19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 27
Norður á Vatnsnestánni, þar sem hafrænan er úrsvölust, en vorið yndislegast, byggði kona sér bæ. Ekki væri það í frásögur færandi, hefði hún ekki að mestu leyti reist hann sjálf, sótt til hans efni- við langa leið, brotið sér land, orðið landnámskona á tuttugustu öldinni. Kona þessi heitir Guðbjörg Jónasdóttir og býr að Sellandi í Þverárhreppi. Enn einu sinni er ég komin í heimsókn til hennar og geng heim trað- irnar að hlýlega torfbænum. „Er þér sama, þótt ég birti við þig viðtal?“ spurði ég, þegar hún hafði leitt mig til stofu. „Méi' er sama um allan sannleikann,“ var svar- ið. Guðbjörg er óvön að hafa mörg orð um lítið efni. „Hvenær fórstu að byggja?" og aldrei hefur hann yfirgefið mig og mina, sá ei- lífi góði líknarandi. Ég harma það mjög, að glatazt hafa að miklu leyti erindin, sem Hjálmar lét fylgja kistlinum, en þeim ljóðum var stefnt til himins, og hef ég fyrir því orð föður míns. Ingibjörg Jóhannsdóttir. Landnámskona á tuttuauótu öídinni „Arið 1941. Ég var orðin svo gömul, að ég sá, að þetta mátti ekki dragast, kraftarnir væru að verða búnir. Fyrsta hugsun mín var að liafa allt sem ódýrast, vildi aldrei skulda og taka deildar- ábyrgð eins og piltarnir, kaus heldur að kaupa eitthvað, sem með þurfti, fyrir hvert dilksverð en láta það fara upp í vexti af skuldum, fyrirfram- brúkun afurða er böl í búi.“ Síðustu setningunni fylgdi svo mikill sannfær- ingarkraftur, að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Og hún heldur ófram. „Þegar ég var að hugsa fyrir búskapnum, sá ég fram á, að ég gæti haft mikið til fæðis, klæðis og skæðis. Ég gæti framleitt mjólk, smjör, skyr, kjöt, tólg og kartöflur. Ég gat spunnið, prjónað og saum- að allar hversdagsflíkur, gert mér skó, steypt mér kerti i strokk; til eldsneytis gæti ég haft mó. Úr því að ég gat haft svo mikið heima, sá ég ekkert til fyrirstöðu, að búskapurinn blessaðist, en ég forð- aðist að ráðfæra mig við nokkurn mann, allir hefðu talið það ráðleysu eina.“ „Hvernig gekk þér að fá landrými?“ „Ég fékk óræktarskika hjá Gesti í Krossanesi. Eins og þú sérð, eru klettarnir hér efst, svo kom kargaþýfi og flóablettur hér framan i. Ég man ekki, hvort ég eða einhver annar steig landið í kring, og gizkaði á, að það væri nálægt kílómetra að hringmáli." „Var ekki erfitt með aðdrætti?“ „Það gekk erfiðlega, ég var lengi að tinkla þessu heim. En vegurinn kringum Vatnsnesið var alltaf að lengjast, og að sama skapi óx von mín. Fyrsta sumarið var ekki bílfært lengra en að Illugastöð- um vestan megin, og þangað fór ég eina ferð með kerruhest (nálægt 14 km leið). En að Ösum var bilfært að austan, en ófær kerruleið. Það, sem ég fékk þeim megin, varð ég að flytja á klakk (leið- in 8 km).“ 19. JÚNl 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.