Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 26

Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 26
 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR18 Ástkær eiginmaður minn, Jónas Magnússon, húsasmíðameistari, áður til heimilis að Rauðalæk 32, lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. janúar sl. Sigríður Þorkelsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra Baldurs Björnssonar múrara. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilunum Vífilsstöðum og Mörk fyrir frábæra umönnun sem léttu honum lífið síðustu æviárin. Guð blessi ykkur öll. Jóna Guðný Þorsteinsdóttir Guðný Baldursdóttir Kristbjörg Baldursdóttir Guðmundur Baldursson Björn Þór Baldursson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Guðbjörnsson bifreiðastjóri Sóleyjarima 11, lést á Landakoti sunnudaginn 23. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Þórdís Haraldsdóttir Ingveldur J. Gunnarsdóttir Kristján Á. Gunnarsson Hafdís Jónsdóttir Hilmar B. Gunnarsson Haraldur Gunnarsson Katrín Steingrímsdóttir Gunnar G. Gunnarsson Jóna Kr. Rögnvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Kristín Laufey Ingólfsdóttir húsfreyja Brávallagötu 26, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 28. janúar kl. 13.00. Margrét Margeirsdóttir Lilja Margeirsdóttir Guðjón Margeirsson Margrét Jónsdóttir Ingólfur Margeirsson Jóhanna Jónasdóttir Óskar H. Margeirsson Jóhanna Magnúsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Helgason frá Neðri-Tungu Þórsgötu 1, Patreksfirði, lést aðfaranótt sunnudagsins 23. janúar. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnadeildina Unni, Patreksfirði. Anna Hafliðadóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn Friðfinnur Friðfinnsson frá Baugaseli, Tjarnarlundi 13c Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 23. janúar. Útförin auglýst síðar. Rannveig Ragnarsdóttir og fjölskylda Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Leifur Sædal Einarsson Heiðarhorni 6, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, föstudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 28. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Oddný Guðbjörg Leifsdóttir Björn Ólafsson Leifur Gunnar Leifsson Brynja Hjaltadóttir Bryndís María Leifsdóttir Friðrik Friðriksson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Vagn Kristjánsson Boðaþingi 7 Kópavogi, áður Fellsmúla 14 Reykjavík, lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 20. janúar. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 11.00. Svana H. Björnsdóttir Kristján Vagnsson Hólmfríður Ingvarsdóttir Björn Vagnsson Stefán Vagnsson Guðveig S. Búadóttir Hreinn Vagnsson Guðrún Sverrisdóttir Birgir Vagnsson Kristín Kristinsdóttir Gunnar Vagnsson Elísabet H. Sigurbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðmunda Þ. Guðmundsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð, Kleppsvegi 52, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 17. janúar, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 15. Katrín Guðmannsdóttir Steingrímur Guðjónsson Matthildur Guðmannsdóttir Þórir S. Magnússon Olga Steingrímsdóttir Guðmann Þórisson Birgir Þórisson Katrín Steina Olgudóttir Íslenska listakonan Hrafnhildur Arnar- dóttir hlýtur stærstu textílverðlaun Evrópu, The Nordic Award in Textiles, sem hljóða upp á 250 þúsund sænskar krónur. Hrafnhildur, sem býr og starfar í Brooklyn í New York, hefur vakið athygli fyrir sérstæð verk sín úr gervi- hári og mannshári. Hún hefur haldið einkasýningar víða um heim, til dæmis í hinu fræga MoMa og tekið þátt í fjöl- mörgum samstarfsverkefnum. Hún heldur góðu sambandi við íslenskan uppruna sinn og heldur reglulega sýn- ingar hér á landi. Mesta athygli hefur hún vakið fyrir hárskúlptúra sem hún bjó til fyrir söngkonuna Björk og sjást á umslagi pötu hennar Medúllu en einnig hafa verk hennar verið söngkon- unni Lady Gaga innblástur í ótrúlegar hárgreiðslur. Hrafnhildur, sem einnig er þekkt undir nafninu Shoplifter, er stödd í Sví- þjóð: „Það vildi svo skemmtilega til að ég fékk tilkynningu um þessi verðlaun á afmælisdaginn minn,“ segir Hrafn- hildur glöð í bragði. „Þetta er mikill heiður og varla hægt að fá meiri við- urkenningu fyrir vinnu sína,“ segir Hrafnhildur sem kom á óvart að verða fyrir valinu. „Mér skilst að í valinu hafi verið litið til þess hvort listamaðurinn hafi getað aukið framgang textílhefð- arinnar í myndlistarlegu samhengi. Ég hef unnið mikið með hár sem er þráður og fellur því algerlega undir textíl en innblástur hef ég fengið frá sænskum hárblómum og einnig frá veggteppum og vefnaði,“ segir hún. Hún segir verðlaunin hafa tölu- verða þýðingu fyrir sig. „Þetta er mikil kynning á verkum mínum í Evr- ópu og Skandinavíu þar sem ég hef lítið sýnt. Þetta er líka hvatning til að halda áfram og vinna hörðum hönd- um að næstu verkefnum,“ segir hún en 250 þúsund sænskar krónur koma sér einnig vel. „Þannig hefur maður kannski efni á að gera ýmislegt í vinn- unni sem ekki var peningur fyrir áður, nota efni eða aðferðir sem eru dýrar.“ Árið 2011 verður annasamt hjá Hrafnhildi. Þegar hún snýr aftur til New York mun hún klára hárbún- ing sem hún vinnur með Eddu Guð- mundsdóttur stílista fyrir fatahönnuð- inn Bartlett, sem er með fatamerkið VPL. „Síðan er ég að vinna að sýningu í Hönnunarsafni Íslands fyrir Hönn- unarmars en þar mun ég sýna hvern- ig myndlistin mín hefur ratað í aðra geira,“ segir hún. Þá hefur Norræna húsið ráðið hana sem sýningarstjóra fyrir næsta Nordic Fashion Biennale, sem verður haldið í Seattle í Banda- ríkjunum í september. „Þá vel ég hönn- uði sem sýna skartgripi og tísku frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.“ Hrafnhildur mun taka á móti Nord- ic Award in Textiles í Åhaga-tónlist- arhúsinu í Borås í Svíþjóð í nóvember á þessu ári. Á sama tíma opnar sýn- ing á verkum úr smiðju Hrafnhildar í Textílsafninu á sama stað. „Hér er frá- bær sýningaraðstaða og margir mögu- leikar í boði. Ætli ég sýni ekki lykil- verk mín en svo ætla ég líka að vinna glæný verk sérstaklega fyrir þessa sýningu. - sg Hlýtur evrópsk textílverðlaun HESTUR Eitt af verkum Hrafnhildar sem unnið er úr hári. MEDÚLLA Hrafnhildur hefur unnið fyrir Björk, meðal annars að umslagi plötunnar Medúllu. HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR Listakonan hlýtur eftirsótt evrópsk textílverðlaun sem hljóða upp á 250 þúsund sænskar krónur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.