19. júní


19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 40
Þingskrifarar stefna Alþingi Nú er fyrir Borgardómi í Reykjavík mál gegn Alþingi. Stefnendur eru fyrrum þingskrif- arar, sem hættu störfum vegna óánægju með kaup og kjör, sér- staklega er þeir báru sig saman við einn þingskrifara, sem hafði hærra kaup og naut betri kjara en þeir. Störf þingskrifara felast einkum í því að vélrita ræður þingmanna eftir segulbands- spólum með hjálp eyrnartækja. Það liggur í hlutarins eðli, að starf þetta er óvenju vandasamt, þar sem ræðurnar eru teknar upp, um leið og þingmenn flytja þær. Og má ætla, að þar tali þingmenn fyrst og fremst fyrir áheyrendum sínum og beiti þá blæbrigðum raddar og framburðar, eins og menn gera, þegar þeir tjá sig, en þeir leggi ekki áherzlu á hægan framburð, eins og menn gera, þegar þeir lesa gagngert inn á segulband fyrir vélritun. Á árunum 1930—1940 nutu þingskrifarar góðra launa, flest þau ár voru launin 11 krónur á dag eða um 300 krónur á mánuði yfir þingtímann, sem þá var aðeins nokkrir mánuðir. Einnig voru laun greidd í nokkra daga eftir þingslit, vegna þess að ganga þurfti frá ræðum, sem fluttar höfðu verið í önnum seinustu daga þingsins. Störfum þing- skrifara á þessum árum var þannig háttað, að tveir þingskrif- arar tóku niður ræðu þingmanns, yfirleitt hálftíma í einu, báru sig síðan saman, unnu úr ræðunni og gengu frá henni. Á þessum árum var farið að hraðrita ræður, um leið og þær voru fluttar. Athyglisvert er, að á árunum 1930—1940 fengu konur, sem 38 unnu á skrifstofum, um 200 krónur á mánuði. Ragnhildur Smith er stefnandi í fyrsta málinu, sem liggur fyrir frá þingskrifurum. Ragnhildur er fæddur Reyk- víkingur. Hún útskrifaðist úr Samvinnuskólanum 1951 og hefur síðan unnið við ýmis skrif- stofu- og verzlunarstörf, svo sem starfað í vélritunardeild SÍS og verið þar ritari í iðnaðardeild, einnig var hún við gjaldkerastörf í Héðni. Um tíma starfaði Ragnhildur erlendis og þá aðallega við vélrit- un hjá bandaríska hernum í Stuttgart. Hjá bandaríska hernum urðu menn fyrst að gangast undir hæfnispróf. Og þar var gengið frá kaupi og kjörum við menn, um leið og þeir voru ráðnir, áður en þeir hófu störf. Hjá hernum hækkuðu menn í starfi eftir því, hvernig þeir stóðu sig. Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir málum þingskrif- aranna, einkum út frá máli Ragnhildar Smith, með ívafi af svörum hennar við spurningum, sem lagðar voru fyrir hana. I stefnu er sakarefninu lýst svo: „Stefnandi hefur starfað sem þingskrifari hjá Alþingi undan- farin ár, í ígripum 1966—1972 en sem fastur starfsmaður frá 1. janúar 1973, en aðeins eftir hádegi og launin miðuð við 4/7 fastra launa i þeim launaflokki, sem þingskrifarar taka laun. Við ráðningu var stefnanda tjáð, að laun samkvæmt 13. launaflokki (efsta þrepi) ætti við um starf hennar. Það kom hins vegar á daginn, að stefndi, Alþingi, greiddi hærri laun til karlmanns, sem var þingskrifari og vann sambærilegt verk, eða samkvæmt 18. launaflokki. Var stefnandi minnug ákvæða laga um launa- jöfnuð karla og kvenna nr. 6 9/1961 og einnig kunnugt um frumvarp um Jafnlaunaráð, sem Alþingi fjallaði um og er lög nr. 37/1973, og vildi ekki sætta sig við misrétti þetta. Hins vegar náðist ekki nema óveruleg leið- rétting í janúar 1974 og hvarf stefnandi úr starfi, fyrst og fremst vegna óánægju, í apríl sama ár.“ Um kröfur stefnanda segir: „Stefnandi krefst þess aðallega, að stefndu verði gert að greiða 4/7 hluta mismunar launa sam- kvæmt 13. og 18.1 flokki frá 1. janúar 1973 til 31. janúar 1974 krónur 76.123 og 4/7 hluta mis- munur launa samkvæmt 17. og 21.1 flokki 31. janúar — 30. apríl 1974 krónur 21.162.— eða alls krónur 97.285.—, auk 15% upp- bóta krónur 14.600.—, eða alls krónur 111.865.— auk þess eru gerðar vaxtakröfur. í aðiljaskýrslu sinni farast Ragnhildi Smith svo orð um ráðningu sína: „Á árunum 1966 til 1972 var ég ráðin þannig að vera alltaf til staðar þegar hringt væri i mig, þannig að það þýddi nánast að ég væri á vakt allan sólarhringinn og fengu þingskrif- arar þá fasta greiðslu pr. mánuð (krónur 2.000.— á mánuði sem hækkaði í krónur 3.000.— seinna).“ Síðan segir hún, að þingskrifari sá, sem hún og hinir þingskrifararnir beri sig saman við í kröfum sinum, og annar þingskrifari hafi verið á föstum mánaðarlaunum á þessum árum eftir því, sem hún viti bezt. Vert er að gcta þess, að á því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.