Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 2

Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 2
2 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR FÓLK „Það er ekki nema von að menn séu hissa á því að verið sé að sækja um vínveitingaleyfi fyrir heilsustofnun,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri NLFÍ hótel sem hefur fengið leyfi til að selja vín á heilsuhælinu í Hveragerði. Náttúrulækningafélagið hefur rekið heilsustofnunina í Hvera- gerði í 55 ár. Ólafur segir að vegna tíu prósenta niðurskurðar á fjár- framlögum frá ríkinu þurfi að grípa til óhefðbundinna ráða. Því verði starfsfólkið allt sent samtím- is í sex vikna frí og beðið að taka sér hálfs mánaðar launalaust leyfi að auki. Á meðan, frá 20. júní til 20. ágúst, verði rekið sumarhótel fyrir almenna ferðamenn í hús- næði stofnunarinnar. Það verð- ur gert undir heitinu Hot Springs Hotel. „Þá kom upp ein stór spurning sem hefur nú staðið í mörgum: Eigum við að fara að bjóða upp á öðruvísi mat og jafnvel vín? Þess vegna sóttum við um þetta leyfi til öryggis en við erum ekki alveg búnir að taka lokaákvörðun um það hvort við verðum með léttvín með mat. Það eru náttúrlega ferðamenn sem myndu nýta sér þetta. Ég er hræddur um að þeir myndu ekki sætta sig við kalda vatnið,“ segir Ólafur. Grænmetisfæði hefur verið aðalsmerki Heilsustofnunarinnar. Sveigt verður inn á aðrar braut- ir á sumarhótelinu. „Við ætlum að leggja miklu meiri áherslu á fisk- inn sem við Íslendingar erum svo stoltir af, heimatilbúinn mat og auðvitað mikið af okkar eigin grænmeti. Svo verð- um við kannski með einn kjötrétt – svona til þess að mæta blóðþörfinni,“ segir framkvæmdastjór- inn. Að sögn Ólafs sparast mest á því að ekki þurfi að ráða fagfólk í afleysing- ar auk þess sem mun færra starfsfólk þurfi til að sinna venjuleg- um hótelrekstri miðað við heilsustofnunina. Í boði eru 180 rúm í 110 herbergjum á Hot Springs Hotel auk nokkurra íbúða. Ólafur kveðst hafa kann- að stöðuna hjá öðrum seljendum gistiþjónustu á svæðinu og komist að því að sumarhótelið muni ekki trufla starfsemi þeirra. „Sem betur fer erum við ekki að keppa við neinn á Suðurlandi því það er allt orðið fullt hjá þeim í dag. Við ætlum ekki að vera alltof ódýrir svo við sé ekki ódrengilegir í samkeppni við aðra,“ segir framkvæmda- stjóri NLFÍ hótel. gar@frettabladid.is Svo verðum við kannski með einn kjötrétt – svona til þess að mæta blóðþörfinni. ÓLAFUR SIGURÐSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI NLFÍ HÓTELS Hot Springs hótel með áfengi á Heilsuhælinu NLFÍ hótel sem rekur heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði fær leyfi til vínveitinga. Nýta á leyfið á svokölluðu Hot Springs hóteli þá tvo sumar- mánuði sem hefðbundin starfsemi hælisins liggur niðri vegna niðurskurðar. Í HEILSUSTOFNUN NLFÍ Mjög góð aðstaða er hjá Náttúrulækningafélaginu í Hvera- gerði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓLAFUR SIGURÐSSON Framkvæmdastjóri NLFÍ hótels telur almenna ferða- menn ekki munu sætta sig við að fá aðeins kalt vatn að drekka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ingibjörg, er þetta nýi stíllinn? „Já, nú verður að ganga í þetta og koma hreyfingu á málið.