Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 12
12 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Fyrir síðustu alþingiskosningar voru Samfylking, Framsóknarflokkur og Borgarahreyfingin með á stefnuskrá sinni að hefja samningaviðræður við Evrópu- sambandið og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamninginn. Frá því að meirihluti þingmanna kaus að hefja samningavið- ræður hefur lítill tími farið í málefnalega umræðu um kosti og galla aðildar. Í vetur hafa andstæðingar sambandsins eytt mestu púðri í að tala um aðlögun Íslands að sambandinu, tvöfalda þjóðaratkvæða- greiðslu eða hvort draga eigi umsóknina til baka. Nýlegar skoðanakannanir sýna að tveir þriðju hluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um aðild að loknum samningavið- ræðum. Á hinn bóginn er ríflega helm- ingur kjósenda á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á þessum tímapunkti má segja að þetta endurspegli skynsama afstöðu kjósenda enda er ekki búið að semja og efnisleg umræða um samninginn hefur ekki átt sér stað. Sjálfsmynd Íslendinga er evrópsk og almennt skipum við okkur á bekk með öðrum Evrópuþjóðum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst fyrst og fremst um pólitíska framtíðarsýn. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki hefur haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi virkan þátt í Evrópusamstarf- inu. Frá árinu 1994 hefur Ísland verið tæknilega aukaaðili að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Það þýðir að við tökum upp stóran hluta regluverks- ins, án þess að sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Nú er tími til kominn að umræðan fari að snúast um þau málefni sem mestu máli skipta. Þau veigamestu eru sjávarútvegs-, neytenda-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldeyrismál, einnig þarf að eiga sér stað umræða um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og fullveldið á tímum hnattvæðingar. Mikilvægt er að við förum að tala um þær umbætur á íslensku samfélagi sem þurfa að eiga sér stað alveg óháð því hvort að við göngum í sambandið eða ekki. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var mikið fjallað um nauðsyn þess að efla stjórnkerfið á Íslandi. Ein- hendum okkur í þær umbætur sem eru nauðsynlegar og látum aðrar bíða, þar til að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. Kjósendur eiga rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Hefjum málefnalega umræðu. Efnisleg umræða um ESB-aðild Ísland og ESB Elvar Örn Arason framkvæmda stjóri Sterkara Íslands Auðvitað Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokki er fyrsti flutningsmaður þingsálykt- unartillögu um að Ríkisendurskoðun verði falið að hafa eftirlit með kostn- aði við umsókn Íslands um aðild að ESB og birta um hann upplýsingar ársfjórðungslega. Í greinargerð segir að gagnrýnt hafi verið að erfitt sé að afla greinargóðra upplýsinga um kostnaðinn og á skorti að upp- lýsingarnar séu aðgengilegar. Nauðsynlegt sé að bæta úr þessu enda hljóti það að vera keppikefli stjórnvalda að upplýsingar af þessum toga séu aðgengi- legar. Þetta er hárrétt hjá Einari og hlýtur þingheimur allur að geta stutt tillöguna. Tryggvi Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðis- flokki lét nýverið starfsmenn Alþingis taka saman upplýsingar um hve oft og lengi fulltrúar flokkanna á Alþingi töluðu á síðasta þingi. Niðurstaðan var sú að sjálfstæðismenn töluðu oftast og lengst. Þetta lét hann gera af því að „nokkrir dyggir sjálfstæðismenn” höfðu sagt við hann að það heyrðist aldrei