19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 28
„Og byggingin?“ „Það er gamla fjárhúslagið, allt úr klömbru- hnausum, grjót neðan til og undir, reft upp og þakið torfi. Fyrsta húsið, sem upp komst, var 14 álna langt, 7 álna breitt. Suðurendann innréttaði ég til ibúðar. Norðurhlutinn er inngangur og geymsla um austurkróna, en hægt að hafa skepn- ur í hinni. Það mátti ekki tæpara standa, að ég gæti heyjað nóg handa þeim, meðan ekkert var sléttað, þurfti að kaupa hey eitt vorið. Það var fyrst sumarið 1946, sem jarðýtan fór hér um nestána. Þá var unnið hjá mér um haust- ið. Ég jafnaði það með handverkum þá um haust- ið og vorið eftir.“ „Fékkstu enga hjálp við vinnuna?“ „Smiður var hjá mér viku og svo drengur, sem Gestur hélt. Hann hét þvi að koma næsta sumar og hjálpa mér að byggja og stóð við orð sín.“ Nú varð hlé á samtali okkar. Guðbjörg fór að eiga við kaffið. Hún hafði aldrei lært þá list að vinna og tala samtímis. Hverju handbragði varð að fylgja hugsun, hér þekktist ekki að vinna neitt utangátta. Það var tilgangslaust að yrða á hana, ég hafði lært það í skógerðinni forðum. „Ekki má hugsa eða tala mikið um annað, þegar skór eru verptir,“ hafði hún sagt. „Einkum er það varasamt fyrir viðvaninga." Nú gengur hún að vélinni, krækir upp hringj- unum, bætir í, lokar aftur, staldrar við, meðan hún lætur buna í ketilinn, og segir um leið: „Líklega var það vorið, eftir að jarðýtan fór hér um, sem ég gróf fyrir vatnsleiðslunni, ég man ekki, að það væri um annað aukaverk að ræða það vorið. Ég var búin að fá vatnið, áður en ég fékk símann.“ Og hún heldur áfram að sýsla og þagnar við. Gengur að rósóttu dragkistunni, hallar lokinu var- lega að veggnum, tekur upp kaffi, mola og alls kyns sætabrauð, dregur upp dúk, tínir fram bolla og teskeiðar, hagræðir öllu sem vendilegast á litla borðinu undir glugganum og fer síðan að vélinni aftur. Hún hvorki vann hægt né hart, bara vann, stöð- ugt, sífellt, án hiks, gamla verklagið, sem erill kaupstaðalífsins hefur gert út af við. I augum Guð- bjargar er vinna ekki aðeins verk, sem þarf að leysa af hendi, heldur felur hún í sér takmark, er eins konar prófsteinn á manngildið — getur því aldrei verið auvirðileg. Skyldi hún hafa farið eins að, þegar hún var að velta klömbruhausunum, tildra timbrinu á klakkinn, rogast með sperrustaurana? Ég gat ekki séð hana fyrir mér, vissi aðeins, að alltaf hefði hún haldið áfram, ekkert hefði hindrað hana. I herberginu var allt eins og áður. Undir súð stóð brúnmálað rúmið, með rauðköflóttri ábreiðu, en andfætis annað minna, sem nam við gafl. 1 hinum endanum var rokkurinn, saumavélin, skilvindan, sem breitt var yfir, jafnvel gamla járn- reizlan með sprungna steinlóðinu hékk á sinum stað; allt bar vitni um hirðusemi og nýtni, engum hlut var ofaukið. Von bráðar sat ég yfir rjúkandi kaffinu, en Guðbjörg tyllti sér á kistulokið, hélt að sér hönd- um og fór að tala um skepnurnar sínar likt og forðum. „Það vantar mikið á, að menn geri sér far um að skilja skepnurnar, háttu þeirra og vit. Eitt lambið var ákaflega veðurglöggt, en það var eng- in forusta í því. Einn veturinn var veðrið fjarska- lega óstillt og hríðarsamt. Einu sinni fer ég að sækja féð, þá kom snögglega sunnanél. Þegar ég kem með kindurnar að hliðinu, taka þær sprettinn út og ofan í horn. Ég rek þær samt heim, en veður- glögga lambið tafði ferðina, sem mest það mátti, með alls kyns útúrdúrum. Skömmu eftir að þær komu inn, batnaði veðrið og hélzt gott um daginn. Þetta var byrjunin fyrir mér, að ég treysti því, að kindurnar vissu betur um veðrið en ég. Eftir það hef ég það svo, þegar veður versnar, að ég fer ná- lægt þeim, kalla til þeirra að flýta sér. Það bregzt ekki, að þær látast ekki heyra og halda áfram að bíta, standi veðrið stutt. En þær eiga það líka til að koma löngu fyrir innlátningu, og þá tek ég ævinlega vel á móti þeim. Það veit alltaf á slæmt veður. Ég á gott með að sjá svona breytingar á skepn- um, en á erfitt með að lýsa þeim. Eitt sinn var orðið svo svellað fram undan dyrum, að ég varð að fara norðar en venjulega, en það vildu kind- urnar ekki. Þetta kvöld gátu þær með naumindum klöngrazt yfir svellið. Næsta kvöld hikuðu þær ekki við að fara krókinn á eftir mér, en ég varð að forðast að líta aftur eða stanza, varð að halda forustunni til að fipa þær ekki. Það er svo oft tæki- færi til að gera svona smávegis fyrir skepnurnar. Með því vinnst traust þeirra. Oft hef ég séð merki þess, að þær hugsa um, hvað ég vilji helzt.“ „En þú eyðilagðir eina, sem var svo geðill?“ „Hún barði hinar á garðanum,“ var svarið. „En hann kisi þinn?“ 26 19. JtJNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.