“ Hreyfiseðlar hafa verið teknir upp í ákveðnum tilvikum í stað lyfseðla í Svíþjóð og hillir undir slíkt hér. Ingibjörg H. Jónsdóttir, dósent í lífeðlisfræði og varaforstöðumaður streiturannsóknar- stöðvar í Gautaborg, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær hreyfingu geta hentað þeim sem hefðu ákveðna kvilla. AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, for- seti Afganistans, segir að þegar Afganar taka sjálfir við umsjón öryggismála verði nauðsyn- legt að loka þeim alþjóð- legu herstöðv- um, sem sinna einkum upp- byggingar- og þróunarstarfi í sveitum lands- ins. Hann segist ekki krefjast þess að herstöðv- unum verði lokað strax, heldur jafnhliða því að Afganar taka við öryggismálunum af fjölþjóðaher- liðinu. Sunset Belinsky, talskona fjöl- þjóðahers Atlantshafsbandalags- ins í Afganistan, segir að seinni partinn í mars verði skýrt nánar frá því hvaða fyrirkomulag verði haft á því, þegar Afganar taka við umsjón öryggismála. - gb Forseti Afganistans: Vill láta loka herstöðvum HAMID KARZAI Frestur framlengdur Umsagnarfrestur um orkustefnu fyrir Ísland hefur verið framlengdur til 20. febrúar. Nú þegar hafa á annan tug umsagna borist frá einstaklingum og fyrirtækjum. Síðari hluta árs 2009 skipaði iðnaðarráðherra stýrihóp til að vinna að heildstæðri orkustefnu fyrir Ísland. Vinna stýrihópsins er nú á lokasprettinum. UMHVERFISMÁL EFNAHAGSBROT Ekki er útilokað að eftir ár muni mál tengd öllum þeim fjármálafyrir- tækjum sem farið hafa í þrot eða í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu verða í skoðun hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Þetta á við um VBS fjárfestingarbanka, Byr sparisjóð, Sparisjóðinn í Keflavík, SPRON, Sparisjóðabanka Íslands, áður Icebank, Askar Capital og fjármögnunar- fyrirtækið Avant. FME mun á næstunni senda eitt til þrjú mál til sérstaks sak- sóknara. Málin eru af svipuðum toga og þau sem FME hefur þegar sent sérstökum saksókn- ara. Þau varða grun um grófa markaðs- misnotkun, innherjaviðskipti, ranga skýrslugjöf og óheilbrigða vafasama viðskiptahætti. Strax eftir fall stóru viðskiptabankanna þriggja fékk FME óháða sérfræðinga til að gera athugun á starfsemi þeirra og vinna skýrslu um málið. Slíkt hið sama var gert í tilviki þeirra fyrir- tækja sem fóru í slitameðferð eða í gegn- um endurskipulagningu í kjölfarið. Gunnar segir að á grunni skýrslnanna séu einstök mál rannsökuð og þau send áfram til sérstaks saksóknara ef tilefni þykir til. Hjá FME starfa tvö rannsókn- arteymi með þrettán manns og hafa þeir aldrei verið fleiri. Gunnar segir líklegt að þeim verði fjölgað um fjóra á næst- unni. FME hefur fram til þessa sent frá sér 54 mál til sérstaks saksóknara sem teym- in hafa unnið og átti eftirlitið 60 prósent mála sem lágu hjá embættinu um mitt síðasta ár. Gunnar segir rannsókn FME hvergi nærri lokið. „Það eru mörg mál í vinnslu, að vísu er ekki búið að skoða þau öll. Þetta er langt í frá að verða búið,“ segir Gunnar. Samkvæmt stefnuskjali FME mun rannsóknum á falli bankanna ljúka á næsta ári. - jab Forstjóri FME segir mörg mál í rannsókn sem tengjast föllnum fjármálafyrirtækjum: Allir grunaðir um efnahagsbrot SEATTLE, AP Lögreglan í Seattle handtók um helgina mann sem er grunaður um rán í kjörbúð og bensínstöð í borginni. Það sem gerir málið sérstakt er að ræninginn var afar kurteis á meðan á ránunum stóð. Á bensín stöðinni tók hann 300 dali