neitt í þing- mönnum flokksins. Áfram skal talið Nú vill Tryggvi meiri upplýsingar. Hann hefur beðið menntamála- ráðherra um að segja sér hvaða þingmenn rætt var við, og hve oft, í fréttum Útvarps og Sjónvarps, Speglinum, Silfri Egils og Kastljósi árin 2009 og 2010. Tryggvi vill líka vita hvaða álitsgjafar komu oftar en þrisvar í áðurnefnda þætti á áðurnefndum árum og hve oft. Þó ekki fylgi það fyrirspurninni má ætla að „nokkrir dyggir sjálfstæðismenn” hafi sagt Tryggva að aðrir væru oftar í sjónvarpinu en hann. bjorn@frettabladid.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is FJÖLNOTAPAPPÍR25 afsláttur í janúar með 25% afslætti 2.996kr5x500 blöð A4 3.995kr Á kvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings er herfilegur skellur og álitshnekkir fyrir það gróna lýðræðisríki sem Ísland telur sig vera. Það er fáheyrt, ef ekki einsdæmi, í vestrænu lýðræðis- ríki að ógilda þurfi almennar kosningar vegna ágalla á framkvæmd og hefur aldrei áður gerzt hér á landi, þótt kosningar í nokkrum sveitarfélögum hafi verið ógiltar. Um leið er niðurstaðan augljóslega áfall fyrir ríkisstjórnina, sem bar ábyrgð á framkvæmd kosningarinnar, en það er eins og forystumenn hennar vilji ekki skilja hversu alvarlegt málið er. Það var fullkomlega fráleitt af Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra á Alþingi í gær að vísa ábyrgðinni frá sér og ráðuneyti sínu. Í flestum öðrum vestrænum ríkjum væru bæði innanríkisráðherrann og lands- kjörstjórnin nú þegar búin að segja af sér, hugsanlega einhverj- ir embættismenn í innanríkisráðuneytinu líka. En hér, þar sem við tölum stundum um einhverja elztu lýðræðishefð í heimi, fær þjóðin ekki einu sinni afsökunarbeiðni. Vissulega voru ráðuneytið og landskjörstjórn að reyna að bregðast við óvenjulegum og fordæmislausum aðstæðum, þegar mörg hundruð manns gáfu kost á sér til stjórnlagaþingsins. En niðurstaða Hæstaréttar er að í því ferli hafi verið gefinn afslátt- ur af grundvallaratriðum sem eiga að tryggja almenna, frjálsa, leynilega og beina kosningu á grundvelli jafnréttis. „Framkvæmd opinberra kosninga í samræmi við þessi meginsjónarmið er í senn undirstaða og forsenda fyrir lýðræðislegu þjóðskipulagi,“ segir Hæstiréttur réttilega. Um það mat hans að kosningin hafi verið ólögmæt og ógild verður ekki deilt. Á það hefur verið bent að ekki hafi komið fram að ágallarnir hafi leitt til þess að brotið hafi verið á rétti neins frambjóðanda eða kjósanda og þeir hafi ekki haft nein áhrif á útkomu kosn- inganna. Það er í raun aukaatriði í málinu. Við framkvæmd lýðræðislegra kosninga bera margir mikla ábyrgð og öllu máli skiptir að fylgja kosningalögum til hins ýtrasta. Annars dvínar virðingin fyrir þeim og lýðræðið er í hættu. Hitt er svo annað mál að þótt stjórnlagaþing geti ekki komið saman að óbreyttu stendur óhögguð sú ákvörðun meirihluta Alþingis að efna til slíks þings til að endurskoða stjórnarskrána. Vandséð er hvaða kostir eru nú í stöðunni aðrir en að endurtaka kosningarnar til stjórnlagaþingsins eftir að tryggt hefur verið að bætt hafi verið úr annmörkum á framkvæmdinni. Það hefur verið gert í fyrri tilvikum þar sem kosningar hafa verið ógiltar og virðist hin rökrétta, lýðræðislega leið í afleitri stöðu. Sjálfsagt er hins vegar að Alþingi gefi sér gott tóm til að skoða málið, því að ef draga má einhvern lærdóm af þessu skelfilega klúðri er það að vanda þarf vinnubrögðin. Ógilding stjórnlagaþingskosninganna er herfilegt áfall fyrir gróið lýðræðisríki. Ekki einu sinni afsökunarbeiðni Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.