19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 31
er unnt, svo að hinir efnaminnstu geti notið þess að hafa börn sín þar, og nú orðið fáum við líka styrk frá bæ og ríki.“ „Þú hefur lengi verið formaður barnaheimilis- nefndarinnar, og rekstur heimilisins hefur því óhjákvæmilega mætt mjög á þér.“ „Mig minnir, að ég hafi verið formaður nefnd- arinnar fimmtán eða sextán ár, og auðvitað fylgja þessu ýmsir snúningar.“ „Þú hefur alllengi verið bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins hér í Reykjavík?“ „Ég var i bæjarstjórn kjörtímabilið 1934—38, og ýmist lengstum aðal- eða varafulltrúi tímabilið 1946—58. Allan þennan tíma hef ég verið meira og minna í framfærslunefnd." „Og i fyrravetur saztu um tima á Alþingi?" „Ö-já, ég lenti þangað svolitinn tima sem vara- þingmaður Alþýðuflokksins fyrir Eggert Þor- steinsson.“ „Þú hefðir átt að vera komin á þing fyrir löngu. Þú sýndir það fljótlega, þegar þér bauðst tækifær- ið, að þú mundir eftir einu miklu áhugamáli kvennasamtakanna, sem sé að fá hækkaðar ýms- ar bótagreiðslur almannatrygginganna. Þú fluttir þingsályktunartillögu um hækkun elli- og örorku- lífeyris. Viltu segja mér nánar frá gangi þess máls?“ „Já, þetta var þannig í sem stytztu máli sagt, að ég flutti tillögu um hækkun elli- og örorkulífeyris, og var meðflutningsmaður annarrar tillögu um hækkun barnalífeyris með þeim frú Ragnhildi Helgadóttur, sem er, eins og kunnugt er, einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, og frú öddu Báru Sigfúsdóttur, er kom inn i þingið um tima sem varaþingmaður Alþýðubandalagsins. Þetta varð til þess, að ríkisstjórnin skipaði nefnd til þess að athuga möguleika á hækkun ýmissa bótaflokka almannatrygginganna, og vorum við þessar þrjár konur meðal þeirra, sem sæti áttu i nefnd þessari. Hún hefur nú lokið störfum, og fram hefur kom- ið á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lög- um um almannatryggingar, lagt fram af núverandi ríkisstjórn með álit þessarar nefndar að grundvelli. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir nokkurri hækkun á ýmsum lífeyrisgreiðslum, en mest er hækkunin a elli- og örorkulífeyri, enda voru þær bætur lægst- ar hér á landi miðað við önnur Norðurlönd. Hækk- unin er að vísu ekki eins mikil og við konurnar í nefndinni fórum fram á, en þetta má kallast drjúgt spor í áttina, og við höfum vissulega oft orðið að sætta okkur við að slá af kröfum og ná settu marki í áföngum. Frumvarp þetta hefur nú verið sam- þykkt einróma i félagsmálanefnd efri deildar, og eru miklar líkur til, að það verði samþykkt sem lög á þessu þingi.* Mér þykir vænt um, að ég skyldi fá þetta tækifæri til að koma hreyfingu á þetta nauðsynjamál.“ „Þetta minnir mig á annað atriði, sem kvenna- samtökin lögðu mikla áherzlu á og þú áttir einn- ig verulegan þátt í að hrinda í framkvæmd, og á ég þar við mæðralaunin. Ég man, að þú komst því til leiðar við lausn vinnudeilunnar haustið 1951, að einstæðum mæðrum væru einnig greidd- ar fjölskyldubætur. Ég álít, að þetta hafi alveg tví- mælalaust orðið til þess, að kaflinn um mæðralaun var tekinn inn í lögin um almannatryggingar.“ „Já, ég held, að þetta hafi að minnsta kosti átt þátt i að opna augu valdhafanna fyrir því, hve mæðralaunin eru í rauninni sjálfsögð. Ég man það vel, hve sumir karlmennirnir i samninganefnd- inni urðu hissa, þegar við vorum að semja um lausn þessarar vinnudeilu og farið var meðal ann- ars fram á, að fjölskyldubætur yrðu greiddar með öðru barni í stað þriðja, eins og þá var, og ég setti fram kröfu um, að þetta skyldi einnig ná til ein- stæðra kvenna, sem hefðu börn á framfæri sínu. Þeir urðu forviða á því, að þetta væri ekki þegar gert. En það er eins og blessaðir karlmennirnir muni það alltof sjaldan, að konur geti komizt í þær kringumstæður að vera aðal- eða oft á tíðum eina fyrirvinna heimilis. Það var eingöngu til þess að fá þessu framgengt fyrir konurnar, að ég féllst á, að greiddar yrðu f jölskyldubætur með öðru barni, því að það er min skoðun, að laun verkamannsins eigi að vera það há og atvinna hans það örugg, að afkoma hans sé svo góð, að hann þarfnist ekki fjölskyldubóta, þótt hann hafi fyrir tveimur börn- um að sjá.“ Að endingu kasta ég fram þeirri spurningu, hvernig hennar ágæta eiginmanni liafi líkað allt þetta umstang utan heimilisins. Þau hjón hafa eignazt og komið upp fimm börnum, svo að sjálf- sagt hefði hún getað haft nóg að gera heima að minnsta kosti framan af ævinni. Jóhanna svarar því brosandi, að hann hafi sætt sig furðanlega við þetta, enda einnig haft áhuga fyrir því sama. Við slítum síð,an þessu tali, þó að margt komi í liuga minn, sem gaman væri að ræða um við þessa konu, er áratugum saman hefur lagt svo drjúgan skerf * Skrifað í lok aprílmánaðar 1959. 19. JtlNl 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.