19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 20
Frá því er land byggðist og fram að lokum síð- ustu aldar, var skófatnaður Islendinga nær ein- vörðungu gerður á heimilum, og svo var jafnvel fram yfir 1920 í sumum sveitum landsins. Þegar rýmk,aðist um verzlunarhætti á síðari hluta 19. aldar, fóru að flytjast inn skór, aðallega spariskór og reiðstígvél. En bændafólk veitti sér yfirleitt ekki slíkan munað. (Síðustu fermingarskóna gerði sú, er þetta ritar, árið 1926.) Sérhver húsmóðir varð að sjá heimilisfólki sínu fyrir öllum hvers- dags- og spariskóm, og á herðum hennar hvíldi einnig umsjá með verkun og hirðingu á skinnum og húðum, er til skógerðar þurftu. Var þetta ásamt viðhaldi og bótaskap á skónum mjög fyrirferðar- mikill þáttur í heimilisstörfum kvenna. Nú er þessi háttur algerlega horfinn úr heim- ilisstörfum, og fyrr en varir eru þær konur, sem kunnu eða þekktu af eigin raun þau vinnubrögð, er að skinnaverkun og skógerð lutu, einnig horfn- ar af sjónarsviðinu og ekki lengur til frásagnar. Er þvi vel farið, að forráðakonur 19. júní hafa hlutazt til um, að skráð yrði lýsing af þessum þýð- ingarmikla starfsþætti íslenzkra kvenna á liðnum öldum, áður en um seinan er. Hér verður þó einkum sagt frá þessum störf- um, eins og vitað er, að þau hafa tíðkazt norðan- lands á síðastliðinni öld. Þótt merkilegt megi heita, munu litlar heimildir um, hvemig þau hafa farið fram á fyrri öldum. 1 Iðnsögu íslands er ekki minnzt á skógerð né skinnaverkun til skógerðar, og í íslenzkum þjóðháttum er íslenzkum skóm að- eins lýst eins og þeir tíðkuðust á 19. öld, en þar fylgja góðar myndir af þeim. Orð Skarphéðins: „Bind ek skóþveng minn“, benda þó til þess, að Islenzkir skór skór hafi þá í öndverðu verið gerðir með líkum hætti og jafnan síðar. Skal nú sagt frá skinnaverkun. Strax að lokinni slátrun á haustin voru gærur og húðir rakaðar og voru eftir það kallaðar skinn; skinn af stórgripum var þó oftast nefnt leður í daglegu tali. Skinnin voru lituð í blásteinslegi 1 —2 sólarhringa nema þau, sem hafa átti í þvengi og bryddingar. Að því búnu voru þau dregin upp og strengd eða þanin á strenghlaðinn fjárhúss-, hlöðu- eða baðstofuvegg; var það kallað að „spýta skinn“, af því að naglalagaðar spýtur vom not- aðar til að festa skinnin á vegginn. Skinnin vom síðan tekin þurr af þönunum, kippuð og hengd upp í eldhúsi og látin barkast í reyk nokkrar vik- ur eða mánuði. Þau urðu þá móbrún að lit, þerrin og ósuðust ekki í bleytum. Varast þurfti að nota skinnin, fyrr en þau vom misserisgömul eða eldri. Voru þau þá höfð í útiskó, eins og þau komu úr reyknum. En sauðskinn, sem hafa átti í spariskó, inniskó og vandaða ferðaskó, var litað í sortulyngslegi. Sortulynginu var safnað snemma að haustinu. Það var síðan lagt í stóran tréstamp eða bala, vatni hellt yfir og látið bíða yfir veturinn, þar sem ekki fraus. Ef brúnspónn var notaður í hrífutinda, var tálgið, tálguspænirnir, hirt og látið með lynginu, því að brúnspónn var ágætt litarefni. Snemma næsta sumars var lyngið og lögurinn sett í pott og soðið 4—5 klukkustundir. Bjórarnir — en svo vom sauðskinn nefnd í daglegu tali — voru þá teknir ofan úr eldhúsrótinni og lagðir í ylvolgan eða kaldan, ósíaðan löginn, 2—4 í senn, eftir því hversu stór potturinn var. Þeir voru teknir upp úr leginum eftir 2—3 sólarhringa, breiddir til þerris, látnir í löginn aftur og þetta endurtekið tvisvar eða þrisvar sinnum, þegar fleiri bjórar komu til og þynnka tók lögurinn, unz bjórarnir voru vel svartir. Þá voru þeir spýttir eins og að haustinu, teknir þurrir af þönunum, vafðir upp í stranga og geymdir á skemmulofti, unz nota þurfti. Þann- 18 19. J tí N1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.