19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 35

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 35
Stundum er orsökin sú, að barnið er seinþroska og dregst fljótt aftur úr jafnöldrum sínum, en við það skapast minnimáttarkennd, sem knýr barnið til óeðlilegrar dægradvalar, fjarri jafnöldrum og heimili, sem leiðir til afbrotahneigðar, ef ekkert er að gert, en barnið látið afskiptalaust. Barnasálfræðingurinn eða aðrir trúnaðarmenn, sem tekið liafa bömin að sér, koma þeim oft í fé- lagasamtök eða „klúbba", þar sem kraftar þeirra fá notið sín við þroskandi verkefni eða skemmt- anir. Oftast fylgist sami maðurinn með barni, svo að árum skiptir, og ráðstafar því i nám eða vinnu í samráði við foreldra eða ættingja. 1 lengstu lög er reynt að forðast að taka börn af heimilum sínum og setja þau á uppeldisstofn- anir, því hve fullkomin sem stofnunin er, áleit frúin samt, að heimilisuppeldið væri æskilegra. Við háskólann er starfrækt stofnun „Universi- tets Klinik“, sem aðallega lætur sig skipta börn, sem eru innan við skólaaldur. Foreldrar geta leit- að þangað með börn sín, sem sýnt er, að hafi ein- hverjar veilur eða misþroska. Þeim er þá oft feng- inn trúnaðarmaður, sem fylgist eftir það með barninu og heimilinu. Allt starf er miðað við það að ná til barna, er hjálparþurfa eru á einhvern hátt, og með leiðbein- ingum og aðstoð er reynt að hindra, að umgengn- isgallar eða stundarvandræði verði að afbrota- hneigð eða umkomuleysi, er hindri eðlilegan þroska bamsins. Fyrirlestrarnir voru mjög skýrir og fróðlegir. Þessi starfsemi hefur enn ekki verið reynd hér á landi nema að litlu leyti hjá Barnaverndarnefnd, en vel væri, ef þessir fyrirlestrar yrðu til þess, að farið yrði að reyna slíka aðstoð hér við ungmenni, sem lenda á glapstigum. Petrína Jakobsson. Við ungan mann. Ef þjóðin ætti þúsundir af þessum mönnum, frikkaði borg og sveitasetur, sumraði fyrr og sprytti betur. Jóhanna Fri'Sriksdóttir. Kveðið við mann. Ekki get ég gert að því, gremju til þó finni, því stærsti hlekkur ert þú í ólánskeðju minni. Þórhildur Sveinsdóttir. f— ■ ■■ —........^ Lifir á ungu engi Lifir á ungu engi elskuleg rós um vor. Ef hana ég fundiÖ fengi, fagurt mér yxi þor, myndi ég eflaust una viS ilm hennar sætan þá, og eftir því mœtti t una marga stund þaðan frá. Þá söngfuglinn gláÖur syngur sumarsins kœru Ijóð, gleSirós góÖ út springur gefandi nýjan móS. Fuglum á grænni grundu gott finnst aS vera hér, kvaka þeir léttri lundu, í lyngmónum hreiSur er. Lækur í litlum hvammi Ijómandi fegurð ber, viS hann oft situr svanni, er sól yfir landið fer. Lœkurinn gott eitt geymir, glettist viS lítinn stein, hæglátur stillt fram streymir stöSugt sem minning hrein. Guðný Beinteinsdóttir. ....... ■ ---------------------------------- IvRFÍ sendi öllum deildum Alþjóðakvenréttindafélags- ins skýrslu ríkisstjórnar íslands um landhelgis- deiluna. Fulltrúaráðsfundur KRFl lýsti því yfir, að hann teldi störf húsmóður- innar að heimilishaldi og barnauppeldi eins verð- mæt og þýðingarmikil fyrir þjóðfélagið og hvert það starf, sem þjóðarbúið byggist á. 19. JtJN 1 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.