og sagðist þurfa peninga vegna fjölskyldu sinnar. Áður en hann yfirgaf staðinn lofaði ræninginn svo að endurgreiða upphæðina ef hann kæmi undir sig fótum á ný. Upptaka úr öryggismynda- vélum stöðvarinnar fór á netið og vakti mikla athygli, en eftir það barst lögreglu ábending um hvar mætti finna meintan ræningja. - þj Grunaður um rán í Seattle: Kurteisi bófinn handtekinn GUNNAR ANDERSEN NEYTENDUR Eigendur Brúneggs eru nú að skoða þann möguleika að setja vistvæna unghana sem mat- vöru á markað. Vistvænar unghænur frá Brún- eggjum hafa verið seldar í verslun- um Krónunnar, Nettó og í Melabúð- inni, en það eru hænur sem hafa lokið varpi. Kristinn Gylfi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Brúneggja, segir fyrirtækið nú vera að skoða hvort hagur sé í því að ala upp hanana og gera úr þeim vistvæna matvöru þegar þeir hafa náð um 10 vikna aldri. Í eggjaframleiðslu er hönum venjulega fargað. „Þetta er verkefni sem við höfum verið með til skoðunar hjá okkur undanfarið,“ segir Krist- inn. „Þetta yrðu minni kjúklingar en gengur og gerist hér á landi og mjög gott kjöt sem er nálægt líf- rænum sjónarmiðum.“ Kjúklingarnir hjá Brúneggjum eru aldir á vistvænu fóðri og vaxa því mun hægar en hjá stærri kjúklingaframleiðendum, þar sem kjúklingarnir eru venjulega um 4 til 5 vikna gamlir þegar þeim er slátrað. „Við létum framleiða smávegis af kjötinu fyrir okkur í janúar og prófuðum okkur áfram,“ segir Kristinn. „Það gafst mjög vel.“ Brúnegg hefur verið með egg á markaði í tvö ár, frá hænum á gólfi en ekki í búrum. Kristinn segir vaxandi áhuga vera bæði á kjötinu og eggjunum á markaðnum. Engar salmonellusýkingar hafa komið upp í framleiðslu Brúneggja. Eins og kunnugt er uppgötvuð- ust rúmlega 50 tilfelli af salmon- ellusmiti á síðasta ári hjá þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins. - sv Brúnegg skoðar nú möguleika á að selja frjálsa unghana sem matvöru: Vilja setja vistvænan kjúkling á markað VISTVÆN BRÚNEGG Framkvæmdastjóri Brúneggja segir mikla eftirspurn eftir vistvænum eggjum og kjúklingakjöti. FRÉTTABLAÐIÐI/GVA HOLLAND, AP Réttarhöldunum yfir Charles Taylor, fyrrverandi einræðisherra Líberíu, ætlar að ljúka með sama hætti og þau hófust, nefnilega með því að sak- borningurinn mætir ekki í réttar- salinn og segir réttarhöldin ósanngjörn og runnin undan pólitískum hvötum. Courtenay Griffiths, hinn breski lögmað- ur Taylors, rauk út úr rétt- arsalnum þegar dómararnir neit- uðu að samþykkja sex hundruð blaðsíðna samantekt hans á því sem fram hefur komið í réttar- höldunum undanfarin þrjú ár, frá sjónarhóli hins ákærða. Taylor neitaði sömuleiðis að fara aftur inn í réttarsalinn eftir næsta réttarhlé eftir þetta. Taylor er sakaður um stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyn- inu. - gb Stríðsglæpamáli að ljúka: Taylor ekki við lokasprettinn CHARLES TAYLOR Skokkari gaf sig fram Maður sem réðst á tólf ára gamlan dreng í Hveragerði í fyrrakvöld gaf sig sjálfur fram við lögreglu í gær eftir að lýst var eftir upplýsingum um málið í fjölmiðlum. Hann býr á höfuðborgar- svæðinu en hafði gert sér ferð til Hveragerðis til að skokka þar um götur. Hann mætti til skýrslutöku hjá lögreglu á Selfossi. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS ®

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.