19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 34

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 34
HEIMSDKN SALFRÆÐINGS Á síðastliðnu vori gekkst Kvenréttindafélag Is- lands og Barnaverndarfélag Reykjavíkur fyrir því að fá frú Karen Berntsen afbrotasálfræðing til landsins til þess að halda fyrirlestra um sálfræði- lega hjálparstarfsemi, sem unnin hefur verið í Dan- mörku undanfarin 10 ár bæði í skólum og fang- elsum. Frú Karen Berntsen er einn þeirra tólf sálfræð- inga, sem starfað hafa að þessum málum við fang- elsi í Danmörku, og hefur lengst af verið eina kon- an í þeim hópi. Frúin hélt tvo fyrirlestra fyrir almenning í Há- skólanum við góða heimsókn. Fyrri fyrirlesturinn hét „Institutions Behand- ling“, og fjallaði hann um meðferð og aðstoð við afbrotamenn, mestmegnis unglinga í fangelsum og á stofnunum. Rakti frúin, hvernig reynslan hefði sýnt, að unglingar, sem dæmdir voru til fangavistar lengri eða skemmri tíma, voru oft að vistinni lokinni verr settir en áður til þess að vinna fyrir sér og taka upp eðlilega lifnaðarhætti. Fang- elsi fyrri tíma, sem að vísu voru nefnd „betrunar- hús“, gerðu þó ekkert til þess að bæta eða byggja upp unglinga eins og þurfti, á meðan á refsivist stóð. Einangrun í dimmum, óvistlegum klefa, við þröngan og vondan kost eða erfiða og auðmýkj- andi vinnu, fylltu oft ungmennið hatri og beiskju gagnvart samfélaginu. Þegar fangavistinni lauk, voru öll tengsl frændsemi, fjölskyldu eða vina slit- in, og unglingurinn stóð einn og ráðalaus. Fang- elsisvistin hafði rýrt atvinnumöguleika hans og brotið viljaþrek hans. Allt of oft lenti unglingur- inn í vandræðum sínum aftur í hópi þeirra, sem eins var ástatt um, sagan endurtók sig, sami ung- lingurinn féll dýpra og dýpra í vonlausri baráttu að tileinka sér eðlilega lifnaðarhætti. Afskipti og aðstoð sálfræðinganna er margvís- leg. Fyrst og fremst reyna þeir að kynnast ein- staklingnum og hafa áhrif á sálarlif hans, finna orsakir afbrotahneigðarinnar og finna honum kennslu og atvinnu við einhver þau verk, er hugur hans stendur til eða hægt er að vekja áhuga hans fyrir, heimsækja fangann og vinna svo traust hans, að hann finni í sálfræðingnum þann vin, sem hann getur leitað til i vandræðum sínum, bæði á meðan á fangavist stendur og eftir að henni er lokið. Sálfræðingurinn er einnig tengiliður á milli ættingja eða heimilis, og oft er föngum leyft að fara um stundarsakir út í fylgd með þessum trúnaðarmanni. Þannig er reynt að undirbúa ung- linginn og það umhverfi, sem hann á að koma í að gæzluvist lokinni. Það eru aðeins 10 ár, frá því er farið var að beita þessari aðstoð og enduruppeldi, eins og það er nefnt, en athuganir hafa þó leitt í Ijós, að tölu- vert hefur áunnizt með því. Rannsókn, sem gerð var á 126 föngum, sem notið höfðu handleiðslu sálfræðinga, og annarra 126 fanga, er engrar aðstoðar höfðu notið, sýndi, að 43% þeirra, er engrar aðstoðar nutu, gerðust aftur brotlegir, áður en 3 ár voru liðin, frá því er gæzluvist þeirra lauk, en aðeins 29% þeirra, er sálfræðilegrar aðstoðar höfðu notið. Síðari fyrirlestur sinn nefndi frú Karen Bernt- sen „Ambulant Behandling" eða meðferð sjúkra — eða miður sín. Fyrirlesturinn fjallaði um margþætta aðstoð, sem veitt er börnum og unglingum á öllum aldri, sem eru munaðarlaus eða hafa einhverja hegð- unargalla eða geðveilu, er leitt gæti til vandræða og orsakað það, að börnin þroskist ekki eðlilega, heldur lendi afvega á ungum aldri. Að þessu hjálparstarfi vinnur með sálfræðing- um mikill fjöldi áhugamanna um velferðarmál sem trúnaðarmenn og vinir barnanna. Mörg félaga- samtök skipuleggja starfið og njóta til þess styrks frá hinu opinbera. 1 Danmörku eru nú starfandi barnasálfræðingar við flesta barnaskóla. Sálfræðingarnir fá erfiðu börnin til meðferðar, þau börn, sem vanrækja skólann eða brjóta mjög allar reglur. Þeir kynnast baminu, foreldrum þess og heimilisháttum, leita orsakanna fyrir hegðun barnsins, sem oft er að finna í heimilislífinu, og reyna að hafa áhrif á heimilið og umfram allt að fá foreldrana til þess að taka þátt í hjálparstarfinu. 32 19. JtJNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.