19. júní


19. júní - 19.06.1951, Side 16

19. júní - 19.06.1951, Side 16
Er það ánægjuefni, að nú virðist liylla undir þetta markmið, þar sem Alþjóðavimmmálastofn- unin er einmitt þessa dagana að ganga frá ti I- lögum sínum til allra meðlima Sameinuðu þjóð- anna, um „sömu laun fyrir störf af sama verð- mæti“. Verður gerð nánnari grein fvrir þeim í þessu blaði. Framundan er að styðja konur til að vera sjálfar og láta í té allt það, sem með sanngirni er Iiægt að heimta af góðum þjóðfélagsborgara. Það þarf að fihna ráð til að hæfileikar kon- unnar — sérstaklega móðurinnar fái notið sín í félagsmála og atvinnulífinu. Nýlega var þess getið í blöðum og útvarpi, að fimmti hluti þjóðarinnar bafi setið á skólabekkj- um síðastliðinn vetur. Helmingurinn af þessum fjölda munu vera stúlkur, og þær eiga þá kröfu á hendur þjóðfélaginu og þjóðfélagið einnig til þeirra, að allt það fé og öil sú orka, sem fer lil þessa náms, komi báðum að gagni. Ungu konunni verður að vera tryggður sá réttur, að þjóðfélagið leggi ekki stein í götu hennar, þótt bún vilji tippfylla skyldur sínar við það sem móðir. Hún verður að geta treyst því, að bún eigi þess kost að standa fjárhags- lega á eigin fótum, og ef með þarf standa straum af uppeldi barna sinna. Enginn skilji orð mín svo, að ég vilji reka allar mæður og búsmæður burt af beimilunum og út í atvinnulífið, síður en svo. En ég álít að það minnsta, sem hægt sé að fara fram á, sé það, að þær konur, sem bafa þrek og liæfi- leika, vilja og getu til að notfæra sér ef til vill langt nám utan beimilis, jafnframt því að vera eiginkonur og mæður, eigi að fá að gera það, óáreittar af almenningsáliti og skattalöggjöf. Fjölskyldan, þar sem faðir og rnóðir taka liönd- um saman um uppeldi og framfærslu barnanna, er það, sem við allar óskum að sem flestir vcrði aðnjótandi, en reynslan sýnir, að fjöldi mæðra á þess eigi kost. Við hugleiðingar um barnauppeldi og barna- framfærslu vakna margar spurniugar og óskir, sem einmitt húsmæðurnar ættu að bafa skilyrði til að leysa, ef þær nokkurn tíma hefðu tíma til annars en að sjá börnunum fyrir daglegum þörf- um. En eins og nú er víðast báttað, taka beim- ilisstörfin alla krafta þeirra. Þessu verður að breyta lil batnaðar. Á þessari öld liöfum við bér á landi lifað gjörbyltingu alls atvinnulífs til sjávar og sveita. V or þekking er í molum. Mófiu og mistri liulió er mannlegt líj og hjúpaS feigSarskugga. Vér eygjum aóeins Ijós um lítinn glugga, vort lún, vort ólán er í framtíS dulÆ. En fyrirheit vér fengi‘8 um fraó liöfum, að fullkomnun vor bífíi órafjarri, og að veikur neisti veröi’ að birtu skœrri, að vitar Ijómi yfir dauöra gröfum. A8 loksins muni böl og harmar bartast, vort brotasilfur ver'öa fagurt smífti, oð eitt sinn rósir eyöimerkur skrýfti, og allir góSir draumar muni rœtast. Margrét Jónsdóttir. Hraðvirkar vélar vinna nú á skömmum tíma og fyrirhafnarlítið það, sem áður útheimti þrot- laust strit, en heimilisstörfin hjakka í sama far- inu, að öðru leyti en því að nú eru færri hend- ur til að vinna þau. Svo að segja á hverjum bæ eru til beyvinnuvélar, en á öllu landinu er aðeins eitt samvinnuþvottaliús, svo bara sé tekiö eitt dæmi. Þessu misræmi veldur ekki „vonzka“ karlmannanna, beldur áhrifa- og samtakaleysi kvennanna. íslenzkar konur, Kvenréttindafélag Islands skor- ar á ykkur til samvinnu fyrir bættum kjörurn kvenná til sjávar og sveita, til beilla fyrir þjóð- félagið. Aukum á næstu árum stórlega þátttöku kvenna á Alþingi, í bæjar- og sveitarstjórnar- málurn og hvarvetna er að gagni má verða. 19. JÚNl 2

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.