19. júní


19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 20
lagalegan rétt minn. Og þess vegna stend ég núna á götunni slypp og snauð með þrjú börn. — ------Hann hélt öllu, íbúðinni, bílnum, sumarbústaðnum, öllu. Þrír karlmenn eru með i leikritinu. Siggi forstjóri, Kalli klæðskeri og Himmi sendill. Er veislan stendur sem hæst birtist forstjórinn. Það var ekki flogið norður. Siggi: Það eru ekki nema tveir kostir fyrir ykkur. Annaðhvort verðið þið allar reknar — eða — þið verðið að hafa mig með í gleðinni.----------Ég hef alltaf haft samúð með alþýðunni. Svona innst inni. Magga: Hvað ertu að segja, ertu vinstri maður, Siggi? Siggi: Og ert þú það fífl að vera það ekki? Didda: Fariði nú ekki að tala um pólitík. Það er svo leiðinlegt. Siggi: Þið eruð svo óstéttvísar, að við getum spilað með ykkur eins og okkur sýnist. Ykkur skort- ir samstöðu. Gunna: Hvað meinarðu, góði? Siggi: Hvað ég meina. Á ég að segja ykkur af hverju ég settist niður og tók glas með ykkur núna? Af því þið höfðuð sam- stöðu. Bara af því að þið voruð allar með í þessu, sú var ástæðan. Þið stóðuð saman.-----------Þið fáið ekki lægra kaup en karl- menn. Getið þið bent mér á karl- menn, sem vinna við saumaskap? Nei, það er nefnilega það. I lok leiksins er það greinilega gefið í skyn, að veislan er upp- hafið að hugarfarsbreytingu. Konurnar hafa lært að hugsa og draga ályktanir. Ottinn og sofandahátturinn, sem gegnsýrir hópinn í byrjun sýningarinnar er með öllu horfinn. Þær hafa allt í einu fundið, hve sterkar þær gætu orðið, ef þær aðeins notuðu hæfi- leika sína til að móta sitt eigið líf. Þær skilja, að þær þurfa ekki að vera eins og eitthvað, sem utan- aðkomandi áhrif (hvort sem það nú er nefnt örlög eða einhverju öðru nafni) móta og stjórna, heldur geta þær mótað sitt eigið líf að eigin geðþótta. En þá verða þær líka að þora að opna augun Þvi verðurðu að kjósa og velja þér veg og vita með hverjum þú stendur. f alvöru talað þú ert eins og ég við ættum að takast i hendur. og hefjast handa. Þora að taka ákvarðanir og taka afleiðingun- um, þora að velja, þora að takast á við erfið verkefni, þora að fara sina eigin leið, en ekki stöðugt láta stjórnast af tísku og for- dómum. Slík er breytingin á sviðinu frá upphafi leiksins til loka: Magga: En eitthvað gerist. Við skulum sjá hvað gerist. Kannski er þessi hugarfars- breyting óskhyggja áhorfandans, sem þetta skrifar. Vissulega læðist sá grunur að, að sama lognmollan færist á ný yfir sumar þeirra, en ekki allar. í leikslok er sungið: Það er vonlaust að halda að allt verði eins og aldrei að neitt muni breytast það viðhorf er orðið svo mörgum til meins að maður er farinn að þreytast. Þvi verðurðu að kjósa og velja þér veg og vita með hverjum þú stendur. f alvöru talað, þú ert einsog ég við ættum að takast i hendur. Að lokinni sýningu átti ég tal við höfundinn og sagði hann þá meðal annars:„Enginn getur veitt konunni frelsi, nema hún sjálf. Til þess að vinna að því marki verða konur að standa saman.“ EBG 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.