19. júní


19. júní - 19.06.1951, Side 27

19. júní - 19.06.1951, Side 27
I setjast þar að og taka til starfa af lífi of; sál, og lialda áfram þar sem fyrri kynslóð lét stað- ar numið. Sveitafólkið lieimtir ekki sín daglaun að kvöldum eins og St. G. Stepliansson orðar það, og því verður að búa vel að því frá þjóðfélags- nts liálfu, því hagnaðurinn af erfiði þess fellur allur í skaut framtíðarinnar. En væri þeim málefnum alvarlega gaumur gefinn, sem auka á þægindi sveitalífsins og létta undir með þeim, sem vilja lielga starfinu og moldinni krafta sína, þá hef ég þá trú, að æska þessa lands eigi í fórum sínum það táp og fjör sem vel væri trúandi til þess að yrkja í mel og niold slík æfintýri sem gefur að líta bæði á Sámstöðum, Stafafelli, Múlakoti og víðar. Einnig á Island gnægð af söndum eins og óskrif- uð blöð, sem ei er fyrir að synja að einbverjir æskumenn eigi eftir að yrkja á dagdrauma sína. Og líklega er það eitt með öðru af kostnm okk- ar ástkæra fósturlands, bve óendanlega mörg verkefní eru bér enn óleyst, og ónotuð lönd, sem bjóða dáðrökkum landnemum að reyna kraftana. En þeir menn og konur sem befjast handa um slík framfaramál ldýða því boðorði H. H. „að clska og byggja og treysta á landið“. I þeim hópi má eflaust brátt telja ungu Reykjavíkur- stúlkuna, sem stundar nú nám við búnaðarskól- ann á Hólum. En framar öllu öðru álít ég, að það sé raf- magnið, sem sveitirnar þurfi til ]>ess að laða unga fólkið að sér. Komi það almennt til af- uota, sem Ijós- og aflgjafi, ])á mun birta, ylur og vinnugleði fylgja því og sveitalífið blómgast á nýjan leik, með félagslegum samtökum, iðnaði «g örum vexti margvíslegra framfaramála. Þá finnur unga fólkið bamingju sína innan veggja heimilanna og verkefni við sitt liæfi að frjálsu vali og ])á mun enn á ný vaxa upp á garnla Fróni, við móðurbrjóst náttúrunnar, beilbrigð kynslóð og djarfhuga menn og konur, sem kunna að Hfa og starfa í samræmi við hið íslenzka veður- og náttúrufar og geta jafnt boðið því óblíða byrginn og teygað af lindtim unaðar og fegurðar, sem börn Fjallkonunnar bafa til þessa löngum liaft glöggt auga fyrir. Brjóst þín hvelfdu, blómamóðir, bjóða væra hvíld og ró. Eiga vildi’ ég eftir slóðir ógengnar í þínum skóg. Svo segir einn borgfirzkur bóndi í einu kvæði, þar sem liann lýsir fegurð og mikilleik íslenzkrar náttúru, og e. t. v. hugsa fleiri þannig. Lýk ég svo þessum vorboðahugleiðingum mín- um með erindi B. Ásgeirssonar úr hans inndæla smákvæði: „Söngur sáðmannsins“: Vígjum oss í verki vorri gróðurmold, hefjum liennar merki hátt á móðurfold! Hér er lielgur staður — hér sem lífið grær. íslands æskumaður. Islands frjálsa mær! Árdal 17. maí 1951. Halldóra Hjartardóttir. Læknir nokkur var þekktur fyrir, hve orðfár hann var. Einu sinni hitti bann jafningja sinn á því sviði. Var það stúlka, sem sýndi honum bönd sína, mjög bólgna og illa útlítandi. „Brunasár?“ spurði læknirinn. „Skurðarsár“, svaraði stúlkan. „Bakstrar“, skipar læknirinn. Næsta dag kom sjúklingurinn aftur, og þá fór eftirfarandi samtal fram: „Betri“. „Verri“. „Fleiri bakstra“. Tveim dögum seinna kom sjúklingurinn aftur. „Betri?“ spyr læknirinn. „Frísk. Hvað mikið?“ „Ekkert“, sagði læknirinn. „Skynsamasta stúlka sem ég bef hitt“. Sex ára telpa var að skoða mynd frá brúðkaupi foreldra sinna. Pabbi hennar sagði henni frá brúðkaupinu og reyndi að skýra fvrir henni þýðingu þess. Allt í einu ranu upp Ijós fyrir lillu stúlkvuini. „Ó, nú skil ég“, hrópaði hún. „Það var þegar þú fékkst mömmu til að koma og vinna fyrir okkur“. 13 19. J ÚNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.