarsamning- inn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is 48,7% 51,3% 50,9% 49,1% 14,7% 85,3% 32,8% 67,2% Afstaða allra DÓMSMÁL Glitnir ábyrgðist sölu á nýjum stofnfjárbréfum í spari- sjóðnum Byr árið 2007 fyrir allt að 30 milljarða króna. Ef Byr hefði ekki tekist að selja almenn- ingi bréfin hefði Glitnir sjálfur þurft að greiða milljarðana þrjá- tíu, með tilheyrandi lækkun á eigin fjárhlutfalli bankans. Glitnir lánaði nokkur hundruð stofnfjáreigendum Byrs og Spari- sjóðs Norðurlands rúmlega tíu milljarða króna í stofnfjárútboð- um sjóðanna í lok árs 2007. Íslandsbanki tók lánin yfir eftir fall Glitnis og krafði lántakana um greiðslu. Þrír stofnfjár eigendur voru fyrir helgi sýknaðir af greiðslukröfum bankans í héraðs- dómi og bera samkvæmt dóminum ekki persónulega ábyrgð á þeim lánum sem þeir fengu. Lánin voru tryggð með veði í stofnbréfunum. Í dómunum kemur fram að Glitnir virðist hafa lánað til fólks án nokkurrar skoðunar í þessum útboðum. Skipti þar engu hvort um var að ræða börn eða háaldraða, nýstofnuð eignalaus einka hlutafélög með takmarkaða ábyrgð, eða jafnvel fólk á van- skilaskrá. - ha, bj Glitnir ábyrgðist sölu á bréfum Byrs fyrir 30 milljarða við stofnfjárútboð árið 2007: Gat lækkað eiginfjárhlutfallið GLITNIR Hefði Glitnir ekki fengið fólk til að skrá sig fyrir stofnfé í Byr fyrir 30 milljarða hefði bankinn þurft að kaupa sjálfur mismuninn vegna sölutryggingar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HANDBOLTI Selurinn Golli, sem kom á land í Breiðdalsvík fyrr í vetur, spáir jafntefli í leik Íslands og Spánar á HM handbolta sem fram fer klukkan þrjú í dag. Golli, sem hefur aðsetur á Fiskasafninu í Vestmannaeyjum, hefur þegar spáð rétt fyrir um úrslit í leikjum íslenska landsliðs- ins gegn Norðmönnum og Þjóð- verjum. Í þetta skiptið vildi Golli hvorki gleypa íslensku né spænsku síld- ina þrátt fyrir að hafa smakkað á þeim báðum, og lesa menn það út að leik Íslands og Spánar lykti með jafntefli. - mþl Golli spáir í handboltann: Spáir jafntefli gegn Spáni EFINS Golli smakkaði á báðum síldum en vildi hvoruga gleypa. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR BJÖRGUN Um 50 manns leituðu konu Björgunarsveitarmenn eru búnir að finna konu sem var villt í þoku á Helgafelli. Hún fannst við topp fjalls- ins og björgunarmenn eru að fylgja henni niður. Um fimmtíu manns tóku þátt í aðgerðinni. ÍSRAEL, AP Ísraelskir sérsveitar- menn voru í fullum rétti til að beita skotvopnum þegar þeir her- tóku tyrkneskt skip sem var á leið til Gaza í maí á síðasta ári, að mati ísraelskar rannsóknarnefndar. Níu féllu í árásinni. Árásin var í fullu samræmi við alþjóðalög, að mati rannsóknar- nefndarinnar. Sérsveitarmennirn- ir hófu skothríð eftir að skipverj- ar beittu teygjubyssum. Tyrknesk rannsóknarnefnd sakar hermennina um óhóflega beitingu valds. - bj Rannsókn á árás Ísraelshers: Máttu beita vopnum í skipi GENGIÐ 21.01.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,8307 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,72 117,28 185,65 186,55 157,95 158,83 21,191 21,315 19,971 20,089 17,604 17,708 1,4080 1,4162 181,42 182,50 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR kreditkort.is Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið. MASTERCARD KREDITKORTUM FJÖLBREYTT ÚRVAL AF LEITAÐU TIL OKKAR – VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGARNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.