Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 35

Barnablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 35
BARNABLAÐIÐ 35 vissu hvaö mig haföi langaö mikiö í bílabraut og nú voru þau spennt aö sjá svipinn á mér þegar ég fengi gjöfina. Pabbi rétti mér pakkann. Ég reif pappírinn rólega utan af honum. Ég var ekki vitundar ögn spenntur því ég vissi ósköp vel hvað var innan í honum. Þegar bílabrautin kom í Ijós, lést ég vera undr- andi. Pabbi og mamma sáu þaö og héldu aö ég væri óánægöur meö bílabrautina. En ég var þaö ekki. Ég var bara ekkert undrandi. Ég haföi tekið alla gleöina út fyrirfram. Nú sá ég eftir því. - Af hverju ertu svona leiður, Lambi minn? spuröi mamma. Er þetta öðruvísi bílabraut en þú hafðir hugsaö þér? Ég varö aö segja þeim sann- leikann. Annars yröu þau svo leið. Þau sem ætluðu aö koma mér á óvart. Ég sagöi þeim alla sólarsöguna. Hvernig ég haföi leitað aö gjöfunum og fundið þær undir sófanum og aö ég heföi vitað um bílabrautina í nokkra daga. Pabbi og mammatóku þessu ótrúlega vel. Þau sögöu aö ég myndi læra af þessu og sennilega væri þetta í síðasta sinn sem ég reyndi aö kíkja í pakkana áöur en jólin kæmu. Ég vara ykkur viö, lesendur góöir, freistist ekki til að kíkja í pakkana. Kær kveöja, Lambi. Hvaða hlutir tilheyra jóiunum? Settu kross í hringina viö hliöina á þeim myndum sem minna okkur á fæöingu Jesú.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.