Fréttablaðið - 09.02.2011, Page 1

Fréttablaðið - 09.02.2011, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Miðvikudagur skoðun 16 Suðrænar strendur með sól og yl í bland við menningar-borgir með ótal möguleikum til afþreyingar eru í boði á áfangastöðum Úrvals Útsýnar í ár. Stærsta ávaxtakista Evrópu og eini regnskógur álfunnar eru og innan seilingar. Eftir að hafa komið landsmönnum á skíði í Alpana lítur Þorsteinn Guð-jónsson, framkvæmdastjóri Úr-vals Útsýnar, fram á vorið og sum-arið og er inntur eftir nýjungum í ferðaframboði. Hann nefnir fyrst Orlando. „Það er svolítið nýtt fyrir Íslendinga að fá pakkaferð til Flór-ída. Þarna erum við með f stjóra sem tekur á móti fólkinu á flugvellinum og þaðan bjóðum við upp á akst-ur í gistinguna sem bæði getur verið á hótel-um í miðbænum eða í húsum utan borgarinnar en þá mælum við með að fólk hafi bíl til að geta farið í búð að versla,“ lýsir hann. Lloret de Mar er nýr áfangastað-ur hjá Úrvali Útsýn. Sá tilheyrir gullnu ströndinni Costa Brava viðBarcelona St ð risahótel,“ segir Þorsteinn. „Matar-gerðarlistin er í hávegum og óvíða fyrirfinnast fleiri Michelin-staðir. Að hafa svo hina heillandi borg Barcelóna í bakgarðinum býður upp á mikla möguleika.“ Önnur nýjung er Almería á Spáni, „falda perlan við Miðjarðar-hafið,“ eins og Þorsteinn orðar það. Ekki langt frá Costa del Sol. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt svæði sem við bindum vonir við,“ segir hann og nefnir að ávaxta- og græn-metiskista Evrópu sé á svæðinu í kring. Tenerife er staður sem Ísle ding k allt árið enda temprar golfstraum-inn niður hitann á sumrin og hitar upp á veturna. Maturinn er góður og það er hellingur við að vera.“Hæsta fjall Spánar með athyglis-verðum þjóðgarði og eina regnskógi í Evrópu er meðal þess sem setur svip á Tenerife. „Þar er líka mikil afþreying fyrir alla fjölskylduna, vatnagarðar og fleira slíkt,“ segir Þorsteinn og heldur áfram. „Svo er gaman að kynnast andstæðum eyjanna. Lansarote er eldfjalla-eyja með eintómum vikri en ekki tekur nema hálftím ð Faldar og fjarlægar perlur Þorsteinn er framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar. Ekki er að efa að Tenerife er staður sem Íslendingar kunna vel að meta eins og Þorsteinn segir. ● Sala á ferðum í sólina fer einstaklega vel af stað hjá Úrvali Útsýn og mun meiri eftirspurn er eftir þeim í ár en í fyrra. ● Nýir áfangastaðir Úrvals Út-sýnar á Spáni vekja athygli landsmanna. Annar þeirra er Almería í austurhluta Andalúsíu. Þar eru heima-menn í meirihluta og einn-ig meðal gesta svo sérkenni spænskrar menningar, hvít-kölkuð hús, elskulegt fólk og seiðandi flamenco-tónlist ein-kenna staðinn. ● Annar nýr staður sem Úrval Útsýn er með ferðir til í sumar er Lloret de Mar á Costa Brava ströndinni. Að-eins tekur klukkustund að fara með lest þaðan beint á Römbluna í Barcelona svo auðvelt er að sameina sólar- og borgarferð. ● Tenerife er vinsælasti sólar-áfangastaðurinn hjá Úrvali Útsýn. Hitastigið á eyjunni er 28 til 32°C árið um kring. ● Apríl er yndislegur mánuður í Orlando á Flórída. Hitinn kringum 30 gráður og raka-stigið við hæfi Íslendinga. Pakkaferðir eru í boði þang-að á vegum Úrvals Útsýnar. Eftirtektarvert MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 | KYNNING 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Að svífa um