Fréttablaðið - 24.01.2011, Side 16

Fréttablaðið - 24.01.2011, Side 16
 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, samúð og stuðning vegna andláts okkar elskulegu, Guðrúnar Alísu Hansen bónda, Elliðahvammi. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust hana og sýndu henni alúð og umhyggju. Megi gæfa fylgja ykkur öllum. Þorsteinn Sigmundsson Aðalheiður Þorsteinsdóttir Eiríkur Bragi Jensson Berglind Þorsteinsdóttir Bjartmar Freyr Jóhannesson Sigmundur Þorsteinsson Vigdís Hulda Sigurðardóttir Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir Davíð Gestsson ömmubörn og langömmubörn Jenna Huld Eysteinsdóttir, læknir og doktorsnemi við Háskóla Íslands, hlaut á dögunum viðurkenningu úr Þorkels- sjóði fyrir vísindaverkefni sitt sem ber yfirskriftina Psoriasismeðferð í Bláa lóninu. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni námsmanna á sviði lyfja- og eiturefna í víðustu merkingu, svo sem grunnrannsóknir eða klínískar rann- sóknir. Rannsóknin er doktorsverkefni Jennu og jafnframt samstarfsverkefni Bláa lónsins og Landspítala. „Fyrir um fimmtán árum voru gerðar nokkrar rannsóknir sem sýndu fram á lækningamátt Bláa lónsins fyrir psoriasis sjúklinga. Þar sem þær rann- sóknir höfðu verið smáar í sniðum var ákveðið að leggja af stað með stærri og viðameiri rannsókn þar sem bæði klín- ísk áhrif meðferðarinnar væru skoð- uð sem og hvað er að gerast í húðinni og blóðinu. Það sem við erum að sjá úr okkar fyrstu niðurstöðum er að það er einhver auka lækningarmáttur í Bláa lóninu fyrir psoriasissjúklinga,” segir Jenna Huld. Rannsóknin er samanburðarrann- sókn þar sem hópur þátttakenda með psoriasis fór í hefðbundna ljósameðferð á meðan annar hópur psoriasissjúklinga sótti Bláa lóns psoriasismeðferð, sem er þá samsett meðferð með böðun í lóninu ásamt ljósameðferð. „Allir meðferðarhópar hafa klárað sína meðferð og við erum að vinna í því að safna saman niðurstöðum. Það er ljóst að það var greinanlegur munur á árangri meðferðanna milli þessara hópa og ljóst er að það er aukalækning í lóninu. Það sem bendir helst til að gefi aukaáhrif er kísillinn í Bláa lóninu og tvær tegundir af þörungum, kúlu- og þráðþörungur, en frumrannsóknir á þessum efnum á húð- sýnum sýna að þessi efni hafa lífvirkni og það er í raun helst það sem verið er að skoða í rannsóknum.“ Jenna Huld stefnir á sérnám í húð- lækningum og segir þessa rannsókn mjög spennandi, einkum vegna þess að meðferðin sé sérstök fyrir Ísland en hvergi annars staðar á jörðinni er þenn- an jarðsjó að finna. „Þetta er náttúru- leg meðferð fyrir psoriasissjúklinga og gefur fáar aukaverkanir miðað við aðrar meðferðir, svo sem lyfjameðferðir. Við erum að ná sambærilegum bata hjá psoriasissjúklingum með þessari með- ferð og bestu lyfin eru að ná. Það verð- ur þó að hafa í huga að það er mjög ein- staklingsbundið hve lengi árangurinn varir eftir að meðferð í lóninu lýkur, en það á auðvitað við allar meðferðir gegn psoriasis þar sem enn er ekki komin nein varanleg lækning gegn psoriasis.“ Færeysk og dönsk heilbrigðisyfirvöld viðurkenna psoriasismeðferð Bláa lóns- ins og niðurgreiða hana en auk þess er alltaf einhver straumur af útlendingum hingað til lands sem borga meðferðina úr eigin vasa. Alls hafa einstaklingar frá 20 þjóðlöndum sótt meðferðina og á síðasta ári komu meðferðargestir frá 11 löndum. „Tilgangurinn með þessu verkefni er meðal annars að staðfesta lækninga- mátt Bláa lónsins enn frekar ásamt því að reyna að komast nær því hvað það er í lóninu sem virkar svona vel,“ segir Jenna Huld en viðurkenningin úr Þorkelssjóði er í formi styrks að upp- hæð 150.000 krónur og skal nýta til að kynna vísindaverkefnið á erlendum ráð- stefnum. Aðalleiðbeinandi Jennu Huldar við rannsóknina er Jón Hjaltalín Ólafs- son og meðleiðbeinendur eru Bárður Sigurgeirsson, Bjarni Agnarsson og Björn Rúnar Lúðvíksson. juliam@frettabladid.is JENNA HULD EYSTEINSDÓTTIR: HLÝTUR VIÐURKENNINGU ÚR ÞORKELSSJÓÐI Rannsakar psoriasismeðferð GÓÐUR ÁRANGUR Við erum að ná sambærilegum bata hjá psoriasissjúklingum með þessari meðferð og bestu lyfin eru að