Barnablaðið - 01.04.1981, Side 8

Barnablaðið - 01.04.1981, Side 8
8 HÆTTULEGUR LEIKUR! Þessi saga er sönn og þeir sem koma hér fram, eru lifandi og geta staófest sannleiksgildi hennar. Magnús og Pétur voru frískir drengir, uppaldir í góðum heimilum. Þeim voru kenndar bænir og frásagan um Jesúm frá Nasaret, var þeim mjög kunn. Þeim gekk báóum mjög vel í skóla og kepptust vanalega um efsta sætiö í einkunnum. Mjótt var á mununum. Einkunnir þeirra voru mjög háar. Oft höföu þeir góóan frí- tíma og notuðu þeir stundirnar til aö fara í göngur. Fjaran og klettótt strönd voru afar vin- sælir göngustaöir. Ekki einungis vegna fegurðar í landslagi, heldur var særinn mjög breytilegur frá stillum í úfiö org og sog. Svo var alltaf eitt- hvaö aö sjá í ríki náttúrunnar, frá hvölum og niöur í margbreytilegar fuglategundir. Þaó voru fleiri en Magnús og Pétur, sem stunduðu gönguferóir. Oft kom fyrir, aö þeir rákust á menn, sem voru á skytteríi, bæði af þörf og svo stunduðu þetta ýmsir sem sport. Oft voru skytturnar lánsamar og gátu veitt villibráö, til þarfa heimila sinna og annarra. Bar þá vel í veiði, ef hnísa eöa selur náöust. Skarfur, svartfugl og endur voru eftirsótt villibráö.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.