19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 13
Þetta væri svo sannarlega æskilegt. önnur tilhögun gæti hentað........ Það er samt óæskileg skipting.
mismunandi hyskið — sumir
taka til aðrir gera það ekki. Eg
mundi ekki kæra mig að koma
heim, að loknum löngum vinnu-
degi í samkrull með mörgum
öðrum fjölskyldum.
Be. Það er samt óæskileg
skipting, sem orðin er á fjöl-
skyldum — aldraða fólkið tekið
úr tengslum við heimilin.
G. Þetta atriði, sem þú
nefndir Margrét, tel ég afar
mikilvægt umhugsunarefni.
Kjarnafjölskyldan er hagstætt
fyrirbæri fyrir framleiðsluöflin og
neyslusamfélagið. Lífsgæðakapp-
hlaupið, sem svo hefur verið
kallað og að fólk er einangrað í
litlum hópum eða fjölskyldum
orsakar að neyslan verður meiri.
Smáar fjölskyldur keppa hver við
aðra um að eignast sem mest og
með því að ala á því er hægt að
skapa þarfir hjá fólki, sem eru
falskar en stuðla að aukinni
neyslu.
M. Lg er ekki að mæla með
slíkri samkeppni eða fölskum og
e.t.v. ímynduðum þörfum, en þú
talaðir um neysluþjóðfélag og ég
vil jiá spyrja þig — hvaða önnur
þjóðfélög hefur þú í huga. Þetta
hugtak, neysluþjóðfélag, á við öll
þjóðfélög. Hvatinn að þeim
öllum felst í því að framleiða visst
magn af hráefni, vinna úr því,
selja öðrum og þjóna hver
öðrum.
G. A síðustu árum hefur
verið tilhneiging í þá átt að
breyta samfélagstilhöguninni.
Be. Er komin nokkur reynsla
á þau samfélög?
M. Maður hefur séð sumt
takast og annað ekki. Mér þætti
auðvitað freistandi að gera
tilraunir með ný sambýlisform og
nýja tilhögun starfa — að allt sé
sem sveigjanlegast og fólk þurfi
ekki að vera bundið á bás.
G. Onnur tilhögun en nú
tíðkast gæti hentað mörgum t.d.
að hafa íbúð í sambýlishúsi,
hver fyrir sig, en eiga þess kost að
kaupa máltíðir á hóflegu verði, að
rekið væri dagvistunarheimili á
staðnum og t.d. þvottahús. Að
fólk þyrfti ekki að loknum vinnu-
degi hver um sig að vinna þessi
störf — |iau væru leyst á
sameiginlegum grundvelli.
Be. Félagslega séð gæti þetta
orðið hagstætt t.d. fyrir börnin og
þá sem e.t.v. eru einmana.
Bj. Nú hafa Guðrún og
Margrét tjáð sig dálítið i
sambandi við heimili og
fjölskyldu án þess að út úr því
kæmi að leysa bæri heimilið upp
sem slíkt eða hverfa frá fjöl-
skylduforminu. Mig langar til að
spyrja ykkur Beta og Linda —
hvaða hlutverk finnst ykkur að
heimilið eigi að hafa?
Be. Heimilið á að vera
athvarf og griðastaður fjöl-
skyldunnar — þar hittist
nákomið fóik og býr saman. Mér
sýnist j:>að vera besta formið —
það er ekki komin reynsla á aðra
tilhögun, enda þótt ég sé ekki að
hafa á móti einhverjum
sveigjanleika.
Bj. Þú ert sem sagt sammála
stjórnarskrárgreininni, þar sem
segir að heimilið sé friðheilagt.
Þér finnst að á heimilinu séum
við í griðum meðal vina.
L. Ég er algjörlega sammála
Betu.
G. Það er reynsla fólks t.d. úr
kennslustörfum, að þegar hópur
vinnur saman að verkefni —
skapar eitthvað saman — þá
myndast samstaða og félags-
kennd. Það er leið til að tengja
saman einstaklinga. Stórfjöl-
skyldan á sveitaheimilunum í
bændasamfélaginu vann að
11