ná,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, læknir og doktorsnemi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á þessum degi árið 1985 vann Jón Páll Sig- marsson keppnina um sterkasta mann heims. Keppnin fór fram í Mora í Svíþjóð og Jón hlaut 57 stig af 60 möguleikum en mótið stóð yfir í tvo daga. Keppt var í átta greinum og af þeim sigraði Jón Páll í þremur þrátt fyrir meiðsl. Meðal keppnisgreina var sleðadráttur þar sem keppendur ýttu eða drógu 400 kílóa sleða um 80 metra vegalengd en í þeirri grein varð Jón Páll fyrir því óhappi að togna á baki. Einnig áttu keppendur að lyfta stórum trjá- stofnum og hlaða 80 kílóa þungum ísmolum á vörubíl. Við þessi tímamót ræddi Jón Páll við Morgun blaðið um mataræði kraftajötnanna. „Við borðum mikið og ræðum líka okkar á milli um hvað sé hollt og auki kraft. Íslenska lýsið hefur verið til umræðu og menn mæla með því,“ sagði Jón Páll og bætti við: „Ég vakna upp á nóttunni og drekk það af stút með tóman belginn. Mér finnst það smyrja vel alla liði og gefa mér mikinn kraft.“ ÞETTA GERÐIST: 24. JANÚAR 1985 Jón Páll sterkasti maður heims 50 Merkisatburðir Hádegistónleikar ungra einsöngvara í Íslensku óperunni verða næst haldn- ir á morgun, þriðju- daginn 25. janúar, klukkan 12.15. Efnis- skráin að þessu sinni er í léttari kantinum. Þar er að finna atriði úr óperunum Brúð- kaupi Fígarós og Brottnám- inu úr kvennabúrinu eftir W. A. Mozart, óperettunni Paganini eftir Franz Lehár og söngleikjunum Annie Get Your Gun eftir Irving Berl- in og West Side Story eftir Leonard Bernstein. Snorri Wium verður gesta- söngvari á tónleikunum. Hann hefur á undan förnum árum komið reglulega fram á íslensku tónleika- sviði með sína tenór rödd og tekið þátt í uppfærslum Íslensku óperunn- ar. Aðrir söngvarar eru Bragi Jónsson bassi, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran, Magnús Guðmundsson baritón, Rannveig Kára- dóttir sópran og Rósalind Gísladóttir mezzó-sópran. Undir leikari á píanó er Antonía Hevesi og aðstoð við sviðssetningu annast Sibylle Köll. Aðgangseyrir er 1.500 kr og geta gestir keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana. - gun Mozart-óperur og söngleikjalög Nýlega uppgötvaðist nýr íshellir eða ísgöng í Okjökli í Borgarfirði. Það var fjölskyldan á Augastöðum í Hálsa- sveit sem fann hann. Hún hafði veitt því athygli í haust að dökkur blettur var í einum skafli í öxl Oksins. Fyrir fáum dögum skapaðist tækifæri til að rannsaka hann nánar og þá kom í ljós stór hellir með hömruðu mynstri í hvelfingunni. Töluvert hefur skafið inn í hellinn þannig að erfitt er að gera fræðilegar rúmmálsrannsóknir á honum eins og sakir standa, að sögn Kristrúnar Snorradóttur sem var í könnunar leiðangrinum. Hún telur að spennandi verði að fara á þennan stað næsta sumar og fylgjast með hvort hellirinn verði varanlegur. Heimild: Skessuhorn Glænýr íshellir fundinn í Okinu 1938 Rauð norðurljós sjást hér á landi og annars staðar í Evrópu. 1943 Kvikmyndin á Hverfanda hveli er frumsýnd í Gamla bíói og er sýnd tvisvar á dag í heilan mánuð. 1980 Kvikmyndin Land og synir er frumsýnd í Reykjavík og á Dalvík en Ágúst Guðmundsson gerir myndina eftir sögu Indriða G. Þorsteins- sonar. 1990 Skógrækt ríkisins flytur til Egilsstaða. Þetta er fyrsta ríkisstofnunin sem flytur höfuðstöðvar sínar frá Reykjavík og út á land. 1990 Íslensku bókmennta- verðlaunin eru veitt í fyrsta sinn. Elskulegur eiginmaður minn, pabbi okkar, sonur og bróðir, Sigurjón Brink tónlistarmaður, varð bráðkvaddur að heimili sínu 17. janúar sl. Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00. Þórunn Erna Clausen Róbert Hrafn Brink Haukur Örn Brink Kristín María Brink Aron Brink Bjarney Sigríður Sigurjónsdóttir Filippus Gunnar Árnason Róbert Magnús Brink Þóranna Bjarnadóttir Árni Filippusson Nína Dögg Filippusdóttir Róbert Aron Brink Rannveig Hrönn Brink Magnús Þór Brink NASTASSJA KINSKI leikkona er fimmtug í dag. „Það er sem stundum er sagt, að leikarar komist hvað næst því af fullorðnum að vera börn. Þeir leika.“ MYND/SKESSUHORN/KRISTRÚN SNORRADÓTTIR SNORRI WIUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.