19. júní - 19.06.1951, Qupperneq 26
sem á sér stað hið innra með mönnum og mál-
leysingjum, ekki fremnr en sett sig lil lilítar
í spor þess manns, sem skyndilega er hrifinn
frá heimili sínu og linepptur í fjötra innan járn-
bendra dyra. Það er næsta undrunarvert, live
mislynt og mismunandi tíðarfarið getur verið hér
á þessu litla landi okkar, því liér um Borgar-
fjörð og suðvesturhluta landsins var eitt hið
bezta sumar síðastliðið ár og veturinn snjóléttur
og lirakviðralaus, en óvenjulega langstæð frost,
})ó væg væru. Bóndi einn hér í grennd sagði
við mig nýskeð, að hann hefði aldrei séð hér
svo kuldalegt útlit á sumardaginn fyrsta, eins
og nú í vor, 10 stiga frost, nýjar fannir niður
fjallsldíðarnar og fjörðurinn ísi lagður.
En svo kom blíðan, liægt og notalega, og nú
teigir gróðurnálin sig upp úr túnunum og far-
fuglarnir syngja vorljóð sín. Allt lifnar við og
teigar fjör og þrótt úr liressandi vorloftinu.
Kýrnar finna ferskan vorilminn, ef fjósið er op-
ið og fara að baula og hænurnar viðra vetrar-
kjólana og verða fjaðrafínar með liárauða kamb-
ana og vappa starfsamar kring um bæinn.
Hvarvetna finnur hin starfandi hönd ný og
ný verkefni, sem vorið leggur mönnum á herð-
ar og fær þeim í hendur og við hér í sveitinni
sjáum ekki út úr þeiin störfum, sem krefjast
skjótra aðgerða, því hendurnar eru svo fáar
til starfa á bæjunum, en verkefnin eru fleiri
og meira aðkallandi þegar seint vorar.
Börnin em glöð yfir því að vera laus við skóla
o'c próf orr mega nú vera út um allt með full-
orðna fólkinu og hjálpa til og lilakka til að
fá bráðum ;>ð sjá lítil lömb og lítil folöld, og
finna kannske hreiður með eggjum. Hin elztu
þeirra hafa þegar stigið yfir hina ósýnilegu
merkjalínu milli bernsku- og unglingsáranna og
ganga nú í hóp fullorðna fólksins. Þau fá ný
áliugaefni og liorfa vonglöð móti framtíðinni, því
þeirra er landið og allt, sem ehlra fólkið liefur
á sig lagt og eftir skilið að leiðarlokum.
Það hafa orðið stórfe!Idar framfarir á mörg-
um sviðum í málefnum sveitanna og búnaðar-
háttum síðasta liálfa öld, þó ekki sé lengra litið
til baka. Byggingarframkvæmdir, stóraukin rækt-
un og framræsla, vega- og brúargerð, hafnarbæt-
ur og mikill véla- og bílakostur til stóraukinna
afkasta og léttis við framleiðsluna, einnig votheys-
gerð og súgþurrkun, sem því miður er enn ekki
hagnýtt sem skyldi til öryggis í óþurrkasumrum
og flýtisauka við heyöflunina o. f]., sem mætti
19. JÚNÍ
telja til gagns og ánægju, svo sem síma og út-
varp. Það er líka ánægjulegt að lieyra talað
um að reistar verði sements- og áburðarverksmiðj-
ur liér á landi, því ekki er lítil })örf fyrir þeirra
vörur. Mér finnst það hlyti að liafa mikla þýð-
ingu fyrir sveitirnar og framfaramál þeirra.
En ekki finnst mér það vansalaust, að enn
skuli ekki vera ræktaðar nægilega miklar kart-
öflur í landinu sjálfu, en sú vara flutt inn í
stórum stíl fyrir ærna peninga, vara, sem til-
tölulega auðvelt er að rækta í flestum sveitum
og sjávarplássum, en látið vanta sökum gjald-
eyrisskorts ótalmargt annað, sem brýn þörf er
fyrir og engin leið er að framleiða liér.
Hinsvegar er ánægjulegur og lofsverður áliugi
sá, sem mjög færist í vöxt á ræktun skóga og
skrautgarða og liverskonar garðrækt og aðhlynn-
ing á gróðri landsins og er þar þó vafalaust að-
eins um byrjunarstarf að ræða. Þar tekur liin
uuga kynslóð við og liagnýtir sér vísindi og tækni
á því sviði og græðir og bætir fyrir rányrkju
fyrri tíma. Ég óska þess að minnsta kosti og
vona, að áður en langt um líður verði skóg-
græn skikkja lögð um herðar Fjallkonunnar í
stað hinnar fyrri er hún bar, þegar hun bauð
hinum landflótta forfeðrum vorum víðáttumikl-
ar lendur, friðsæl heimili og fegurð og öryggi í
skjóli skóga og hátignarlegra jöktilkrýndra fjalla.
Þróttinn hún finnur. Ofl í æðum funa,
ólgandi fossa kynjamögnin duna.
Auðlindir sævar ótæmandi bruna.
Ónotuð frjógnótt beiskju vekur muna,
kvað hið bjartsýna skáld og glæsilegi foringi
Hannes Hafstein á morgni þessarar aldar til Fjall-
konunnar. Og einnig þetta:
Árdegið kallar, áfram liggja sporin.
Fnn er ei vorri framtíð stakkur skorinn.
Það eru kynjamögn fossanna, sem þarf að
liagnýta fyrir sveitirnar. Það þarf að vinna að
því á skipulegan og liagkvæman hátt að leiða
rafmagn á sem flesta ba:i um landið þvert og
endilangt og skapa með })ví möguleika til marg-
víslegrar vélastarfsemi og aukin þægindi og lirein-
læti á heimilunum.
Sveitirnar þurfa að geta boðið unga fólkinu
nokkuð af þeim þægindum sem það býr við á
skólaárum sínum, ef það á að fella sig við að
12