19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 23
Að loknum morgunverkum kemur húsfreyja inn með sortulyngslitaðan sauðarbjór. Hefur hún lagt hann í bleyti kvöldinu áður og þurrkað liann upp um morguninn. Hann er vel rakaður — það hefur húsbóndinn sjálfur annazt, svo að ekki yrðu mistök á. Húsfreyja tekur hreinlegan poka, hreið- ir hann fremst á baðstofugólfið, krýpur á hann, tekur bjórinn, leggur hann saman á langveginn og ristir úr honum miðjuna með beittum hníf, það er hrygglengjan 7 þumlunga breið. Hún spannar lengjuna og sér, eins og hún vænti, að þar fær hún tvenn skæði í skó handa húsbóndanum og vinnumanninum. Þá ristir hún af síðulengjurnar báðar, 6 þumlunga breiðar, og fær þrjú skæði úr hvorri eða í þrenna skó: handa sjálfri sér, dóttur sinni 11—12 ára og vinnukonunni. Af því að bjór- inn er af vænum sauð, fær hún í skó handa yngri börnunum tveimur úr náralengjunum, sem ann- ars eru notaðar í bætur á skó. Hún sníður síðan til skæðin í hverja skó, hefur þau lítið eitt mjórri til hælsins og sker af hæltotuna, en leggur þau síðan í lítinn trébala. Siðan er skógerðin hafin, meðan miðdegisverðurinn sýður i pottinum. Hús- freyja situr ó rúmi sínu, en dóttir hennar dregur kistil undan rúminu og sezt á hann. Henni á nú ekki lengur að vera ofvaxið að gera sína eigin jólaskó og hjálpa til við fleiri. Móðir hennar dreg- ur upp nálhús úr vasa sínum; það er veski þrí- hólfað, hólfin úr leggjum af ólftafjöðrum og elti- skinn saumað utan um, lokið áfast og hneppt með glertölu hvítri. f einu hólfinu geymir hún saum- nálar, einkum grófar nálar, sem skólín gengur eft- ir; í öðru hólfinu hefur hún þrístrendar nólar, sem hún notar við leður og annað þykkt skinn; í þriðja hólfinu eru skónálar eða varpanálar, gróf- ar og fínar; nú á að nota þær fínni á sauðskinnið. Húsfreyja seilist í þilkistu, sem hangir yfir höfða- gafli rúmsins og tekur þar sauðarlegg með tog- þræði, þráðurinn er snúðharður og ótvinnaður. Vinnukonan kemur nú inn frá því að líta eftir pottunum og bæta á eldinn og sezt á sitt rúm. Húsfreyja réttir henni skæðin handa vinnumann- inum og sjálfri henni, fær hcnni saumgarn og nálar, sem til þarf, en hún er þá svo ráðsett að eiga sjálf nálhús og nálar. Heimasætan er þegar byrj- uð á sínum skóm og gerir aftursting á tásaum- ana með einföldu skólíni, en þær eldri halda gam- alli venju og sauma þá með lausastangli. „Það reynir meira á saumþráðinn,“ segir húsfreyja, „en skólínið er nægilega sterkt, sé það haft tvöfalt." Hælsaumana gera þær með skósaum. Síðan verpa þær skóna með tvöföldum togþræði, taka grunnt í skóinn, svo að varpið verði sem fyrirferðarminnst og bryddingin geti orðið mjó og fínleg. Þær máta skóna jafnóðum á sig og börnin, „því að varpið — skóopið þarf að falla að fætinum, áður en brytt er“, segir húsfreyja, „það má ckki vera mjög rúmt, þá fláir bryddingin, og ekki þröngt um of, því að þá getur bryddingin sært.“ Um nónbilið hafa þær lokið „að gera skóna undir bryddinguna,“ eins og kallað var. Er þá kominn miðdegisverðartími, og verður nú hlé á skógerðinni, meðan matazt er og gengið frá i búri og eldhúsi. Rökkvað er í baðstof- unni, þegar þær taka aftur til við skógerðina. Hús- freyja kveikir á allstórum hengilampa, sem ekki er þó notaður, nema þegar meira er um að vera, en nú er þörf á góðri birtu við að brydda skóna. Hún tekur fram fannhvítt bryddingaskinn og ristir af því margar ræmur tæplega tveggja sm breiðar. Síðan taka þær sinn skóinn hver og eltiskinnsræmu með og byrja á að festa ræmuna við hælsauminn, sauma hana síðan við skóopið með aftursting, rétt neðan við varpið, svo að það hverfi undir brydd- inguna. Að því búnu snúa þær skónum við og leggja niður við bryddinguna á röngunni, taka grunnt í skóinn, svo að sporin sjáist ekki í gegn, og hafa bryddinguna mjóa og jafna. Þegar bóndi og vinnumaður koma inn frá gegningunum, eru allir skórnir fullgerðir nema þeirra. Börnin eru komin á sína skó, og hefur móðir þeirra dregið í þá hvít eltiskinnsbönd neðan við bryddinguna á hælnum, krosslagt þau og bundið upp um ökklann með tveimur lykkjum. Þau ætla í gleði sinni að hlaupa fram göng á móti pabba sínum, þegar þau heyra hann stappa af sér snjóinn í bæjardyrunum, en móðir þeirra kallar til þeirra. Enginn má stíga á moldargólf á spánýjum jólaskóm! Karlmennirnir eru farnir úr útifötunum, skóm og sokkum, og húsfreyja réttir þeim betri sokkana, því að nú eiga þeir að bera upp og máta sina skó. Þegar kvöldverði er lokið, hafa allir sett upp nýja skó. Húsbóndinn tekur bók af hillu yfir rúmi sínu og les upphátt, á meðan jólaskórnir lagast og harðna á fótum fólksins. Yngri börnin eru sofn- uð. Aðrir sitja með prjóna sína. Þegar allir eru gengnir til hvílu nema húsfreyjan, tekur hún alla skóna, ber þá fram í búr og raðar þeim á búrbit- ann. Þar geymast þeir hæfilcga harðir til jóla. Ilólmfrí'Öur Pctursdóttir. 19. J 0 N1 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.