19. júní


19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1960, Blaðsíða 42
Frá K. R. F. 1. Aðalfundur Kvenréttindafélags Islands var hald- inn 24. febr. sl. Formaður, Sigríður J. Magnússon, var endur- kjörin. Aðrar í stjóm em nú: Lára Sigurbjörns- dóttir, Kristín L. Sigurðardóttir, Guðrún Heiðberg, Guðrún Gisladóttir, Guðbjörg Arndal, Guðriður Jónsdóttir, María Þorsteinsdóttir og Anna Sigurð- ardóttir. 19 fulltrúar voru kosnir á landsfund félagsins, sem sennilega verður haldinn síðari hluta júní- mánaðar. Af starfsemi félagsins á árinu má m. a. nefna: Öllum félögum innan vébanda International Al- liance of Women var send skýrsla ríkisstjórnar Is- lands um fiskveiðilögsöguna. Send var áskomn til ríkisstjórnarinnar um hækk- un á barnalífeyri til samræmis við aðrar bóta- greiðslur, en hann hefur dregizt aftur úr um 30%, miðað við aðrar bætur, síðan lögin voru sett 1946. Send var áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarp um breytingar á almannatryggingalög- unum. Stjómmálaflokkunum voru sendar áskoranir fyrir báðar Alþingiskosningarnar um að tryggja konum örugg sæti á framboðslistunum. Skorað var á þær konur, sem sæti eiga á Alþingi, að bera fram frumvarp um breytingar á hjúskap- arlögjöfinni, og skipuð var nefnd til að athuga, hvaða atriði helzt þyrftu leiðréttingar við. Tveir fulltrúar frá félaginu voru sendir á fund norrænnar nefndar, sem gera á tillögur um sam- eiginlegt átak á öllum Norðurlöndunum um að ryðja burtu hindrunum, sem leggja hömlur á þátt- töku kvenna í atvinnulífinu, t. d. samsköttuninni og launamisréttinu. Fulltrúar frá félaginu fóru á nokkra aðal- fundi héraðssambanda kvenfélaganna og héldu þar erindi. Einnig voru nokkrir fundir haldnir með kvenréttindanef ndum. 19. júní kom út að venju. Merki Menningar- og minningarsjóðs kvenna voru seld á afmælisdegi Bríetar Bjamhéðinsdóttur í Reykjavík og víða um land. Styrk úr sjóðnum fengu á árinu 19 konur, samtals 34 þús. krónur. Félagið sá tvisvar á árinu um útvarpsdagskrá, eins og venja hefur verið í mörg ár. önnur var vegna minningardags stjórnmálaréttinda kvenna, 19. júní, og hin vegna Menningar- og minningar- sjóðs kvenna. Á vegum Kvenréttindafélags Islands og Barna- verndarfélags Reykjavikur kom hingað til lands frú Karen Berntsen, afbrotasálfræðingur, og hélt tvö erindi í háskólanum. Fyrir frumkvæði félagsins voru á síðastliðnu hausti stofnuð félagasamtökin „Vernd“, sem hafa það markmið að aðstoða þá, sem hafa gerzt brotlegir við landslög. Samþykkt var á aðalfundinum þessi tillaga: „Aðalfundur Kvenréttindafélags Islands, haldinn 24. febr. 1960, skorar á ríkisstjórnina, að hún gæti þess við fyrirhugaðar breytingar á skattalöggjöf- inni, að hlutur hjóna verði ekki gerður lakari en sambúðarf ólks“. \orsk kvlnncsaksforcniiijH. hélt hátíðlegt 75 ára afmæli sitt í maímánuði í fyrra með fundarhöldum og bókasýningu, þar sem sýndar voru bækur eftir konur og um konur m. m. Tvær konur frá K.R.F.l. sóttu þetta mót og fundi i hinni svokölluðu Ábonefnd, sem sett var á laggirnar á 9. fundi norrænu kvenréttindafélag- anna í Ábo í Finnlandi 1956 í þeim tilgangi „að gera sameiginlegt átak á öllum Norðurlöndum um að ryðja burt hindrunum, sem leggja hömlur á þátttöku kvenna í atvinnulífinu, t. d. samsköttun- inni og launamisréttinu. Enn fremur að gera til- lögur um bætt atvinnuskilyrði og hjálpargögn, er geri konum auðveldara að gegna tvöföldum skyldu- störfum: gagnvart heimilinu og þjóðfélaginu“. Á fundinum í Osló var eingöngu rætt um launa- misréttið og þá einkum, að safnað yrði frá hverju landi sem beztum gögnum um launamál kvenna, og þau síðan lögð fyrir 10. fund norrænu kven- réttindasamtakanna, sem haldinn var 13.—15. maí sl. í Stokkhólmi. Þann fund sótti engin frá íslandi, en stutt greinargerð um ástand í launa- málum kvenna hér var send fundinum, og að sjálfsögðu fáum við senda fundargerð og tillögur, sem samþykktar verða þar. 40 í 9. JÚNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.