Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 6
6 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR FJÁRMÁL Kostnaður við leigu á 100 fermetra íbúð á höfuðborgar- svæðinu er reiknaður um 75 þús- und krónur á mánuði í neysluvið- miðum stjórnvalda, og leiga á 150 fermetra íbúð eða húsi er reiknuð tæplega 84 þúsund. Þessar tölur virðast talsvert lægri en það sem býðst á almenn- um leigumarkaði, en á því geta verið nokkrar skýringar, segir Jón Þór Sturluson, einn höfunda skýrslu um íslensk neysluviðmið sem gerð var opinber á mánudag. Hann segir að gera verði mikla fyrirvara við útreikningana, þar sem leiguverð geti verið mjög breytilegt. Í skýrslunni er gerð tilraun til að finna miðgildi húsaleigu hjá fólki, með öðrum orðum það verð sem algengast er að fólk greiði fyrir leigu á húsnæði. Jón Þór vekur athygli á því að miðgildið er í þessu tilviki talsvert lægra en meðaltalið. Hægt er að reikna húsaleiguna eftir fjölda fermetra samkvæmt ákveðinni formúlu. Grunnverðið á höfuðborgarsvæðinu er um 56.700 krónur á mánuði, og við bætast 180 krónur fyrir hvern fermetra. Upplýsingar um kostnað við húsaleigu eru fundnar með því að rýna í niðurstöður neyslukannana Hagstofu Íslands og uppreikna miðað við vísitölu. Í neysluviðmið- inu er reiknuð húsaleiga sú upp- hæð sem leigjandinn greiðir, en við það bætast í mörgum tilvikum húsaleigubætur. „Nákvæmnin á húsnæðismæling- unni er ekki mikil,“ segir Jón Þór. Hann segir að til álita hafi komið að sleppa því að reikna neyslu- viðmið fyrir þennan útgjalda- þátt. Slíkir útreikningar séu til að mynda ekki birtir í sambærilegum rannsóknum á neysluviðmiðum í Noregi og Svíþjóð. brjann@frettabladid.is Viðbrögðin við útgáfu neysluviðmiðanna hafa verið afar mikil, og margir skoðað upplýsingar og prófað reiknivél sem sett hefur verið upp á vef vel- ferðarráðuneytisins, segir Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur hjá ráðuneytinu. „Fólk er greinilega mikið að skoða þetta, sem er mjög jákvætt,“ segir Sigríður. Almenningur getur sent inn ábendingar og athugasemdir fram til 7. mars, og segir Sigríður athugasemdir þegar teknar að berast. Leitast verður við að svara þeim spurningum sem berast, og athugasemdir notaðar til að laga útreikninga ef við á. Mikil viðbrögð og margir prófa reiknivél Reiknuð húsaleiga samkvæmt neysluviðmiði* Húsaleiga (á mánuði) Stærð (m2) Höfuðborgarsvæðið Annað þéttbýli Dreifbýli 50 65.671 52.898 37.060 75 70.166 57.394 41.555 100 74.662 61.890 46.051 125 79.158 66.386 50.547 150 83.654 70.881 55.043 175 88.150 75.377 59.539 *Ekki hefur verið tekið tillit til húsaleigubóta, sem bætast í mörgum tilvikum ofan á þá upphæð sem hér er nefnd. Mikill fyrirvari við húsaleigukostnað Samkvæmt neysluviðmiði kostar 75 þúsund að leigja 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu og 84 þúsund að leigja 150 fermetra. Upplýsingarnar eru úr könnun Hagstofunnar en nákvæmnin er lítil segir einn skýrsluhöfunda. KJARAMÁL Boðað hefur verið ótímabundið verkfall í nær öllum loðnubræðslum landsins frá næsta þriðjudagskvöldi. Þrjú verkalýðsfélög samþykktu verkfallsboðun í gær með meginþorra atkvæða. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur til fundar á fimmtudag. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að til að „skemma ekki komandi loðnuvertíð“ hafi félagið boðist til að framlengja gildandi samning til 1. maí gegn 250-300.000 króna eingreiðslu til hvers starfsmanns. Tilboðinu var hafnað. „Ég skynjaði jákvætt viðhorf frá forsvars- mönnum fyrirtækisins en það eru Samtök atvinnu- lífsins sem stjórna ferðinni,“ segir Vilhjálmur. „Það var slegið fast á útrétta hönd.“ Það hefði kostað um þrjár milljónir króna að samþykkja þessa leið til að koma í veg fyrir verkfallið á Akranesi. Sverrir Albertsson, formaður Afls – starfs- greinafélags á Austurlandi, segist hafa boðið samn- ing til eins árs með 20.000 króna taxtahækkun. Því hafi verið hafnað. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir verkalýðsfélögin sýna algjört ábyrgðarleysi. Þau muni framkalla loðnubrest af mannavöldum. „Þetta eru níutíu manns,“ segir hann. „Við ætlum ekki að láta eftir kröfum um umframhækkanir og framkalla verðbólgu hér á Íslandi. Þessir menn eru að valda samstarfsfólki sínu í viðkomandi fyrir- tækjum miklu tjóni; fyrirtækjunum sjálfum og samfélaginu öllu.