19. júní


19. júní - 19.06.1960, Page 42

19. júní - 19.06.1960, Page 42
Frá K. R. F. 1. Aðalfundur Kvenréttindafélags Islands var hald- inn 24. febr. sl. Formaður, Sigríður J. Magnússon, var endur- kjörin. Aðrar í stjóm em nú: Lára Sigurbjörns- dóttir, Kristín L. Sigurðardóttir, Guðrún Heiðberg, Guðrún Gisladóttir, Guðbjörg Arndal, Guðriður Jónsdóttir, María Þorsteinsdóttir og Anna Sigurð- ardóttir. 19 fulltrúar voru kosnir á landsfund félagsins, sem sennilega verður haldinn síðari hluta júní- mánaðar. Af starfsemi félagsins á árinu má m. a. nefna: Öllum félögum innan vébanda International Al- liance of Women var send skýrsla ríkisstjórnar Is- lands um fiskveiðilögsöguna. Send var áskomn til ríkisstjórnarinnar um hækk- un á barnalífeyri til samræmis við aðrar bóta- greiðslur, en hann hefur dregizt aftur úr um 30%, miðað við aðrar bætur, síðan lögin voru sett 1946. Send var áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarp um breytingar á almannatryggingalög- unum. Stjómmálaflokkunum voru sendar áskoranir fyrir báðar Alþingiskosningarnar um að tryggja konum örugg sæti á framboðslistunum. Skorað var á þær konur, sem sæti eiga á Alþingi, að bera fram frumvarp um breytingar á hjúskap- arlögjöfinni, og skipuð var nefnd til að athuga, hvaða atriði helzt þyrftu leiðréttingar við. Tveir fulltrúar frá félaginu voru sendir á fund norrænnar nefndar, sem gera á tillögur um sam- eiginlegt átak á öllum Norðurlöndunum um að ryðja burtu hindrunum, sem leggja hömlur á þátt- töku kvenna í atvinnulífinu, t. d. samsköttuninni og launamisréttinu. Fulltrúar frá félaginu fóru á nokkra aðal- fundi héraðssambanda kvenfélaganna og héldu þar erindi. Einnig voru nokkrir fundir haldnir með kvenréttindanef ndum. 19. júní kom út að venju. Merki Menningar- og minningarsjóðs kvenna voru seld á afmælisdegi Bríetar Bjamhéðinsdóttur í Reykjavík og víða um land. Styrk úr sjóðnum fengu á árinu 19 konur, samtals 34 þús. krónur. Félagið sá tvisvar á árinu um útvarpsdagskrá, eins og venja hefur verið í mörg ár. önnur var vegna minningardags stjórnmálaréttinda kvenna, 19. júní, og hin vegna Menningar- og minningar- sjóðs kvenna. Á vegum Kvenréttindafélags Islands og Barna- verndarfélags Reykjavikur kom hingað til lands frú Karen Berntsen, afbrotasálfræðingur, og hélt tvö erindi í háskólanum. Fyrir frumkvæði félagsins voru á síðastliðnu hausti stofnuð félagasamtökin „Vernd“, sem hafa það markmið að aðstoða þá, sem hafa gerzt brotlegir við landslög. Samþykkt var á aðalfundinum þessi tillaga: „Aðalfundur Kvenréttindafélags Islands, haldinn 24. febr. 1960, skorar á ríkisstjórnina, að hún gæti þess við fyrirhugaðar breytingar á skattalöggjöf- inni, að hlutur hjóna verði ekki gerður lakari en sambúðarf ólks“. \orsk kvlnncsaksforcniiijH. hélt hátíðlegt 75 ára afmæli sitt í maímánuði í fyrra með fundarhöldum og bókasýningu, þar sem sýndar voru bækur eftir konur og um konur m. m. Tvær konur frá K.R.F.l. sóttu þetta mót og fundi i hinni svokölluðu Ábonefnd, sem sett var á laggirnar á 9. fundi norrænu kvenréttindafélag- anna í Ábo í Finnlandi 1956 í þeim tilgangi „að gera sameiginlegt átak á öllum Norðurlöndum um að ryðja burt hindrunum, sem leggja hömlur á þátttöku kvenna í atvinnulífinu, t. d. samsköttun- inni og launamisréttinu. Enn fremur að gera til- lögur um bætt atvinnuskilyrði og hjálpargögn, er geri konum auðveldara að gegna tvöföldum skyldu- störfum: gagnvart heimilinu og þjóðfélaginu“. Á fundinum í Osló var eingöngu rætt um launa- misréttið og þá einkum, að safnað yrði frá hverju landi sem beztum gögnum um launamál kvenna, og þau síðan lögð fyrir 10. fund norrænu kven- réttindasamtakanna, sem haldinn var 13.—15. maí sl. í Stokkhólmi. Þann fund sótti engin frá íslandi, en stutt greinargerð um ástand í launa- málum kvenna hér var send fundinum, og að sjálfsögðu fáum við senda fundargerð og tillögur, sem samþykktar verða þar. 40 í 9. JÚNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.