Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 26.01.2011, Síða 28
20 26. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Ég hef sjaldan verið jafn drjúgur með mig og hinn 22. ágúst 2008. Daginn sem Íslendingar unnu Spánverja í undanúrslita- leik í handbolta á Ólympíuleikunum í Pek- ing. ÉG fylgdist með leiknum á veitingahúsinu Vegamótum á Bíldudal. Ég man að skömmu fyrir leik hitti ég Jón Kr. sem er einn ást- sælasti listamaður okkar Bílddælinga. Hann sat þá að snæðingi en ég spurði hvort hann ætlaði ekki að horfa á leikinn. Hann svaraði einhvern veginn á þessa leið: „HORFA á leikinn? Hvað koma þessir handboltapungar oft að horfa á mig?” Mig rak ekki minni til þess að þeir hefðu nokkurn tímann gert það. „Nei, það er nefnilega það,“ sagði Jón Kr. og sneri upp á sig. Þótti mér þetta vel mælt hjá nafna en afréð þó að horfa á leikinn. ÞEGAR nokkrar mínútur eru eftir og ljóst orðið að Ísland muni gjörsigra Spanjólana kemur hópur spænskra ferðamanna á Vegamót að fá sér Bíldudals- bacalao. Að öðrum eins hvalreka hafði ég ekki orðið vitni í Arnarfirði. Ég vind mér að hópnum til að gamna mér og spyr samkvæmt íslenskri hefð hvernig fólkið kunni við landið. SÍÐAN benti ég þeim á að ekki væri nóg með að hlíðin væri fögur og landkostir góðir heldur byggju hér kappar miklir eins og til dæmis þeir sem nú væru að taka spænska landsliðið í karphúsið. Var mér skemmt en þeim síður og féll tal okkar niður. SÍÐASTLIÐINN mánudag var síðan komið að reikningsskilum. Þá var ég á Azahara- kránni í spænska bænum Priego de Cór- doba. Ég var einn innan um Spánverjana, meira að segja íslenska bjartsýnin yfirgaf mig strax í fyrri hálfleik. Varð ég því að sitja undir gorti álíka því og ég hafði við- haft á mínum heimaslóðum síðsumars árið 2008. Ekki nóg með það heldur fékk ég annan skammt af slíku þar sem ég hélt tölu í framhaldsskóla í bænum síðar um daginn. Kom ég þar sem gestakennari í sagnfræði. Þurftu nemendur að hafa mörg orð um ófarir landa minna fyrr um daginn. Síðan rakti ég samband Íslands og Spánar í gegnum tíðina. Er það mál manna að ég hafi talað um Spánverjavígin af mikilli innlifun. MISKUNNARLAUS reikningsskil eftir heimskulega typpastæla; sá er jafnan endir á Íslendingasögum. Viðureign mín og Spánverja ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. óskiptu, 6. fíngerð líkamshár, 8. slæða, 9. skammstöfun, 11. í röð, 12. bik, 14. hvíld, 16. til, 17. drulla, 18. goð, 20. ekki heldur, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. bæli, 3. tveir eins, 4. land, 5. sár, 7. ósagður, 10. vöntun, 13. bein, 15. felldi tár, 16. temja, 19. tveir eins. LAUSN Í guðanna bænum!! Þú getur hætt að segja mér að ég verði veikur ef ég borða hráan kjúkling! Ég næ þessu, ókei!?! Ég er ekki að rugla í þér! Nýja græjan hjá Haraldi er postulínshásæti! Klósett er bara klósett. Nei, nei! Þarna siturðu á fyrsta farrými, vinur minn! Við erum að tala um nýjustu græjurnar! Trúðu mér! Þú getur meira að segja skilað kebabúrganginum úr þér á virðulegan hátt þarna! Blessaður, Haraldur! Langt síðan við höfum sést! Í alvöru talað Palli! Af hverju svararðu ekki í símann?? Ég hef aldrei verið hrifinn af svona gömlum tækjum með snúru. Ring! Ring! Ring! Ring! Ring! Ring! Ring! Ring! Ring! Davíð átti fimm hundr- uð krónur og fimm vini. Hann gaf tveimur vinum hvorum sinn hundraðkallinn og þremur vinum ekkert. Hvað átti Davíð mikið eftir? Tvo vini. Ég held að vandamálið snúist um peninga. Það er einmitt það sem þrír fyrrverandi vinir hans hafa sagt. LÁRÉTT: 2. öllu, 6. ló, 8. lín, 9. etv, 11. bd, 12. tjara, 14. áning, 16. að, 17. for, 18. guð, 20. né, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. flet, 3. ll, 4. líbanon, 5. und, 7. ótjáður, 10. van, 13. rif, 15. grét, 16. aga, 19. ðð. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is SÝNT Í JANÚAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI HALLDÓR BALDURSSON Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.