“ - pg Samtök atvinnulífsins höfnuðu tilboði verkalýðsfélaga sem boða verkfall í loðnubræðslum: „Loðnubrestur af mannavöldum“ LOÐNUVERTÍÐ Verkalýðsfélögin vilja að félags- menn sínir njóti góðs af tekjuauka sjávar útvegsins vegna lágs gengis krónunnar. UMHVERFISMÁL Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Norræna húsið eru komin í samstarf um friðland í Vatnsmýrinni. „Tillögur um aðgerðir fela meðal annars í sér að tryggja Tjarnarfuglum öruggt varpland, uppræta ágengar plöntur og endurnýja og viðhalda líffræði- legum fjölbreytileika á svæðinu,“ segir í bréfi Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, og Max Dager, forstöðumanns Norræna hússins, til borgar ráðs sem samþykkti að hefja viðræður við þessa aðila um málið. Í bréfi Kristínar og Dager kemur fram að svæðið afmarkist af Hringbraut að norðanverðu, Njarðar- götu að austanverðu og Norræna húsinu og Öskju að sunnanverðu. Mörkin til vesturs liggja hins vegar ekki endanlega fyrir. Undanfarin misseri hafi ýmsar hugmyndir verið nefndar og kalla eftir áliti bæði inn- lendra og erlendra vísindamanna og sérfræðinga. „Margar áhugaverðar tillögur hafa komið fram er eiga það sameiginlegt að ýta undir náttúruvernd, endurheimt votlendis og áhuga almennings og ungs fólks á umhverfismálum. Eitt af meginmarkmiðum er að nýta friðlandið sem lifandi vettvang fyrir rann- sóknir í náttúruvísindum og til fræðslu fyrir börn og almenning,“ segja Kristín og Dager í áðurnefndu bréfi sínu. - gar Háskóli Íslands og Norræna húsið í samstarf við Reykjavíkurborg um friðland: Eyða ágengum plöntum í Vatnsmýri VATNSMÝRIN Endurheimta á votlendi og tryggja á fuglunum á Reykjavíkurtjörn öruggt varpsvæði í friðlandi Vatnsmýrar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÉLAGSMÁL Stjórn og varastjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur lýsir fyllsta trausti á Kristjáni Gunnarssyni til að gegna formennsku í félaginu og harmar þá ákvörðun hans að segja af sér formennsku í Starfs- greinasambandinu og draga sig út úr störfum fyrir ASÍ og lífeyr- issjóðinn Festu. Sjónarmið Kristjáns hafi orðið undir fjölmiðlaumræðu um málefni Sparisjóðs Keflavík- ur. Kristján hafi ákveðið að taka á sig meiri ábyrgð en tilefni var til. Hann hafi í raun axlað ábyrgð sem öðrum bar. „Fall Sparisjóðsins í Kefla- vík er ekki runnið undan stefnumörkun Kristjáns G. Gunnars sonar,“ segir í ályktun stjórnar Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur. - pg VFSK sendir frá sér ályktun: Styðja Kristján og segja aðra bera ábyrgðina RÚSSLAND, AP Doku Umarov, einn téténsku stríðsherranna sem enn berjast fyrir aðskilnaði Téténíu frá Rússlandi, segist bera ábyrgð á sprengjuárásinni á Domoded- ovo-flugvelli nálægt Moskvu í síðasta mánuði. Árásin kostaði 36 manns lífið. Rannsókn leiddi í ljós að tvítug- ur maður frá Kákasushéruðum Rússlands hafði sprengt sig þar í loft upp. Á myndbandi, sem birt var á mánudag, hótar Umarov fleiri árásum af þessu tagi. Hann hefur áður lýst yfir ábyrgð á hryðju- verkum í Rússlandi, þar á meðal sprengjuárásum í jarðlestakerfi Moskvu í mars á síðasta ári. - gb Sendi frá sér yfirlýsingu: Segist bera ábyrgð á árás DOKU UMAROV Sendi sjálfsvígsmann á flugvöll við Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP VÍSINDI Konur laðast frekar að körlum sem ekki láta í ljós til- finningar sínar til þeirra, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í Psychological Science vísindaritinu. Ástæðan gæti verið sú að konur eyða meiri tíma í að reyna að átta sig á því hvaða tilfinning- ar óræðir karlar bera til þeirra. Þær hugsa lengur um þá en um karla sem hafa gert tilfinningar sínar ljósar, sem eykur líkurnar á að þær laðist að þeim óræðu. Í rannsókninni fannst konum óræðir karlar mest aðlaðandi. Karlar sem sýndu hrifningu sína voru þó oftar aðlaðandi en þeir karlar sem konurnar vissu að voru ekki hrifnir af þeim. - bj Rannsaka hrifningu kvenna: Óræðir karlar heilla frekar Hefur þú séð uglu berum augum í náttúrunni? Já 65% Nei 35% SPURNING DAGSINS Í DAG Mundir þú kaupa megnið af fötum þínum í H&M ef slík verslun væri opnuð hérlendis? Segðu skoðun þína á Visir.is. KRÓATÍA, AP Viktor Orban, forsætis ráðherra Ungverja- lands, segir að í apríl fái Króatar væntan lega að vita hvenær þeir geta gengið í Evrópusambandið. Króatar hófu aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005 og vonast til að fá aðild á næsta ári. Orban segir að viðræðum ætti að ljúka í mars og dagsetning að liggja fyrir í apríl. Ungverjar fara sem stendur með formennsku í framkvæmda- stjórn ESB. - gb Orban vekur Króötum vonir: Dagsetning aðildar í apríl KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.