Fréttablaðið - 24.01.2011, Side 46

Fréttablaðið - 24.01.2011, Side 46
30 24. janúar 2011 MÁNUDAGUR „Ég var búin að gleyma hvað það er hrikalega gaman ad krukka í áhugaverðu fólki,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, kvikmyndagerðar- maður og fyrr verandi útvarpsmaður á Bylgjunni. Ragnhildur stundar kvikmyndanám í New York Film Academy í Los Angeles. Þar býr hún ásamt Mikael Torfasyni, unnusta sínum. Hluti námsins fer fram í Universal Studios og þar fara meðal annars fram pallborðsumræður um kvikmyndir. „Ég var beðin um að stýra spurt og svarað með John Savage og Harold Becker í sýningarsal hjá Warner Bros,“ segir Ragnhildur. John hefur leik- ið í hátt í 170 bíómyndum og þáttum, þar á meðal The Deer Hunter og Hair, og Harold Becker hefur leikstýrt myndum á borð við Sea of Love með Al Pacino og Malice med Nicole Kidman. „Ég þurfti að horfa a nokkrar bíómyndir og undirbúa mig vel og þekkja feril þeirra ítarlega.“ Ragnhildur segir Becker vera viskubrunn. „Hann á mjög vandaðar myndir að baki, sagði svolítið frá sínum leikstjórapælingum, til dæmis hvernig hann vinnur með leikurum,“ segir hún. „John Savage er mjög einlægur og sjarmerandi maður, var tilbúinn að ræða alla hluti. Hann talaði um þessi stóru hlutverk sín og hvernig áhrif þau hafa haft á hann, til dæmis hlutverkið í The Deer Hunter. Það verður spennandi að sjá hvaða gestir koma næst.“ - afb SJÓNVARPSÞÁTTURINN EINLÆGUR Ragga ásamt John Savage, sem hún segir hafa verið tilbúinn að ræða allt. Atli Rafn Sigurðarson og Þórhallur Sigurðsson, Laddi, hafa verið ráðnir í tvö stærstu hlutverkin í teiknimyndinni Þór sem framleiðslufyrirtækið Caoz er að gera. Atli Rafn mun tala fyrir Þór og Þórhallur verður Mjölnir. „Við prófuðum ansi marga fyrir hlutverkin en að endingu stóðu þessir tveir upp úr,“ segir annar leikstjóri myndarinnar, Óskar Jónasson. Laddi hefur auðvitað farið á kostum í mörgum teikni- myndum og margir muna eftir eftirminnilegri frammistöðu hans sem lampinn í Aladdin. Teiknimyndin Þór verður dýrasta teiknimynd- in sem Íslendingar hafa ráðist í enda er unnið á þremur stöðvum í Evrópu, aðalbækistöðvarnar eru á Íslandi en svo vinnur tæknilið baki brotnu á Írlandi og í Þýskalandi. Óskar segir það óneitan lega svolítið sérstakt og skrýtið fyrir sig, leikstjóra af gamla skólanum, að vinna við teiknimyndagerð þar sem sjö teiknaðar sekúndur í myndinni þykja gott vikuverk. „Ég er sem betur fer þolinmóður gæi að upplagi. Nei, nei, maður verður bara að passa sig að missa ekki tengsl- in og það er kannski ágætt að maður sé kominn í svona „live-motion“ verkefni samfara þessu,“ segir Óskar en eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardaginn leikstýrir hann sjónvarpsþáttaröðinni Pressu. - fgg Atli Rafn og Laddi landa stórum hlutverkum GOTT TEYMI Atli Rafn mun tala fyrir Þór í væntanlegri teiknimynd um þrumuguð- inn en Laddi bregður sér í líki Mjölnis. Óskar Jónasson leikstýrir teiknimyndinni og segir þá tvo hafa staðið upp úr í prufunum. Stýrði umræðum með John Savage „Það er Keeping up with the Kardashians, ég held nefnilega að ég sé týnda Kardashian- systirin. Og vinkonur mínar eru alveg sammála því.