19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 21
ig fór skinnaverkun fram, a. m. k. á stærri heim- ilum, sem áttu nægar birgðir af skinnum. En þar sem minna var umvélis eða engin skinn til að sumri loknu, var sortulyngið soðið strax að haust- inu, og þurfti þá 8—10 klukkustunda suðu, en skinnin voru þó lituð smám saman, eftir því sem þörf krafði. Ekki mátti lyngið né lögurinn frjósa, því að þá hvarf að mestu litarmagn þess. En þegar frost gengu, fraus í eldhúsum og öðrum framhýsum, og varð lögurinn þá ekki varinn frostinu. Af þess- um ástæðum var fremur litað að sumrinu til, ef þvi varð við komið. En þar sem ekki var hægt að ná í sortulyng, var oft notaður svo nefndur hellu- litur til að sverta með skinn. En til þess að spara litinn, sem kaupa þurfti frá „útlandinu“, voru að- eins lituð skæðin (sjá síðar), en ekki það af bjórn- um, sem nota átti í skóbætur. Vandlátar húsfreyjur létu stundum „rota“ gær- ur og jafnvel skinn af nýbornum kálfum í við- hafnarskó, svo sem brúðar- og fermingarskó. Þá var holdrosan á gærunum bleytt vel, gæran eða skinnið lagt saman tvöfalt, vafin í þéttan höggul og hengt á hlýjan, rakan stað, oftast í fjós. Þegar ullin eða hárið rotnaði af, fylgdi hár- rótin með, en þegar rakað er, situr hún eftir. Varð þá skinnið slétt og gljáandi, eins og það væri sút- að. Þegar búið var að lita skinnið vel svart, var það miklum mun fínlegra og glanslegra en rakað skinn. En þessi aðferð var sjaldan viðhöfð, sökum þess að mikill vandi var að sjá um, að skinnið fúnaði ekki í rakanum. Selskinn munu hafa verið verkuð á líkan hátt og sauðskinn. Skór úr selskinni þóttu mjög heppi- legir í vetrarferðum, því að þeir frusu síður en leðurskór vegna fitunnar í skinninu. Þeir hörðn- uðu ekki heldur í sumarhitum eins og skór úr leðri eða kálfskinni. Stundum voru skór gerðir úr órökuðu selskinni, og þóttu þeir ljótir, en menn hafa eflaust talið nokkurt slit í hárinu, og varð því nytsemdin að sitja fyrir fegurðinni. Við sjávarsíðuna var oft notazt við „skinn“ af öðrum sjávarskepnum, svo sem hákarlsskráp, skötu- eða steinbítsroð. Því miður er ekki hægt að greina hér frá, hvernig skrápurinn og roðin voru meðhöndluð, þegar átti að nota þau til skógerðar. Hákarlsskrápur var sæmilega haldgóður, en óþjáll og afar háll, þegar slitna tók. Roðin voru hald- minni. Var talið, að sá, sem lagði fótgangandi yfir Þingmannaheiði á Vestfjörðum, þyrfti sjö pör af roðskóm til ferðarinnar, og var hún sakir þess oft nefnd Sjöroðskóaheiði. Skinn, sem elta átti i bryddingar á skó og annað fleira til heimilisþarfa (t. d. skjóður), var spýtt að loknum rakstri, tekið þurrt af þönunum, hnuðl- að og undið upp i ströngul, háramnum snúið inn. Síðan var því brugðið um baðstofubita eða rúm- stuðul og núið þar nokkra stund, þannig, að togað var í endana á víxl. Þá var skinnið teygt vel úr brotunum, snúið upp í ströngul aftur á þverveg- inn, núið á bitanum að nýju og þetta endurtek- ið hvað eftir annað, nnz skinnið var orðið mjúkt og hvítt. Þetta starf var kvöldvökuvinna karla og kvenna, ef svo bar undir, og því varð ekki lokið á einu kvöldi. Var það oft skemmtun manna eldri og yngri að togast á um skinnin og reyna, hver betur hefði, lenti þá stundum í stimpingum. „Ekki komu skinnin ætíð heil i hendur húsróðenda," seg- ir mér gamall maður. „Ég man, að ég hélt eitt sinn eftir skæklunum einum,“ og svipur hans glaðnar við gamlar minningar. Síðar lærðu konur álúnseltu. Þá var farið þann- ig að: 2—3 matskeiðar af álúni og álíka mikið af matarsalti var leyst upp í 5—b lítrum af volgu vatni í tréíláti, skinnið lagt þar í og látið liggja 2—3 sólarhringa, síðan hengt upp á afturfótar- skæklunum í forsælu og látið hanga, þar til það var vel þurrt. Þá var það teygt, unz það varð mjúkt og hvítt. Það var létt verk og auðunnið. Skinn í þvengi var lagt í keytu og látið standa á hlýjum stað, unz hárrótin rotnaði af. Var skinn- ið síðan skafið, þvegið vel og spýtt. Hárrótin var losuð af, svo að þvengirnir yrðu hálir og seigir. Seymi var mikið notað við skógerð. Það var tek- ið úr stórgripaskrokkum; var rist fyrir á miðjum hryggnum endilöngum og himnan, sem liggur undir fitu- og kjötlaginu flegin úr, skafin vand- lega, hengd upp og þurrkuð. Hún var síðan fleyg- uð niður í tygla eða þræði, granna eða grófa eftir því, hvers við þótti þurfa, en aðeins var fleygað af það, sem nota þurfti hverju sinni. Seymistyglar þóttu betri en nokkurt skógarn í sauma á útiskó úr leðri eða öðru þykku skinni, því að þeir brustu síður í frosti og þurrkum. En þeir voru einnig not- aðir til að verpa og bæta með skó og við margt fleira, sem að skinnfatnaði laut. Innsta himnan úr vélindum stórgripa var oft flegin úr, blásin upp og þurrkuð, en síðan rist niður og notuð eins og seymi. Hér hefur verið eftir föngum sagt frá verkun 19 19. JONl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.