Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 23

Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 23
ferðir ●MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 3 Fjölbreyttir og spennandi áfangastaðir einkenna það úr- val sem er í boði hjá Ferðaskrif- stofunni VITA fyrir komandi vor og sumar. Ber þar helst að nefna nýjasta sólaráfanga- staðinn, grísku draumaeyjuna Korfu, en VITA verður með beint flug þangað í allt sumar. „Það hefur verið mikill vöxtur hjá okkur síðustu tvö ár og eftirspurn eftir ferðalögum er að aukast á ný. Við fundum fyrir miklum þrýst- ingi frá okkar viðskiptavinum um að bjóða upp á nýjan áfangastað næsta sumar og Korfu á Grikk- landi er okkar svar við því,“ segir Helgi Eysteinsson, framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofunnar VITA sem verður með beint flug til eyj- unnar Korfu í allt sumar. Korfu, sem liggur við mynni Adríahafsins og er með útsýni til meginlands Grikklands og Albaníu, hefur lengi verið vinsæll áfanga- staður meðal ferðamann frá öðrum Norðurlöndum en það er ekki fyrr en nú sem Íslendingum gefst kost- ur á að sækja eyjuna heim. „Það hefur verið ákveðið tóma- rúm á markaðnum eftir að ferða- skrifstofur hættu að vera með beint flug til Krítar. Veðurfar og andrúmsloftið á Korfu svipar mikið til Krítar en munurinn felst einkum í menningarþættinum, þar sem ferðamenn á Korfu upp- lifa skemmtilega blöndu af grískri og ítalskri stemningu,“ útskýrir Helgi. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á þessari grísku drauma- eyju að hans sögn. Korfu iðar af mannlífi allt sumarið og fjöl- breytt afþreying er í boði. Til að mynda er hægt að stunda köfun við strendurnar og annað sjósport, enda hafið hreint og tært. Þá eru víða litlar, skemmtilegar bryggjur lagðar út í víkur og flóa, þar sem hægt er að njóta þess að sitja í sól- inni. Þá er í boði skemmtanalíf fyrir alla aldurshópa. Sem dæmi finnst ungu fólki á öllum aldri gaman að heimsækja vatnagarðinn Aqualand meðan fullorðnir gætu notið þess að bregða sér út á lífið, en á Korfu eru fjölmargir barir, klúbbar og diskótek. Loks má nefna að hægt er upp- lifa blöndu af grískri og ítalskri stemningu í höfuðborginni Ker- kyra, nefnd Corfu Town á ensku. Hún hefur á sér meiri heimsborgar- brag en gerist í öðrum bæjum á eynni, þar sem finna má sögu- frægar byggingar, kaffihús, veit- ingastaði og sjarmerandi þröngar göngugötur. Fyrsta brottför er 28. maí og flogið verður á tíu til ellefu daga fresti fram að 1. október. Flogið verður í beinu leiguflugi í flugvélum frá Icelandair. Gríska draumaeyjan Korfu Ferðaskrifstofan Vita verður með beint flug til eyjunnar Korfu í allt sumar, þar sem hægt er að njóta lífsins í sólinni. Helgi Eysteinsson hjá Ferðaskrifstofunni VITA segir ferðamenn upplifa skemmtilega blöndu af grískri og ítalskri stemningu á Korfu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bodrum er lítill og heillandi hafnarbær við Eyjahafið í vesturhluta Tyrklands sem hefur slegið í gegn sem áfangastaður síðustu ár. Ferðaskrifstofan Vita verður með beint flug þangað með Icelandair í sumar frá 21. maí og til 27. september á þessu ári. Bodrum er meðal annars þekkt fyrir fal- lega höfn, sem segja má að sé lífæð bæjar- ins, en þar eru fjölmörg kaffihús og veitinga- staðir, þar sem ljúffengur matur er í boði, og spennandi verslanir, en hinn glæsilegi St. Péturskastali gnæfir yfir öllu saman. Þá er hægt að sóla sig á fögrum baðströnd- um, upplifa náttúruna í gegnum einstakt landslag eða heimsækjandi nærliggjandi smábæi og hafnarsvæði, í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð. Þar má upplifa raunverulegan menningarheim Vestur- Tyrkja, upplifa lífshætti þeirra og dagleg störf. Þeir sem vilja kynna sér enn betur menninguna á Bodrum-skaganum geta heim- sótt sögufræga staði á borð við grafhýsið í Halikarnassus og Efesus og Didyma, sem eru merkar borgarrústir. Heillandi hafnarbær Hægt er að gera ýmislegt sér til dundurs í Bodrum, meðal annars sóla sig á baðströndum og upplifa einstaka náttúru. Eftirfarandi borgarferðir verða í boði hjá Ferðaskrifstofunni VITA í vor. Dublin á Írlandi er einstök borg sem hefur unnið hug og hjörtu margra Íslendinga í gegnum árin, enda er varla annað hægt en að hrífast af umhverfinu, menningunni og lífsgleði inn- fæddra. Farnar verða tvær ferð- ir til Dublin á Írlandi: Páskaferð 21. til 25. apríl í fjórar nætur og þriggja nátta helgar ferð 29. apríl til 2. maí. Sevilla er höfuðborg Andalúsíu á Suður-Spáni. Þróttmikil og lifandi borg með sjarmerandi göngugötum, tapas-börum, iðandi mannlífi og flottum verslunum. Farnar verða þrjár ferðir til Sevilla: 31. mars-4. apríl í 4 nætur 5.-8. maí í 3 nætur 6.-9. maí í 3 nætur Auk þess býður VITA upp á vikulegt flug til Alicante frá 14. apríl til 6. október. Þaðan er stutt til Benidorm og Albir og býður VITA upp á fjölbreytt úrval af gistingu á því svæði. Einnig er mikið framboð af golfferðum, æfinga- og keppn- isferðum, göngu- og hjólaferð- um auk ýmissa annarra sérferða. Má þar nefna æv- intýralega ferð til Kína og Tíbet sem verður farin í septem- ber. Spennandi borgarferðir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.