19. júní


19. júní - 19.06.1976, Page 19

19. júní - 19.06.1976, Page 19
partimif og Itiktndur: SIGGA, gömul kona úr sveit . . . MAGGA, verkstjórinn ó staðnum . ÁSA, kona að byggja ................. GUNNA, fyrrv. áfengissjúklingur . DIDDA, einstœð kona með tvö börn LILLA, átján ára stelpa og ólétt . Sigríður Hagalín Ásdís Skúladóttir Hrönn Steingrímsdóttir Soffía Jakobsdóttir Margrét Helga Jóhannsdóttii Ragnheiður Steindórsdóttir SIGGI, forstjóri og eigandi saumastofunnar............ KALLI, klœðskeri á staðnum HIMMI, sendill á staðnum . . . Sigurður Karlsson Karl Guðmundsson Harald G. Haraldsson hér með fimm kvensum og mér hefur fundist þið allar eins. Mér hefur aldrei dottið í hug hvað líf ykkar . . . hvað líf ykkar er ólíkt. . . . Ég vil bara heyra strax næstu sögu, því nú verða allar að leysa frá skjóðunni eftir að Sigga og Magga hafa verið svona opin- skáar. Vinnufélagarnir halda áfram að segja ævisögur sínar ýmist í söng og bundnu máli eða óbundnu. Brugðið er upp atvik- um úr lífi þeirra og þau leikin. Vínið er notað til að opna per- sónurnar. Hér eru engin svör gef- in; hér er enginn prédikunartónn, heldur er einn veggurinn tekinn úr vinnustofu kvennanna og við fáum eina kvöldstund að kynnast þeim og kjörum þeirra. Á margt er drepið s.s. stöðutáknin, lífs- gæðakapphlaupið, fóstureyð- ingar, áfengisbölið o.m.fl. Við er- um minnt á, að enginn hefur tíma fyrir aldraða fólkið og börn- in. Ása: Og það er til svolítið, sem heitir að fylgjast með. Fjandinn hafi það. Það er best,að ég segi frá mér. Maðurinn minn er skrif- stofustjóri. Hann vinnur geysi- lega eftirvinnu. Og ég vinn líka úti.--------Við erum náttúrlega alveg á kafi í skuldum núna, stelpur, sko alveg upp fyrir haus. — — — Hann er náttúrlega dálitið á tauginni, strákgreyið. Nagar á sér neglurnar og svo- leiðis.-------Jú, börnin, ég var næstum búin að gleyma þeim! Aldursforseti þeirra ,Sigga‘ lifir í sínum eigin heimi: Sigga: Allir eiga bara að vera góðir við alla. Þá væri allt gott. — — — Kona er kona, en karl- maður er karlmaður! Gunna: Ég átti að fá fóstureyð- ingu. Það var bara orðið of seint, þegar komið var að mér . . . Ég drap barnið mitt, mamma, ha, vissirðu það. Gunna syngur: Rauðir hundar og ranglæti heims réði því hvernig hann var. „Það er ekkert að honum yndinu“ var ennþá mitt hjáróma svar. En var þetta slys eða verknaður minn í vöggunni hann kæfður var. Hún spyr svona þrotlaust mín þreytta sál, mig þyrstir i eitthvert svar. Hann fór í gröfina, en ég út á götu og gleymskuna sótti í vin. Eg yfirgaf börnin og húsbónda og hús, og hagaði mér eins og svín. Hann hafði hálfopinn munninn og hendina undir kinn. Elsku litli augasteinninn. Elsku sonur minn. Gunna er fyrrverandi áfengis- sjúklingur. Hún veit hvað það er að reyna að komast aftur út i atvinnulífið eftir dvöl á geð- sjúkrahúsi: Ása: Ég er ekki að meina i sambandi við þig, en mér finnst, að ef fólk frá spítalanum er látið vinna úti í bæ, þá eigi að minnsta kosti að láta þá vita, sem vinna með þessu fólki. Ja, hugsið ykkur, ef þeir til dæmis vildu ekki láta börnin sín umgangast það . . . Magga er verkstjóri á staðnum. Maður hennar var áður eigandi saumastofunnar, en lagðist í drykkjuskap og missti fyrirtækið út úr höndunum á sér. Þetta varð til þess að Magga rétti úr kútnum og varð verkstjóri. Áður hafði hann verið „húsbóndi á sínu heimili“: Magga: Gústi var nefnilega í þá daga svo ástriðufullur skipu- leggjari, að hann sá líka um allt á heimilinu. Skipulagði allt. Sagði mér fyrir verkum um alla skap- aða hluti. Hvað ég ætti að hafa i matinn, hvert ég ætti að fara í hárgreiðslu, hann pantaði fyrir mig tíma hjá tannlækninum og hann pantaði meira að segja fyrir mig frúarleikfimi sjálfur-----— Didda er einstæð móðir með þrjú börn. Didda: Ég bjó í sjö ár í óvígðri sambúð. Og veistu hvað það var, sem réði þvi? Það voru ekki örlög. Það var heimska. Það var mín eigin heimska að tryggja ekki 17

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.