Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2011, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 24.01.2011, Qupperneq 42
26 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Baráttukveðjur frá VÍS! Strákarnir okkar eru svo skemmtilega ólíkir og okkur þykir óskaplega vænt um þá alla. VÍS er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð. Henry Birgir Gunnarsson og Valgarður Gíslason fjalla um HM í Svíþjóð henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is Milliriðill eitt Ísland-Þýskaland 24-27 (13-15) Mörk Íslands (Skot): Alexander Petersson 7 (12), Róbert Gunnarsson 5 (5), Ólafur Stefánsson 4/2 (7/2), Arnór Atlason 4 (8), Guðjón Valur Sigurðsson 2 (3), Aron Pálmarsson 2 (7). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/1 (41/3, 37%). Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Guðjón Valur 2, Ólafur, Alexander) Fiskuð víti: 2 (Róbert, Snorri Steinn) Brottvísanir: 4 mínútur. Mörk Þýskalands (Skot): Christian Sprenger 5 (8),Holger Glandorf 4 (5), Sebastian Preiss 4 (6), Michael Kraus 4/2 (9/3), Dominik Klein 3 (4), Adrian Pfahl 3 (4), Pascal Hens 2 (6), Jacob Heinl 1 (2), Michael Haass 1(4). Varin skot: Silvio Heinevetter 15 (38/2, 39%) Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Sprenger 3, Pfahl 2, Klein, Heinl) Fiskuð víti: 3 (Preiss 2, Hens) Brottvísanir: 6 mínútur. Spánn-Noregur 32-27 (15-12) Frakkland-Ungverjaland 37-24 (18-13) STAÐAN Frakkland 3 2 1 0 95-75 5 Spánn 3 2 1 0 86-79 5 Ísland 3 2 0 1 85-75 4 Þýskaland 3 1 0 2 74-80 2 Ungverjaland 3 1 0 2 76-92 2 Noregur 3 0 0 3 72-87 0 LEIKIR DAGSINS Ísland-Spánn Klukkan 15.00 Ungverjaland-Þýskaland 17.15 Noregur-Frakkand 19.30 Milliriðill tvö Króatía-Argentína 36-18 (19-6) Serbía-Svíþjóð 24-28 (13-12) Danmörk-Pólland 28-27 (15-9) Svíþjóð-Króatía 29-25 (14-12) Argentína-Danmörk 24-31 (12-17) Pólland-Serbía 27-26 (10-11) STAÐAN Danmörk 4 4 0 0 127-107 8 Svíþjóð 4 3 0 1 103-97 6 Pólland 4 2 0 2 99-101 4 Króatía 4 1 1 2 114-105 3 Argentína 4 1 0 3 92-113 2 Serbía 4 0 1 3 101-114 1 HM Í HANDBOLTA HM 2011 Íslenska landsliðið tapaði 24-27 á móti Þjóðverjum í fyrsta leiknum sínum í milliriðli. Ísland skoraði tvö fyrstu mörkin en Þjóð- verjar svöruðu með sex mörkum í röð og héldu frumkvæðinu síðan út leikinn. „Þetta er hálfömurleg og leiðin- leg tilfinning. Mér finnst við hafa verið að tapa fyrir liði sem er ekki betra en við,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Íslensku strákarnir náðu að jafna leikinn í 18-18 en þá tryggðu Þjóðverjar sér í raun sigurinn með því að loka á íslensku sókn- ina í rúmlega tólf mínútur og ná í kjölfarið fimm marka forskoti. „Við erum að elta allan leikinn. Ég hélt við værum að komast í gang þegar við jöfnuðum en við vorum nokkuð frá okkar besta. Við vorum bara ekki nógu góðir,“ sagði Ólafur Stefánsson. - óój, hbg Fyrsta tap Íslands á HM 2011: Skoruðu ekki í tólf mínútur HM 2011 Íslenska landsliðið gerði sitt besta í gær til þess að gleyma von- brigðunum gegn Þýskalandi. Strák- arnir fengu ekki að losna strax við leikinn því í gærmorgun var hald- inn myndbandsfundur þar sem farið var yfir leikinn gegn Þjóðverjum. Í kjölfarið var tekin æfing þar sem liðið æfði þá hluti sem þurfa að vera í lagi gegn Spánverjum í dag. Síðar um daginn var svo hald- inn annar fundur áður en liðið fór saman út að borða en strákarnir snæddu íslenskt lambalæri. „Nóttin eftir Þjóðverjaleikinn var löng og erfið. Ég er feginn að hún er búin. Ég hlakka til að takast á við Spánverjana. Eftir svona leik eins og gegn Þýskalandi vill maður koma til baka. Við erum búnir að fara yfir Þjóðverjaleikinn og skoð- uðum Spánverjana í framhaldinu,“ sagði Guðmundur en hann er full- meðvitaður um að leikurinn í dag er hreinn úrslitaleikur, ætli liðið að eygja von um að komast í undan- úrslit. „Þetta er úrslitaleikur og við förum í hann þannig. Við erum stað- ráðnir í að bæta fyrir leikinn gegn Þýskalandi, sem var okkar lang- slakasti leikur á þessu móti. Því miður kom sá leikur í þetta mikil- vægum leik.