19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 38
STARFSEMI D. D. F Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve tala þeirra, sem gerast brotlegir við lögin, vex óðfluga með þjóð vorri. Einkum er það unga kynslóðin, sem er hrösul fyrir freistingum, fyrst og fremst í sambandi við nautn áfengra drykkja. Líklega er það einmitt þarna, sem skórinn kreppir að, hve Is- lendingum reynist erfitt að hafa áfengi um hönd án þess að misnota það, en um þetta atriði má auðvitað endalaust deila. En vissulega finnst sum- um okkar að minnsta kosti, að þjóð vor ætti að vera svo vel á vegi stödd menningarlega að geta haft aðgang að vínum, eins og aðrar þjóðir, án þess að valda tjóni. — En hvað sem því líður, þá er hitt staðreynd, að með vaxandi drykkjuskap unglinga vex tala þeirra, sem á einn eða annan hátt komast í kast við verði laganna. Samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 22 1955 var dómsmálaráðuneytinu veitt heimild til að fresta ákæru á hendur ungum mönnum, þegar um fyrsta eða um smávægilegt brot væri að ræða. Frá því er þessi heimild er fengin, hefur ráðuneytið þegar frestað ákæru á hendur 152 mönnum (þegar ég seinast vissi) og úrskurðað þessa menn undir um- sjá og eftirlit fangahjálparinnar. Ég er nú, þegar þetta er skrifað, á vegum Det Danske Forsorgselskab, en það gegnir sama hlut- verki hér eins og fangahjálpin heima, nema í miklu víðtækari merkingu. Þetta er í þriðja sinn, sem ég hef haft tækifæri til að fylgjast með störf- um stofnunarinnar, og má segja, að verkefni henn- ar aukist ár frá ári, eftir því sem skilningur manna vex á því að hjálpa þeim til sjálfbjargar, sem á einn eða annan hátt hafa brotið landslög og við það misst fótfestu í lífinu um stundarsakir. Starfsemi D.D.F. er svo víðtæk, að það er erfitt að segja frá henni i lítilli blaðagrein, en í fáum orðum sagt eru það félagssamtök, sem eru viður- kennd af ríkisvaldinu og starfa í samráði við lög- regluna og hafa skyldu til samkvæmt lögum að taka að sér eftirlit með þeim, sem dæmdir eru skilorðsbundið, þeim, sem eru látnir lausir til reynslu, og þeim, sem þegar hafa tekið út hegn- ingu. Annars miðast starfsemi D.D.F. fyrst og fremst við að hjálpa með uppeldislegum aðferðum, áður en til fangelsisvistar kemur. Fjöldi fólks er dæmdur með tilliti til starfsemi stofnunarinnar, og það skilyrði sett í dóminn, að hinn dæmdi gang- ist undir þau skilyrði, sem hún setur. Félagið er styrkt bæði af bæ og ríki, en fær mikinn hluta tekna sinna frá einstaklingum og félögum víðs vegar um landið. D.D.F. hefur með höndum rannsókn (persone- undersögelse) á högum þeirra, sem líklegt þykir, að verði dæmdir skilorðsbundið og undir eftirlit stofnunarinnar, og hefur fulltrúa við réttarhöldin. Þetta er eitt veigamesta atriðið í starfi hennar. Skrifstofa D.D.F. í Kongensgade 9 hefur margt valið fólk í þjónustu sinni, enda þarf að sýna bæði nærgætni og tillitssemi við þessa rannsókn. Á henni byggist að miklu leyti sá grundvöllur, sem síðan er lagður til hjálpar hverjum einstaklingi. Starfsmenn stofnunarinnar skipta eftirlitinu á milli sín, og einnig er algengt, að húsmæður og ýmsir, sem hafa samúð og skilning á verkefnum, taki að sér slikt eftirlit gegn smávægilegri þóknun. Það fyrsta, sem þarf að gera við eftirlit með af- brotamönnum, og oft hið erfiðasta, er að vinna trúnað viðkomanda og skyggnast inn í sálar- og tilfinningalíf hans. Læknar og sálfræðingar koma hér mjög við sögu, og í stuttu máli er gert allt, sem hægt er, til að hjálpa hinum dæmda manni til að komast yfir þá örðugleika, sem því fylgir fyrir hann að lifa lífinu sem góður þjóðfélagsþegn, og á þetta þó frekar við um þann, sem hefur verið látinn laus til reynslu eða tekið hefur út hegningu sína innan fangelsismúranna. D.D.F. starfrækir mörg heimili eins og t. d. upp- tökuheimili fyrir stúlkur og pilta, vinnuheimili alls konar, svo að eitthvað sé nefnt, og svo síðast en ekki sízt lítið heimili fyrir þá, sem tekið hafa út hegningu. Allir geta gert sér í hugarlund, hve erfitt það er fyrir þann, sem lengi hefur verið ein- 36 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.