Fréttablaðið - 09.02.2011, Page 26

Fréttablaðið - 09.02.2011, Page 26
 9. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR6 ● ferðir Pýramídar hafa fundist víða um heim. Meðal annars í Mið- og Suður-Ameríku, Súdan, Eþíópíu, Grikklandi, Kýpur, Ítalíu, Indlandi, Taílandi og á nokkrum eyjum í Kyrrahafi. Þekktastir eru pýramídarnir í Egyptalandi en þeirra frægastir eru pýramídarnir í Giza í norður- hluta landsins. Keops(Khufu)-pýramídinn í Giza, oft kallaður pýramídinn mikli, er stærsti pýramídi heims. Hann var eitt af upphaflegum sjö undrum veraldar og það eina sem enn stendur. Stóru pýramídarnir þrír í Giza; Keops, Kefren og Mýkerínos, eru kenndir við þá faraóa sem létu reisa þá. Þeir tilheyrðu fjórðu konungsættinni sem ríkti á árunum 2575 til 2465 f. Kr. Talið er að um 20 til 30 þúsund menn hafi byggt pýramídana við Giza á áttatíu ára tímabili. Keops-pýramídinn var 146,5 m hár og hliðar hans 230 m langar. Í dag er hæð hans aðeins 137 metrar en ræningjar hafa í gegnum tíðina stolið fínum ljósum kalksteini sem pýramídinn var klæddur með. Þeir steinar voru meðal annars notaðir til að byggja hús og moskur í Kaíró. Í pýramídanum, sem byggður er nánast eingöngu úr gulum kalk- steini, eru um 1,3 milljónir stein- blokka sem vega frá 2,5 tonnum upp í 15 tonn. Keops-pýramídinn er enn hæstur allra pýramída. Umfangs- mestur er þó pýramídinn í Cholula í Mexíkó. Árið 2008 höfðu 138 pýramídar fundist í Egyptalandi. Mun fleiri pýramída er þó að finna í Súdan, en þar eru þeir 220 talsins. Keops-pýramídinn var hæsta bygging heims allt þar til árið 1311 þegar dómkirkjan í Lincoln á Eng- landi var reist. Elstu pýramída Egyptalands er að finna í Saqqara en Djoser- pýramídinn er elstur, byggður 2630-2611 f.kr. Lengi var haldið að þrælar hefðu byggt pýramídana. Nú er talið að verkamennirnir hafi verið Egyptar og að stór þorp hafi myndast í kringum byggingar- framkvæmdirnar. Fornleifa- uppgröftur hefur sýnt að í þorpun- um voru bakarar, slátrarar, brugg- arar, hús, kirkjugarðar og jafnvel heilsugæsla enda eru dæmi þess að fólk lifði það af að missa útlim. Heimild: wikipedia.org, Vísindavefur.is og nationalgeographic.com Grafhýsi gullaldarkonunga Þekktastir eru pýramídarnir í Egypta- landi. NORDICPHOTOS/GETTY Stóru pýramídarnir þrír í Giza; Keops, Kefren og Mýkerínos, eru kenndir við þá faraóa sem létu reisa þá. Elsta og þekktasta dæmið um sfinx er stytta í Giza í Egyptalandi sem var reist á tímum Khafre konungs (um 2575-2465 fyrir Krist. Pýramída er að finna víðs vegar um heim, meðal annars í Suður-Ameríku. NORDICPHOTOS/GETTY Guðmundur Jónasson ehf. er al- hliða ferðaþjónustufyrirtæki. Ný- verið fór í loftið ný heimasíða, ferdir.is, þar sem er að finna ferð- ir bæði innanlands og utan. „Á vefsíðunni er fjölbreytt úrval ferða og þangað munum við tína reglulega inn nýjungar, eitt- hvað fyrir alla,“ segir Emil Örn Kristjáns son, deildarstjóri utan- landsdeildar. Fyrirtækið Guð- mund Jónasson þekkja flestir sem hópferðabíla enda hóf fyrirtækið starfsemi sína sem slíkt. Fyrir- tækið hefur þó í mörg ár skipulagt utanlandsferðir fyrir hópa, eins og starfsmannafélög, kvenfélög og klúbba og býður alhliða ferða- þjónustu á opnum markaði. „Við teljum okkur hafa góða reynslu af skipulagningu ferða og viljum bjóða fleirum að njóta ferða með okkur,“ segir Emil Örn og ítrekar að áhersla sé lögð á vand- aðar ferðir þar sem gestir fái sem mest fyrir aurinn. „Það einkennir ferðir hjá okkur að vel er haldið utan um hópinn. Ís- lensk fararstjórn er í öllum ferð- um og mikið við að vera fyrir ferðafólk. Við leggjum áherslu á menningar tengdar ferðir og einnig útivistarferðir og að fólk kynn- ist því svæði sem heimsótt er og sögu þess. Ferðirnar eru almennt hannaðar þannig að sem flestir geti notið þeirra óháð aldri eða at- gervi. Í vor verður til dæmis farið til Norður-Englands og Skotlands þar sem meðal annars verður lagt nokkuð upp úr því að kynnast fræg- ustu framleiðsluafurð Skota, viskíi og auk þess sögu og sérkennum landanna. Einnig er ferð til Würz- burg í Þýskalandi, þar sem einn- ig verður farið til Rothenborgar og um vínræktarhéraðið Franken og smakkað á vínframleiðslunni þar, og til Normandí í Frakklandi þar sem litið verður yfir vígvelli seinni heimsstyrjaldar og smakkað á ostum og eplavíni héraðsins. Þá er yfirgripsmikil ferð til Suður-Englands ein af vinsæl- ustu ferðunum hjá okkur. Einnig bjóðum við mjög vandaða ferð til Norður-Ítalíu á slóðir sem ekki hefur verið farið mikið á áður, svo sem um Como-vatn, Tórínó, vínræktarhéraðið Asti, Genúa og Cinque Terre.“ Ævintýrasigling til Grænlands er einnig ein af nýjungum fyrir- tækisins. Þá verður siglt með 80 manns á skipi í níu daga og tekið land á Grænlandi í gúmmí bátum. Grænlandsferðin er ekki eina siglingin sem í boði er en með Guð- mundi Jónassyni má einnig fara í fimm daga Rínarferð þar sem meðal annars er siglt upp eftir Rínarfljóti í þrjá daga og búið um borð í fljótaskipi. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar frá því að Guðmundur Jónasson fór fyrstu rútuferðina með ferðamenn inn á hálendið. „Guðmundur Jónasson var frumkvöðull á sínum tíma í ferða- þjónustu á Íslandi og við rekum ennþá öfluga innanlandsdeild. Við eigum nýtískulegan og stóran rútu- flota fyrir allar stærðir af hópum og við tökum að okkur að skipu- leggja lengri og skemmri ferðir bæði innanlands og utan fyrir minni og stærri hópa.“ Áhersla á menningarferðir Ferðaþjónustufyrirtækið Guðmundur Jónasson býður fjölbreytt úrval ferða bæði innanlands og utan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.