“ Spánverjar hafa verið mjög vax- andi á þessu móti og spilað sterkan varnarleik. Sérstaklega hefur 5/1 vörnin þeirra verið mögnuð og Frakkar lentu til að mynda í stórkostlegum vandræðum gegn henni. „Hún hefur verið frábær og þeir spila tvær útgáfur af henni. Þeir gætu líka spilað 6/0 vörn á móti okkur þannig að við erum tilbúnir fyrir þrjú varnarafbrigði. Það verð- ur bara gaman að glíma við það,“ sagði Guðmundur en hvaða breyt- ingar vill hann sjá hjá sínu liði í dag? „Ég vil að menn komi með meiri grimmd í leikinn. Ég fékk slæma tilfinningu skömmu fyrir leik gegn Þjóðverjum að menn væru ekki nægilega grimmir. Mér fannst vanta á grimmd í vörninni og við vorum á eftir í öllum aðgerðum. Sóknarleikurinn þarf líka að vera miklu beittari og sóknarleikurinn þarf að vera betri þar sem boltinn fær að ganga betur. Ég var óánægð- ur með hvernig við spiluðum kerf- in. Menn voru ekki að spila það sem búið er að æfa. Við höfum farið yfir þetta og vonandi kemur það sama ekki fyrir aftur.“ ÞETTA ER ÚRSLITALEIKUR Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag er liðið mætir Spáni. Strákarnir verða að vinna til þess að halda draumnum um að komast í undanúrslit á lífi. FRÁBÆR MARKVARSLA OG FRÁBÆR MYND Björgvin Páll Gústavsson ver hér víti frá Þjóðverjanum Michael Kraus með höfðinu. HM 2011 Ólafur Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu voru í sárum í gær en efuðust ekkert um að þeir myndi rífa sig upp fyrir leikinn í dag. „Sárin eru að gróa eftir Þjóðverja- leikinn en það er enn meira fyrir höndum eftir þennan leik. Kvöldið var erfitt,“ sagði Ólafur Stefánsson við Fréttablaðið í gær en hann var að reyna að hrista af sér vonbrigðin gegn Þjóðverjum. „Við gerðum eiginlega allt rangt gegn Þjóðverjum nema Bjöggi í markinu sem var góður. Það er margt að laga og við vitum líka að ef við spilum eins vel og við getum þá er það góður möguleiki að vinna Spánverjana.“ Þó svo að strákarn- ir hafi verið niðurlútir í gær þekkja þeir flestir þær sveiflur sem fylgja svona mótum og Ólafur vonast til að leikmenn mætir tilbúnir í slaginn. „Þetta verður hörkuleikur. Ef vörnin heldur og við höldum breidd og gerum það sem ætlast er til kvíði ég ekki svo miklu. Við þurf- um líka að skjóta vel því þeir eru með toppmarkmenn. Það er margt sem þarf að varast. Þetta verður spennandi leikur,“ sagði Ólafur en báðir markverðir spænska liðs- ins spiluðu með honum hjá Ciudad Real á sínum tíma. Íslandi hefur gengið nokkuð vel gegn Spánverjum en það telur ekkert í dag. „Það átti að gera það gegn Þjóðverjum en það telur greinilega lítið hvað gerðist áður. Maður verður því að peppa sig upp.“ - hbg Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði er ekki mjög kvíðinn fyrir Spánverjaleikinn: Getum vel unnið Spánverja ÓLAFUR STEFÁNSSON Hefur unnið Spán- verja tvisvar á stórmótum, á HM 1997 og ÓL 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM 2011 Strákarnir okkar lögðu hótelfæðið til hliðar í gær og gæddu sér á dýrindis íslensku lambalæri sem HSÍ hafði komið til Svíþjóðar. „Þau verða elduð eins og mamma gerði það. Vonandi hjálp- ar það okkur í leiknum gegn Spánverjum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en hann var orðinn mjög spennt- ur fyrir matnum. Hann stóð í ströngu í gær því hann átti fund með yfirmanni dómaramála þar sem hann kom á framfæri kvörtun vegna serb- nesku dómaranna í leik Íslands og Þýskalands. Guðmundur og félagar voru búnir að klippa saman myndband með helstu dómum sem klikkuðu í leiknum. Það mun ekki skila neinu en Guðmundi fannst engu að síður nauðsynlegt að koma á framfæri kvörtun í stað þess að sitja þegj- andi undir þeirri dómgæslu sem boðið var upp á. - hbg Strákarnir okkar í Svíþjóð: Fengu íslenskt lamb í gær SNORRI STEINN Þurfti að fá meðferð í miðjum Þjóðverjaleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM 2011 Danir tryggðu bæði sér og Svíum sæti í undanúrslitum í gærkvöldi þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir í milliriðl- inum. Svíar höfðu unnið 29-25 sigur á Króötum í frábærum leik og Danir unnu síðan 31-24 sigur á Argentínumönnum. Danir hafa unnið alla sjö leiki sína á HM og sigur þeirra á Arg- entínu þýðir líka að ekkert lið getur náð Svíum. Pólverjar geta aðeins náð Svíum að stigum og Svíar verða alltaf ofar, verði þau jöfn, þökk sé 24-21 sigri á pólska liðinu í riðlakeppninni. - óój HM í handbolta í gærkvöldi: Danir og Svíar í undanúrslitin FRÁBÆRIR Í GÆR Svíar eru komnir í undanúrslit eftir sigur á Króatíu. MYND/AFP FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.