19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 30
Yifital
Jóhanna
Egilsdóttir
Frú Jóhanna Egilsdóttir, formaður Yerkakvenna-
félagsins Framsóknar í Reykjavík, er ein athyglis-
verðasta kona, sem ég hef haft kynni af, og þótt
hún sé nú á 78. aldursári, er hún svo ungleg, að
furðu gegnir, og hefur aldrei meir en nú notið
trausts og virðingar i félagi því, sem hún veitir
forystu. Árum saman hefur frú Jóhanna verið
mjög virkur þátttakandi í íslenzkum kvennasam-
tökum og því harla vel viðeigandi að kynna hana
ofurlítið lesendum 19. júní.
Ég skauzt því til hennar hérna á dögunum á
skrifstofu verkakvennafélagsins og skrafaði við
hana stundarkorn. Jóhanna er Skaftfellingur að
ætt, en fluttist ung úr heimahögum sínum. Árið
1904 settist hún að hér í Reykjavík, þar sem hún
hefur átt heima síðan. Sama ár giftist hún Ingi-
mundi Einarssyni, og hafa þau búið allan sinn
búskap hér í bænum.
„Hvað er það, sem þú vilt fá að vita?“ spyr Jó-
hanna, þegar ég hef setzt og dregið fram blað og
penna.
„Ja, það er nú helzt um starf þitt innan kvenna-
samtakanna og á opinberum vettvangi. Var Verka-
kvennafélagið Framsókn fyrsta kvenfélagið, sem
þú gerðist þátttakandi í?“
„Nei, það var Kvenréttindafélag íslands. Ég
held ég megi segja, að það hafi verið árið 1909,
sem ég gekk í það, og ég er í því enn. Þegar reyk-
vískar konur lögðu fram kvennalistann við bæjar-
stjómarkosningarnar 1908, vann ég eftir megni
fyrir hann, og mikið var ég þá hamingjusöm yfir
að hafa kosningarétt. Eg held það hafi verið meira
en við höfðum einu sinni þorað að vona, að okk-
ur skyldi takast að fá fjórar ágætiskonur kosnar.
Við næstu bæjarstjórnarkosningar lögðu verka-
menn fram sérstakan lista, og þá fylgdi ég, verka-
mannskonan, honum auðvitað. Síðan hef ég svo
lafað þetta við verkalýðshreyfinguna og jafnan
fylgt þeim að málum, sem mér hefur fundizt, að
bezt berðust fyrir hagsmunum verkalýðsins."
„Það var gaman, að Kvenréttindafélag Islands
skuli vera fyrsta kvenfélagið, sem þú starfaðir í,
en hvenær fórstu svo í verkakvennafélagið?“
„Það var árið 1917, en það var stofnað 1914 og
reyndar fyrir atbeina Kvenréttindafélagsins."
„Hvenær varstu svo fyrst kosin i stjórn þess, og
hve lengi ertu búin að vera formaður?"
„Það var 1923, sem ég var kosin i stjórnina, og
það verð ég að segja, að það kom mér algerlega á
óvart, þegar stungið var upp á mér. Síðan hef ég
alltaf verið í stjórn félagsins, og þetta er 25. árið,
sem ég er formaður. Mig grunaði sannarlega ekki
í upphafi, að svona mundi fara.“
„En þú sérð þó ekki eftir því?“
„Nei, og sízt, að ég telji eftir þann tíma og vinnu,
sem ég hef varið í þetta öll þessi ár, og hafi ég
gert eitthvert gagn með starfi mínu fyrir verka-
konur, er ég ánægð.“
„Svo var það Vorboðinn og barnaheimilið ykk-
ar í Rauðhólum, sem mig langar til að heyra dá-
lítið um.“
„Það eru þrjú félög: Verkakvennafélagið Fram-
sókn, Þvottakvennafélagið Freyja og Mæðrafélagið,
sem lengst af hafa haft þessa starfsemi með hönd-
um, en það voru samtök, sem nefndust Samhjálp
verkalýðsins, sem upphaflega gengust fyrir stofn-
un Vorboðans, en hlutverk hans er að starfrækja
sumardvalarheimili fyrir börn, og þá fyrst og
fremst börn verkamanna og þeirra, sem eru lak-
ast settir efnalega. Hið erfiðasta var, að við höfð-
um fyrst framan af engan fastan samastað, en
urðum að vera þar, sem við gátum fengið hús-
næði hverju sinni. Við vorum t. d. að Rrautar-
holti á Skeiðum og víðar. Árið 1947 gaf fulltrúa-
ráð vei kalýðsfélaganna í Reykjavík okkur Rauð-
hólaskálann. I>ar hafði um árabil verið sumar-
skemmtistaður verkafólks. Þetta var hið mesta
happ fyrir okkur, og síðan hefur barnaheimili Vor-
boðans verið í Rauðhólum. Húsakynnin þar hafa
bæði verið aukin og endurbætt, og seinustu sumr-
in hafa verið þarna 84 börn, en það þyrfti að
vera rúm fyrir langtum fleiri. Við reynum alltaf
að taka eins lítið fyrir dvöl barnanna og frekast
28
19. JtJNl