heiðloftin blá yfir Himalajafjöllunum er eftirlæti Hans Kristjáns Guðmundssonar. Landslagið er ólýsanlegt Með fróðleik í fararnesti er yfirskrift reglulegra gönguferða sem Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands standa fyrir í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands. Næsta ferð er áætluð laugardaginn 12. febrúar en þá mun Pétur Ármannsson arkitekt leiða þátttakendur um miðbæinn til að skoða byggingar Guðjóns Samúelssonar. Ferðin hefst við Alþingishúsið klukkan 14. Boníto ehf. Praxis, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opið mán. – fim. kl. 11–17 fös. og lau. kl 11–16 Verona sportskór. Til í svörtu og hvítu. Stærðir 36-42. Verð 7.900 kr. California, með hrágúmmísóla. Til í svörtu og hvítu. Stærðir 35-46. Verð 12.990 Leðurskór. Svartir. Verð á par 14.990 kr. 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Ferðir veðrið í dag 9. febrúar 2011 33. tölublað 11. árgangur FÓLK „Tilhneigingin virðist vera að kaupa íslenskt en stela erlendu. Menn sjá U2 auglýsta, rjúka inn á vef- inn og kaupa Sálina,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vefverslunarinnar Tonlist.is. Íslendingar kaupa hlutfallslega minna af tónlist á netinu en aðrar þjóðir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er hlutfall tónlistar sem keypt er á netinu undir tíu prósentum af heildarsölunni meðan hlutfallið á heimsvísu er 29 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna IFPI. Engilbert telur að Íslendingar séu tveimur árum á eftir öðrum þjóðum í tónlistarverslun á netinu, þrátt fyrir að þjóðin virðist vera afar tæknivædd á öðrum sviðum. „Ég held að verðið spili líka inn í. Virðisauka- skatturinn á tónlist er 25,5 prósent á niður hali en bara sjö prósent á geisladiski,“ segir hann. Vefverslunin iTunes, sem er á vegum Apple, er stærsta tónlistarverslun heims. Verslunin er ekki aðgengileg Íslendingum og engin áform eru um að opna iTunes á Íslandi. - afb / sjá síðu 34 Íslendingar eru eftirbátar annarra þjóða í sölu á tónlist á netinu: Stelum U2 frekar en Sálinni Vinsæl í Austurríki Íslenska hjómsveitin Groundfloor nýtur aukinna vinsælda í Austurríki. fólk 34 KB / Morgunblaði ð ÓDÝRT FYRIR ALLA! www.europris.is Rúðuvökvi 4 ltr, 12°C499 ÞOLINMÓÐIR HVUTTAR Þessir fallegu og vel klæddu hundar spókuðu sig ásamt fylgdarkonu fyrir utan Landsbankann í Austurstræti síðdegis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að gera sérstaka heilsufarsrannsókn á íbúum þriggja sveitarfélaga vegna díoxín- mengunar frá sorpbrennslum. Við- líka rannsókn hefur aldrei verið gerð áður hér á landi. Þetta var niðurstaða fundar vinnuhóps sem sóttvarnalæknir kemur að auk fulltrúa Umhverfis- og matvælastofnunar vegna mengunar frá sorpbrennslum. Fundað var í gær til að meta hvernig bregðast skyldi við niður- stöðum nýjustu mælinga þar sem díoxín greindist í töluverðu magni í kjöti, mjólk og fóðri hjá bændum í nálægð við sorpbrennsluna Funa á Ísafirði. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í janúar mældist díoxín tuttugu falt yfir viðmiðunarmörk- um hjá Funa árið 2007. Mælingar í sorpbrennslunni á Kirkjubæjar- klaustri á sama tíma sýndu díoxín 95-falt yfir mörkum og frá sorp- brennslunni í Vestmannaeyjum mældist 84 sinnum meira díoxín en viðmiðunar mörk gera ráð fyrir. