19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 19

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 19
Fyrir aðeins einu ári voru til lög á Islandi, sem telja mátti, að mæltu svo fyrir, að refsa skyldi konum fyrir að ganga í hjónaband, ef þær höfðu launuð störf. í skattalögunum voru þau ákvæði, að leggja skyldi saman tekjur hjóna og skattleggja sem einn hefði aflað. Munurinn á þeim skatti, sem hjón eða svokallað sambýlisfólk þurfti að greiða, gat numið verulegum upphæðum, og var ekki óalgengt, að eyða þyrfti þá aukalega um 10 —20 þúsund krónum í fyrirtækið hjónaband. — Kvenréttindafélag Islands hafði um tug ára barizt ötullega fyrir því að fá þessari löggjöf breytt. En árangurinn virtist ekki meiri en hjá dropanum við að hola steininn. Þó kom að því í júnímánuði 1957, að þáverandi fjármálaráðherra Eysteinn Jónsson skipaði fimm manna nefnd til að „athuga aðstöðu hjóna til skattgreiðslu og gera tillögur um þau mál“. Nefnd þessa skipuðu: Karl Kristjánsson, sem var formaður, Adda Bára Sigfúsdóttir, Guðmundur Þorláksson, Magnús Jónsson og Valborg Bents- dóttir. Nefndin skilaði áliti á útmánuðum 1958, og voru tillögur þær, sem hún lagði fram, sam- þykktar á Alþingi á síðasta vori. Helztu nýmæli þessarar nýju breytingar á skattalögunum er, að vinni gift kona fyrir skatt- skyldum tekjum og telji þær fram ásamt með tekj- um eiginmanns síns, fær hún helming þeirra skatt- frjálsan. Hins vegar er henni heimilt, ef hún óskar þess, að telja fram sérstaklega, og greiða þá hjón- in skatt sem tveir einstaklingar væru. Oftast nær er mjög svipað frá fjárhagslegu sjónarmiði, livor leiðin er valin, ef um fullan vinnudag er að ræða hjá báðum, en fyrri leiðin er tvímælalaust hag- stæðari, ef konan vinnur, t. d. hálfan dag eða minna. — Einstæðir framfærendur fá aukinn per- sónufrádrátt vegna ómaga og heimilisfrádrátt, ef þeir hafa heimili fyrir börn sín. Þetta nýmæli er mikil réttarbót fyrir einstæðar mæður. Auk þess var persónufrádráttur allra hjóna hækkaður að nokkru, og er hann nú samanlagt sem tveggja ein- staklinga, en var lægri áður. Ekki þótti nefndarmönnum fært að koma fram með öllu djarfari eða viðtækari tillögur á þessu stigi málsins, en töldu, að með þessari breytingu væri afmáður ljótasti bletturinn á skattalöggjöfinni. Og má nú taka undir þá ósk, sem fyrrverandi fjár- málaráðherra bar fram á síðastliðnu hausti i fjár- lagaræðu sinni, að vonandi „fjölgaði nú farsælum hjónaböndum". Valborg Bentsdóttir. r, ------ -..... ........................^ lngibjörg Sveinsdóttir hét kona, heimilis- föst í Árnessýslu fyrir og eftir síðustu alda- mót. Imba gerði töluvert að því að yrkja, en hlaut harla lítið lof fyrir. Fyrsti snjórinn. Mikil úti vætan er út um alla móa. Áfram heldur skaparinn ofan á jörð að snjóa. Stúlka fótkrotnaði. Hér liggur snót með brotinn fót. Hlaut hún slys á vegi. Smátt og smátt fær heilsubót guðs að ganga á vegi. Aumingja greyið! Rómantík í slwgjunni. Liður undir sólarlag segir klukkan hans. Á hvítu haldi slær hann, og hlýtt er mér til hans.. !_____________________— ---------------- ---b Heimboð til Hafnar. Dansk Kvindesamfund bauð fimm konum frá hverju kvenréttindafélagi á Norðurlöndum að dveljast fimm daga í Kaupmannahöfn síðastliðið vor. Ein kona frá KRFf þáði boðið, Kristín Bjarna- dóttir. 19. JONl 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.