Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.01.2011, Blaðsíða 10
 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Tvö umferðarslys sem urðu á Reykjanesbraut um síðustu helgi urðu vegna ísing- ar á veginum sem erfitt var fyrir ökumenn að greina. Tíu voru fluttir á slysadeild vegna þessara tveggja slysa, en hálka sem þessi getur myndast mjög fljótt. Flest umferðaróhöpp tengjast með einum eða öðrum hætti slæmum aðstæðum vegna veðurs, að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, upplýsingafulltrúa Umferðar- stofu. Aldrei er þó hægt að kenna hálku eða slæmum aðstæðum um óhöppin. „Þessi ísing sem varð um síð- ustu helgi og er mjög varhuga- verð verður þegar blautir vegir frjósa,“ segir Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur. Þessi teg- und hálku er kölluð glerhálka eða glæraís. „Fólk sér ekki ísing- una, sérstaklega ekki í myrkri. Þetta gerist þannig að það hefur gert blíðviðri og rignt, síðan lægir og léttir til og um leið og það gerist kólnar yfirborðið og það frýs. Þetta getur gerst þó að það sé þriggja, fjögurra stiga hiti. Þegar orðið er léttskýjað og nán- ast enginn vindur þá tapar veg- urinn hita sínum svo fljótt,“ segir Einar Sveinbjörnsson. Þetta er algengt á Íslandi og getur gerst mjög snögglega. „Þetta skapast fyrst og fremst á þeim stöðum þar sem myndast skjól, ef vegurinn fer um lægð eða það er eitthvað í umhverfinu sem býr til skjól. Það getur verið skógur, byggingar eða fjall sem gerir það að verkum að ís mynd- ast fyrr en annars staðar,“ segir Einar. „Við teljum bæði hjá Umferðar- stofu og Vegagerðinni fulla ástæðu til að vekja athygli fólks á hættunni sem getur stafað af veður- og landslagsaðstæðum sem oft getur reynst erfitt að greina. Við leggjum ofuráherslu á að fólk sé vakandi fyrir þessu, hvenær geti skapast þessi hætta að maður missi veggrip eða það verði takmarkað,“ segir Einar Magnús. Hann segir viðbrögð við aðstæðunum vera mikilvæg. Fólk þurfi að vera vakandi fyrir aðstæðum og hættum sem geti skapast og að akstri sé alltaf hagað þannig að ekki stafi hætta af. „Þegar við skoðum slysatölur og reynum að greina orsakir, sem auðvitað eru margar, þá tengjast flest óhöpp með einum eða öðrum hætti slæmum aðstæðum vegna veðurs.“ thorunn@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Fjölmiðla- vaktin fagnaði 30 ára starfsafmæli á síðasta ári. Af því tilefni var í leið- inni kynnt val Fjölmiðla- vaktarinnar á því fjöl- miðlaefni sem bera þótti af á síðustu áratugum. Fyrir valinu varð að taka saman allt efni um frú Vigdísi Finnboga- dóttur sem birtist í dag- blöðum á tímabilinu 1955 til 2010. Afraksturinn er bók í þremur bindum sem frú Vigdísi var afhent við hátíðlega athöfn. Við sama tilefni var Málvísindastofnun Há skóla Íslands, Stofn- un Árna Magnússonar og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur afhent- ur aðgangur að texta- handritasafni félagsins í þeim tilgangi að vinna að rannsóknum á þróun og varðveislu íslenskrar tungu. Í safninu eru þúsundir handrita útvarps- og sjónvarpsfrétta. Borgartúni 29 | S. 585 6500 | www.audur.is Auður - ábyrg arðsemi Séreignarsparnaður Auður gerir betur Auður er óháð fjármálafyrirtæki sem hefur skynsemi og áhættumeðvitund að leiðarljósi. Ekki láta eina mikilvægustu ákvörðunina varðandi þinn framtíðarfjárhag bíða og komdu í séreignarsparnað hjá Auði. 6.4% V er ð tr . i n n lá n Leið VI 16.1% 14.7% 13.6% 13.1% 12.7% 20 -4 0 ár a 50 -6 0 ár a 60 + ár a 60 + ár a Ávöxtun i fortíð gefur hvorki tryggingu fyrir né vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Nafnávöxtun FramtíðarAuðar árið 2010 Leið I Leið II Leið III Leið IV Leið V 40 -5 0 ár a Vertu hress í vetur ð úr ætihvönn. Angelica inniheldur ið þér aukna orku og styrkt varnir þínar Sæktu styrk í náttúru Íslands! www.sagamedica.is Hressandi tilboð – þú færð tvö box af Angelicu en borgar fyrir eitt Tilboðið gildir á öllum útsölustöðum á meðan birgðir endast. SJÁÐU ALLT UM HM Á VISIR.IS VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Fjölmiðlavaktin kynnir fjölmiðlaefni sem þykir bera af: Vigdís í rúma hálfa öld Veður veldur flestum slysum Flest umferðarslys má með einhverjum hætti rekja til veðurs. Tvö alvarleg umferðarslys um síðustu helgi urðu vegna ósýnilegrar hálku. Þessi tegund hálku myndast oft snöggt og við sérstakar aðstæður. Einari Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að skipta megi hálku á vegum gróflega í fimm flokka eftir myndun hennar og tilurð. Hérlendis er hálku- myndun í 4. og 5. flokki fátíðari en við hinar aðstæðurnar. 1. Héla fellur á veg þegar veghitinn fellur niður fyrir daggarmark loftsins. 2. Vatn sem fyrir er á vegi frýs þegar veghitinn fer niður fyrir frostmark. 3. Snjókoma fellur á veg eða rignir á veg sem er ísaður. 4. Undirkældir vatnsdropar í þoku valda hrímmyndun á vegi þegar hiti lofts og veghiti eru undir frostmarki. 5. Frostrigning eða frostúði myndar glæru þegar rignir á veg og veghit- inn er undir frostmarki. Fimm tegundir hálku VEÐUR HEFUR ÁHRIF Á FLEST SLYS Hálka er ekki alltaf sýnileg, eins og á meðfylgjandi mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.