19. júní


19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 41
tímabili, sem Ragnhildur Smith starfaði hjá Alþingi, var ekkert starfsmannafélag meðal starfs- manna Alþingis. Starfsmanna- félag Alþingis var ekki stofnað fyrr en 14. febrúar 1974. Samkvæmt aðiljaskýrslu Ragnhildar, þá var endanlegur samningur um launakjör gerður milli Starfsmannafélags ríkis- stofnana og Alþingis 25. október 1974, en þá höfðu allir stefnendur hætt störfum hjá Alþingi vegna óánægju. Ragnhildur: „Það kom illa við mig að vera án lífeyrissjóðsréttinda“. „Hverjar eru ástœðurnar fyrir því, að [>ið standið íþessu máli?“ „Þegar við skynjuðum, að launa- misrétti viðgekkst, hljóþ okkur kaþþ í kinn. Þarna fengum við samanburð við mann, sem Ijóst var, að vann sömu störf og við. Það var okkur mikils virði, að áhugi okkar fyrir misrétli á vinnu- markaðinum fann hljómgrunn hjá lög- manni, og við lögðum út í að hefja mál á hendur A Iþingi. “ Og um þetta snúast deilurnar. Vann þessi maður önnur störf en stefnendur? í skýrslu Jafnlauna- ráðs kemur fram, að það telur sér ekki fært að hrekja, að hann hafi unnið ýmis mikilvæg störf auk vélritunarstarfa, og má ætla, að meðal þeirra hafi verið það starf hans að vera staðgengill deildar- stjóra þess, sem hafði umsjón með þingskriftum, enda þótt trúnað- armaður Starfsmannafélags Al- þingis sé sammála stefnendum um, að um enga verkstjórn hafi verið að ræða af hálfu þessa þingskrifara. Samkvæmt fram- burði trúnaðarmanns hefur sér- verkefni þessa þingskrifara verið á síðustu árum að taka sýnishorn og sjá um varðveizlu á segul- bandsspólum, sem geyma ræður þingmanna. í vitnaleiðslum hefur komið fram bæði hjá stefnda og stefnendum, að stefn- endum hafi ekki verið tilkynnt um, að þessi þingskrifari væri að- stoðareftirlitsmaður, það er að segja staðgengill deildarstjóra. „Hver var kveikjan að aðgerðum ykkar?“ „Einn þingskrifari, sem vann sömu störf og við, var hœrra launaður. Við tókum laun samkvœmt 11.—13. launaflokki, en hann samkvæmt 18. launaflokki. Ein ástœðan fyrir því, að við komumst að raun um, að þessi þingskrifan var hærra launaður en við, var sú, að við vildum berjast fyrir bœttum hag okkar. Aðstaða var léleg á vinnustað, starfsfólkið var ekki í neinu stéllarfélagi og naut ekki lögboðinna réttinda, svo sem lífeyrissjóðsréttinda. Þetta sést meðal annars af því, að úr- skurður dómsins er sá, að málið heyri ekki undir félagsdóm, en hlutverk hans er að fjalla um deilur, sem rísa út af vinnusamningum. Hvað lífeyrissjóðsréttindi áhrœrir, þá kom það illa við mig að vera án þeirra, þar sem ég stóð í húsbyggingu og þurfti mjög á láni að halda. “ Um starfsaðstöðu segir svo í skýrslu Jafnlaunaráðs: „Vélrit- unarstörfin fóru fram í húsinu „Líkn“, og voru allir vélritararnir í sama sal. Þegar „Líkn“ var rifið fyrir tveim árum fluttist vél- ritunin yfir í Skjaldbreið.“ 1 þessum sal var einnig þingskrif- arinn, sem samanburðurinn er gerður við. Sjálfri vinnutilhög- uninni er lýst þannig í vitna- leiðslum, að deildarstjórinn hafi oft látið þingskrifara skipta um ritvél. Einnig halda stefnendur því fram, að þau afspólunartæki, sem þeir unnu við, hafi verið handstýrð, hins vegar hafi þing- skrifarinn, sem var hærra launaður og vann með þeim, haft afspólunartæki með fóthemli, jafnframt hafði hann nýlegustu ritvélina og alltaf sömu vél. „Hvað viltu segja okkur um út- búnaðinn hjá þingskrifurum?“ „Ein ástœðan fyrir því, að við hreyfðum kjaramálum, var sú, að sumir þingskrifaranna höfðu kynnzt góðum útbúnaði á skrifstofum annars staðar og töldu sig ekki ná fullum afköstum við þœr aðstœður, sem voru á vinnustað okkar, með þeim vélakosti og tækja- búnaði, sem þar var. “ 1 niðurstöðum sínum segir Jafnlaunaráð, að það sé ekki hlutverk þess að leggja til, að þessi eini þingskrifari verði lækk- aður í launum. I vitnaleiðslum hefur komið fram, að fulltrúar Starfsmanna- félags ríkisstofnana stungu upp á, að þingskrifarinn, sem stefnendur bera sig saman við, væri settur í 19. launaflokk, en tillaga kom frá fulltrúum Alþingis um 21. launaflokk, og sagði fulltrúi Starfsmannafélags ríkisstofnana það ekki venju, að þeir höfnuðu hærra launaflokki fyrir starfs- mann en þeir sjálfir legðu til í samningaviðræðum. Eins og fram hefur komið hér á undan, þá taldi Jafnlaunaráð sér ekki fært að hrekja, að þessi þingskrifari, sem núna ber starfs- heitið fulltrúi, ynni ýmis veiga- Framhald á bls. 55. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.