“ Eygló Ólöf Birgisdóttir, skólastjóri Förðunarskólans. Söngvarinn Geir Ólafsson hefur verið bókaður á tvenna tónleika í Los Angeles í febrúar og stefnir á að syngja á einum til viðbótar. Fyrst syngur hann í djassklúbbnum The Baked Potato 5. febrúar og síðan á veitingastaðnum D´inks í Palm Springs 12. febrúar. Í bæði skiptin spilar með Geir vinur hans Don Randi, fyrr- verandi píanisti Franks Sin- atra og eigandi The Baked Potato, ásamt hljómsveit sinni The Quest. Á seinni tónleikunum syng- ur tónlistar maðurinn Birgir Gunnarsson með Geir en Birgir hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í tæp þrjátíu ár. Geir flýgur vestur um haf 2. febrúar og hlakkar mikið til. „Ég verð alla vega í hálfan mánuð ef Guð lofar. Þrennir tónleikar með svona dæmi og á alvöru stöðum er ómetan legt.“ Með honum í för verð- ur Friðrik Grétars- son sem er að vinna að heimildarmynd um samstarf Geirs og Randi, sem kom hingað til lands á síð- asta ári og spilaði á Broadway. Stefnt er að útgáfu á myndinni síðar á þessu ári. - fb Flýgur út í febrúar GEIR ÓLAFSSON Söngvarinn flýgur til Bandaríkjanna 2. febrúar. Léttar í bragði Fitulítilnýjung! BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50 „Það var svo mikill hávaði að heyrnin í mér datt út á tímabili,“ segir Ragnar Láki, einn af hljóm- borðsleikurum hljómsveitarinnar Bloodgroup. Bloodgroup er nú á heljarinn- ar tónleikaferðalagi um Evrópu sem stendur yfir í meira en mán- uði. Hljómsveitin fór til Frakk- lands í síðustu viku og þaðan til Porto í Portúgal þar sem hún kom fram fyrir 2.000 tryllta náms- menn. „Það var allt vitlaust. Ég hef aldrei á ævinni heyrt meiri hávaða en í áhorfendum eftir tónleikana,“ segir Ragnar. Bloodgroup hélt svo til Lissabon og svo áleiðis til Spánar. Ragnar segir tónleikaferðalagið hafa verið mjög vel heppnað hingað til, flestir staðirnir hafa troðfyllst og tónleik- arnir settu ný viðmið. „Þetta voru langstærstu tónleikarnir hingað til,“ segir Ragnar. „Þetta eru svona 200 til 500 manna staðir sem við spilum í. Svipað og meðal íslensk- ur tónleikastaður. Það er komin gríðarmikil gleði í mannskapinn yfir þessu.“ Það getur reynst erfitt að við- halda góðri stemningu í hópum í löngum ferðalögum á borð við þetta, en Ragnar segir að meðlimir Bloodgroup séu ennþá sáttir. „Það er aldrei að vita hvað gerist á næstu vikum,“ bætir hann við í gríni. Meðlimir Bloodgroup hafa nýtt frítíma sinn, sem er oftast í rút- unni á milli landa, í að forrita ljósasýningu næstu tónleika. Þá hafa þau aðeins náð að fylgjast með strákunum okkar á heims- meistaramótinu í handbolta sem fer nú fram í Svíþjóð. „Við náðum með hjálp lélegrar nettengingar á frönsku rivíerunni að sjá seinni hálfleik í einum leik,“ segir Ragn- ar. „Það er mjög mikilvægt að horfa á strákana.“ atlifannar@frettabladid.is RAGNAR LÁKI: ÉG HEF ALDREI Á ÆVINNI HEYRT MEIRI HÁVAÐA Bloodgroup spilaði fyrir 2.000 tryllta námsmenn Í PORTÚGAL Bloodgroup var stödd í Portúgal þegar Fréttablaðið náði sambandi við hljómsveitina. Næsta stopp verður á Spáni. MYND/HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.