19. júní


19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 19

19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 19
partimif og Itiktndur: SIGGA, gömul kona úr sveit . . . MAGGA, verkstjórinn ó staðnum . ÁSA, kona að byggja ................. GUNNA, fyrrv. áfengissjúklingur . DIDDA, einstœð kona með tvö börn LILLA, átján ára stelpa og ólétt . Sigríður Hagalín Ásdís Skúladóttir Hrönn Steingrímsdóttir Soffía Jakobsdóttir Margrét Helga Jóhannsdóttii Ragnheiður Steindórsdóttir SIGGI, forstjóri og eigandi saumastofunnar............ KALLI, klœðskeri á staðnum HIMMI, sendill á staðnum . . . Sigurður Karlsson Karl Guðmundsson Harald G. Haraldsson hér með fimm kvensum og mér hefur fundist þið allar eins. Mér hefur aldrei dottið í hug hvað líf ykkar . . . hvað líf ykkar er ólíkt. . . . Ég vil bara heyra strax næstu sögu, því nú verða allar að leysa frá skjóðunni eftir að Sigga og Magga hafa verið svona opin- skáar. Vinnufélagarnir halda áfram að segja ævisögur sínar ýmist í söng og bundnu máli eða óbundnu. Brugðið er upp atvik- um úr lífi þeirra og þau leikin. Vínið er notað til að opna per- sónurnar. Hér eru engin svör gef- in; hér er enginn prédikunartónn, heldur er einn veggurinn tekinn úr vinnustofu kvennanna og við fáum eina kvöldstund að kynnast þeim og kjörum þeirra. Á margt er drepið s.s. stöðutáknin, lífs- gæðakapphlaupið, fóstureyð- ingar, áfengisbölið o.m.fl. Við er- um minnt á, að enginn hefur tíma fyrir aldraða fólkið og börn- in. Ása: Og það er til svolítið, sem heitir að fylgjast með. Fjandinn hafi það. Það er best,að ég segi frá mér. Maðurinn minn er skrif- stofustjóri. Hann vinnur geysi- lega eftirvinnu. Og ég vinn líka úti.--------Við erum náttúrlega alveg á kafi í skuldum núna, stelpur, sko alveg upp fyrir haus. — — — Hann er náttúrlega dálitið á tauginni, strákgreyið. Nagar á sér neglurnar og svo- leiðis.-------Jú, börnin, ég var næstum búin að gleyma þeim! Aldursforseti þeirra ,Sigga‘ lifir í sínum eigin heimi: Sigga: Allir eiga bara að vera góðir við alla. Þá væri allt gott. — — — Kona er kona, en karl- maður er karlmaður! Gunna: Ég átti að fá fóstureyð- ingu. Það var bara orðið of seint, þegar komið var að mér . . . Ég drap barnið mitt, mamma, ha, vissirðu það. Gunna syngur: Rauðir hundar og ranglæti heims réði því hvernig hann var. „Það er ekkert að honum yndinu“ var ennþá mitt hjáróma svar. En var þetta slys eða verknaður minn í vöggunni hann kæfður var. Hún spyr svona þrotlaust mín þreytta sál, mig þyrstir i eitthvert svar. Hann fór í gröfina, en ég út á götu og gleymskuna sótti í vin. Eg yfirgaf börnin og húsbónda og hús, og hagaði mér eins og svín. Hann hafði hálfopinn munninn og hendina undir kinn. Elsku litli augasteinninn. Elsku sonur minn. Gunna er fyrrverandi áfengis- sjúklingur. Hún veit hvað það er að reyna að komast aftur út i atvinnulífið eftir dvöl á geð- sjúkrahúsi: Ása: Ég er ekki að meina i sambandi við þig, en mér finnst, að ef fólk frá spítalanum er látið vinna úti í bæ, þá eigi að minnsta kosti að láta þá vita, sem vinna með þessu fólki. Ja, hugsið ykkur, ef þeir til dæmis vildu ekki láta börnin sín umgangast það . . . Magga er verkstjóri á staðnum. Maður hennar var áður eigandi saumastofunnar, en lagðist í drykkjuskap og missti fyrirtækið út úr höndunum á sér. Þetta varð til þess að Magga rétti úr kútnum og varð verkstjóri. Áður hafði hann verið „húsbóndi á sínu heimili“: Magga: Gústi var nefnilega í þá daga svo ástriðufullur skipu- leggjari, að hann sá líka um allt á heimilinu. Skipulagði allt. Sagði mér fyrir verkum um alla skap- aða hluti. Hvað ég ætti að hafa i matinn, hvert ég ætti að fara í hárgreiðslu, hann pantaði fyrir mig tíma hjá tannlækninum og hann pantaði meira að segja fyrir mig frúarleikfimi sjálfur-----— Didda er einstæð móðir með þrjú börn. Didda: Ég bjó í sjö ár í óvígðri sambúð. Og veistu hvað það var, sem réði þvi? Það voru ekki örlög. Það var heimska. Það var mín eigin heimska að tryggja ekki 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.