Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2011, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 09.02.2011, Qupperneq 19
 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Þ etta var alveg súperferð,“ segir Hans Kristján Guð- mundsson um för sína til Nepals nú í janúar með svifvænginn sinn. Þar var hann í þrjár vikur. „Það er vetur í Nepal, hitastigið 15-20 gráður yfir daginn en dettur niður undir frostmark á nóttunni. Ferðamátinn hjá mér gekk út á að fljúga af einu fjalli á annað með hjálp uppstreymisins, gista og halda áfram að kynnast framandi slóðum,“ lýsir hann. Hans Kristján rekur gisti- heimilið Flying Viking á Ránar- götu 10. Nafnið vísar að hluta til í áhugamálið, svifvængjaflug. „Maður þarf að vera svolítið lunkinn í að finna uppstreymi, fara eins hátt og maður getur og svífa á næsta stað. Kosturinn við svif- væng er sá að hægt er að pakka honum saman og hann vegur ekki nema 15-20 kíló,“ segir hann og kveðst hafa haft með sér mat, drykk, tjald og svefnpoka á ferðum sínum um Himalajafjöllin. Ég flaug meðal annars 50 kílómetra hring sem yfirleitt er ekki floginn á þessum árstíma. Yfir tvo fjall- garða og til baka og var eitthvað um þrjá klukkutíma í þeirri ferð,“ lýsir hann og kveðst hafa komist upp í 4.500 metra hæð. „Lands- lagið er ólýsanlegt og náttúra og mannlíf heillandi enda er Nepal Mekka útivistarfólks og á kvöldin hitti ég ferðalanga hvaðanæva að úr heiminum.“ gun@frettabladid.is Að svífa um heiðloftin blá yfir Himalajafjöllunum er eftirlæti Hans Kristjáns Guðmundssonar. Landslagið er ólýsanlegt MYND/ÚR EINKASAFNI Með fróðleik í fararnesti er yfirskrift reglulegra gönguferða sem Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands standa fyrir í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands. Næsta ferð er áætluð laugardaginn 12. febrúar en þá mun Pétur Ármannsson arkitekt leiða þátttakendur um miðbæinn til að skoða byggingar Guðjóns Samúelssonar. Ferðin hefst við Alþingishúsið klukkan 14. fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík, Selfossi og Barðanum Skútuvogi Startaðu betur í vetur TUDOR rafgeymirinn er hannaður til að lifa allan veturinn af. Forðastu óvæntar uppákomur. TUDOR rafgeymar - betra start í allan vetur! Boníto ehf. Praxis, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opið mán. – fim. kl. 11–17 fös. og lau. kl 11–16 Verona sportskór. Til í svörtu og hvítu. Stærðir 36-42. Verð 7.900 kr. California, með hrágúmmísóla. Til í svörtu og hvítu. Stærðir 35-46. Verð 12.990 Leðurskór. Svartir. Verð á par 14.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.