19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 5
Björfi Einarsdóttir, skrif- Guðrún Friðgeirsdóttir, Linda Rós Michaelsdóttir. Beta Einarsdóttir, hjúkr- Margrét R. Bjamason,
stofumaður. menntaskólakennari. háskólanemi og gagn- unarkona og húsmóðir. fréttamaður.
fræðaskólakennari.
„Hringborö,,á Hellu
Sunnudaginn 16. maí s.l. fóru „fimm konur“ að Hellu
og nutu þar gestrisni heimamanna við nær daglanga
umræðu um fortíð og framtíð í stöðu karla og kvenna.
Samræðan hófst þegar í upphafi ferðar og í vistlegri
hreppsskrifstofunni fleygði henni fram ...
Björg Einarsdóttir stjórnaöi umræðum.
Erna Ragnarsdóttir tók Ijósmyndir.
G. Hvers vegna kemur þessi
nýja bylgja — réttindabarátta
kvenna á síðustu árum?
Bj. Við ættum e.t.v. fyrst að
reyna að finna út hvenær megin
breytingarnar á högum kvenna
hafa átt sér stað og hvers vegna.
Eg tel að það séu einkum tvö
atriði, sem hér ráða úrslitum.
Annars vegar þegar „kapitalið'1
hættir að vera einvörðungu
bundið í landareign — laust fjár-
magn myndast, sem hægt er að
flytja með sér. Þá verður
maðurinn frjálsari — og það á
kannski ekki síst við um konuna.
Landareignin var venjulega í
eigu karlmannsins og erfðist i
karllegg — konan varð þess vegna
að ánetjast karlmanninum til að
hafa efnahagslega undirstöðu
fyrir tilveru sinni — vera áhang-
andi föður, bróður, frænda, mági,
eiginmanni eða sonum.
G. Það voru nú svo fáir, sem
voru landeigendur.
Bj. Já, en eftir sem áður var
leiguliðinn háður landareigninni.
G. Með breyttum lifnaðar-
háttum, þegar fólk flyst á mölina
og kjarnafjölskyldan verður til.
Bj. Þegar afrakstur af öðru en
ræktun lands gerir fólki kleyft að
sjá sér farborða. Og einmitt hér á
landi kom þetta með togurunum,
sem var okkar ,,iðnbylting“, laust
3