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að ráðist verði í heilsufars- rannsóknina til að hægt verði að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort fólk hafi orðið fyrir mengun frá sorpbrennslunum. „Fram- kvæmdin liggur ekki fyrir í smá- atriðum en þetta verður gert í sam- ráði við vísindamenn við Háskóla Íslands. Við erum að skipuleggja hvernig sýnin úr fólkinu verða tekin.“ Haraldur segir að ekki þurfi endi- lega að koma til þess að tekin verði vefjasýni úr íbúum. „Hægt er að taka blóð- og hársýni auk þess sem það má sjá þetta í brjóstamjólk. Það er hægt að kanna þetta frá ýmsum hliðum og því vonumst við til þess að fá góða mynd af raunverulegri útbreiðslu díoxíns í fólki.“ Haraldur segir ekki liggja fyrir til hversu margra rannsóknin muni ná. Fyrst verði teknar prufur úr völdum hópum og framhaldið síðan metið. Haraldur ítrekar að hann eigi ekki von á að fólk hafi orðið fyrir heilsu- tjóni af völdum mengunarinnar. Hins vegar snúi rannsóknin, sem á sér enga hliðstæðu hér á landi, að því mikilvæga atriði að leita upp- lýsinga um hvað gerðist í sveitar- félögunum þremur. Rannsóknin falli inn í allsherjarúttekt þar sem Matvælastofnun muni meðal annars gera sérstaka rannsókn á jarðvegi í nágrenni við sorpbrennslurnar. Enn er sorp brennt á skóla- tíma í brennslustöðinni á Kirkju- bæjarklaustri, sem er sambyggð grunnskólanum og sundlauginni á staðnum. Sveitarstjórinn Eygló Kristjánsdóttir kvaðst í gærkvöldi ekki geta svarað því hvort þess- ar nýjustu fréttir hefðu áhrif á fyrirkomulagið. Hún væri nýbúin að frétta af málinu og væri ekki í vinnunni. „Það verður sjálfsagt skoðað á morgun. En það hefur svo sem ekkert breyst hjá okkur við þetta. Ég veit ekki hvað stjórnin vill gera í ljósi aðstæðna og ætla ekki að ákveða það.“ - shá Hár- og blóðsýni skimuð við leit að díoxínmengun í fólki Sóttvarnalæknir ætlar að gera heilsufarsrannsókn á Ísafirði, Klaustri og í Vestmannaeyjum til að kanna hvort fólk hefur orðið fyrir díoxínmengun. Óvíst hvort málið hefur áhrif á brennslu á skólatíma á Klaustri. Hægt er að taka blóð- og hársýni auk þess sem það má sjá þetta í brjóstamjólk. HARALDUR BRIEM SÓTTVARNALÆKNIR VÍÐA SKAPLEGT Í dag verða suðvestan 8-13 m/s, en SA 10-18 norðaustast. Slydda eða rigning A-til, en skúrir og síðan él V-til. Kólnandi veður. VEÐUR 4 3 3 2 5 4 Álfar en engir draugar Vertinn á Hesteyri hefur fengið fjölda fyrirspurna um draugagang vegna sögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. allt 2 Orkuboltinn í Maryland-liðinu Haukur Helgi Pálsson er á fyrsta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. sport 30 VÍSINDI Vísindamenn hafa fengið í hendurnar elsta bjórsýni sem fundist hefur. Til stendur að greina það, endurgera uppskrift- ina og brugga hann á ný. Bjórinn fannst á meðal ótal kampavínsflaskna í skipsflaki í Eystrasalti, undan Álandseyjum, í fyrrasumar. Talið er að skipið hafi farist í upphafi nítjándu aldar. Landsstjórn Álandseyja hefur nú fyrirskipað rannsókn á uppskrift bjórsins en búist er við að rannsóknin verði flókin og ekki er víst að hún beri árangur. Fjórir atvinnubjórsmakkarar hafa þegar bragðað á bjórnum og segja bragðið súrt, sem gæti skýrst af gerjun, og ekki síst gamalt, sem þótti svo sem ekki óvænt. - sh Fannst í skipsflaki í Eystrasalti: Elsti bjór heims bruggaður á ný

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.