19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 11
Þegar viS komum ofan af Hríshálsinum, var rætt um, hvort betra væri að fara yfir Hjaltadalsána fyrir neðan Garðakot eða á eyrunum milli Kjar- Valsstaða og Kálfsstaða, og varð hið síðarnefnda að ráði. Það var þoka í Hjaltadalnum, þó ekki nema niður að fjallarótum. Þegar sást til bæja, sagði pabbi mér, hvað þeir hétu. Áin var mikill farartámli; hún var talsvert mikil, eins og hún er oft á vorin. Það var hlaupið og stokkið og snúizt, hóað og sigað og gelt, en þegar við höfðum hring- sólað á aðra klukkustund, var þó allt komið klak- laust yfir, menn og skepnur. Lömbin voru nú lát- in grípa niður á bakkanum fyrir austan ána, en við settumst niður og tókum upp nestið okkar, og man ég við höfðum reyktar svartfuglsbringur, sem mér þótti mesti sælgætismatur. Þegar við höfðum matazt og hvílt okkur góða stund, héldu þeir heim- leiðis Jón Guðmundsson og Ásmundur. Ég var áttavillt eftir eltingaleikinn við lömbin, og þótti mér Víðines og Brekkukot vera vestan við ána, Kálfsstaðir og Kjarvalsstaðir austan. Áfram var haldið með lömbin. Þau voru farin að þreytast, og við vorum lengi að koma þeim yfir Ásinn, sem skilur Hjaltadal og Kolbeinsdal, en „kemst, þó hægt fari“. Þegar við höfðum komið þeim fram fyrir túngarðinn á Fjalli, sem jafnfj-amt var afréttar- garður, sneru þeir til baka pabbi minn og Pétur og ég, en Jón og Guðmundur ætluðu að ýta lömb- unum eitthvað lengra og vera hjá þeim, meðan þau væru að spekjast, og var talað um, að við bið- um eftir þeim í Ásgeirsbrekku. Nú var hægt að fara hraðar um foldu, þegar við vorum laus við lömbin. Þegar við komum ofan af Ásnum aftur niður í Hjaltadalinn, komu bræð- urnir sér saman um að reyna hesta sína út og nið- ur að ánni og bíða þar eftir mér. Hesturinn pabba hét Herrauður, hesturinn Péturs Bliki. Þeir höfðu verið gæðingar á sinni tíð, en voru nú farnir að eldast eins og eigendurnar. Þeir hleyptu nú á sprett. Ekki man ég, hvor varð fljótari, ég rólaði'á Kulda mínum langt á eftir, var orðin hálfsyfjuð. Þegar við komum yfir ána, sagði pabbi: „Nú langar mig að skreppa upp að Kjarvalsstöðum og fá morgun- kaffi hjá honum Jóni mínum.“ Þá sagði Pétur: „Ég lofaði nú Jóni mínum í Garðakoti því seinast, þegar við sáumst, að koma við hjá honum, næst þegar ég færi um dalinn." Hélt hann þvi áfram út í Garðakot, en við pabbi fórum heim að Kjar- valsstöðum. Nú var sólin komin upp og skein yfir döggvotan dalinn, þokan horfin fyrii- sunnanblæn- um. Mér fannst Hjaltadalurinn fallegur, en ekki flaug mér í hug, að ég ætti eftir að eyða þar mest- um hluta langrar ævi. Pabbi benti mér heim að Hólum. Sá ég nú staðinn í fyrsta sinn og þó ekki nema tilsýndar, steinkirkjuna fögru, sem þá bar af öllum húsum á Norðurlandi, og þrjá torfbæi í stóru iðgrænu túni. Það var lokaður bær á Kjar- valsstöðum, þegar við riðum i hlaðið, og ekki far- ið að rjúka. Þá vissum við, að enginn væri kom- inn á fætur. Við fórum af baki, en pabbi hikaði við að berja að dyrum, þótti það of snemmt, en of áliðið til að guða á glugga. En ekki þurftum við lengi að standa úti. Hund- arnir fengu veður af gestkomunni og fóru að gelta inni í bænum, síðan opnuðust bæjardyrnar, og út kom bóndinn Jón Árnason. Hann tók kveðju okk- ar glaðlega og bauð okkur í bæinn. Þegar við kom- um inn í baðstofuna, var húsmóðirin Kristrún Guð- mundsdóttir að ljiika við að klæða sig. Hún breiddi í snatri yfir rúm sitt og bauð okkur pabba að sitja. Svo tók hún stóra skál ofan af hillu, sem var yfir rúminu, og gaf okkur að drekka. 1 skálinni var nýmjólk með þykkri rjómahúð. Við urðum mjólk- inni fegin, því að auðvitað höfðum við ekki haft annað að drekka en vatnið úr Hjaltadalsánni með síðustu máltíð. Þegar við höfðum drukkið af beztu lyst, fór Kristrún fram til að taka upp eldinn. Þá gægðust tvö ungleg stúlkuhöfuð upp úr næsta rúmi. Það voru fósturdætur Kristrúnar og systur- dætur, Guðrún og Kristrún Pétursdætur, og ég man, hvað mér þóttu þær laglegar og sviphýrar. Þær fóru nú að spjalla við mig, og fannst mér þær eins skemmtilegar og mér leizt vel á þær. Pabbi minn og Jón töluðu um eitthvað sín á milli. Svo kom Kristrún inn með kaffi, og dnakkum við pabbi við stóra kommóðu, sem var hjá rúminu hennar. Henni þótti ég drekka lítið af kaffinu — ég var engin kaffimanneskja í þá daga. Þá tók hún stóran kandísmola og hveitiköku upp úr kommóðuskúffu og sagði mér að hafa i nesti, þótti mér hvort tveggja harla girnilegt. Eftir góða hressingu og hvíld á Kjarvalsstöðum héldum við áfram út dalinn, nú rauk á hverjum bæ. Pétur náði okkur skammt fyrir ofan Hringver. Fórum við nú, sem leið liggur, til Ásgeirsbrekku. Þar bjuggu þá stórbúi Björn Pálmason og Sigríður Eldjárnsdóttir. Björn var úti við, þegar við kom- um, og bauð hann okkur til stofu. Varla höfðum við setið þar drykklanga stund, þegar Jón og Guð- 19. JÚNl 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.