19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 21
Fimm
konur
Fimmtudaginn 8. apríl s.l. var
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leik-
ritið Fimm konur eftir norska rit-
höfundinn Björgu Vik.
Björg Vik er fædd í Osló árið
1935. Hún er af efnalitlu fólki
komin. Eftir stúdentspróf var hún
send í húsmæðraskóla að eigin
sögn. Árið 1955 hóf hún nám við
blaðamannaháskólann í Osló, og
starfaði síðan sem blaðamaður
við dagblað í iðnaðarbænum
Porsgrunn á Þelamörk. Þar
kynntist hún eiginmanni sínum
og býr þar enn ásamt honum og
þrem börnum þeirra.
Björg Vik hefur um nokkurt
árabil haft bein afskipti af jafn-
réttismálum og er hún nú ein af
forvígiskonum kvennahreyfing-
arinnar „Nyfeministerna“. Hún
var meðal jaeirra kvenna, er komu
á fót tímaritinu „Sirene;; árið
1973, en það fjallar um jafn-
réttismál og er ætlað jafnt körlum
sem konum.
Rithöfundaferil sinn hóf Björg
Vik með því að skrifa smásögur í
ýmis norsk tímarit, en sögur
þessar voru síðan gefnar út í bók-
inni Sunnudagssíðdegi árið 1963.
Tvö önnur smásagnasöfn komu
út árin 1966 og 1968, Neyðaróp
úr mjúkum sófa og Ágjarna
hjartað. Hún hefur einnig skrifað
tvær skáldsögur — Grát ástkæri
eiginmaður (1970) og Konurnar í
fiskabúrinu (1972). Öll ritverk
Bjargar Vik fjalla að mestu um
ástina og hin ýmsu vandamál, er
hana varða.
Leikrit Bjargar Vik eru 2, —
Húrra, það var stelpa! og Fimm
konur (eða Tveir þættir um fimm
konur eins og það heitir á frum-
málinu) — 1974, og hefur hið
síðarnefnda notið mikilla vin-
sælda, m.a. verið sýnt um öll
Norðurlöndin við mikla aðsókn.
Nýjasta verk Bjargar Vik er
Fortellinger om frihet — Frás-
agnir af frelsi, en það var annað
þeirra ritverka, er norðmenn
lögðu fram til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs árið
1975. Árið 1974 mun Björg Vik
hafa fengið verðlaun norskra
bókmenntagagnrýnenda.
Leikritið Fimm konur gerist
eina kvöldstund. Fimm gamlar
vinkonur og skólasystur á
fertugsaldri hittast hjá einni
þeirra. Er leikritið hefst, hafa þær
rétt lokið við að borða saman.
Þær sitja síðan og ræða saman
fram eftir kvöldi í góðu yfirlæti.
Þær rifja upp gamlar endur-
minningar úr skóla og frá
unglingsárunum, ræða um gamla
skólafélaga og síðast en ekki sízt
um sjálfar sig. Þegar á kvöldið
líður, gerast þær nokkuð ölvaðar
og málglaðar eftir því, og kemur
þá margt í ljós um líf þeirra og
hagi, sem hulið var áður.
Konurnar eru um margt ólíkar
hver annarri, en þær eru:
Hanna — fráskilin tveggja
barna móðir, sem starfar sem
ljósmyndari. Hún er nokkuð bit-
ur og óvægin. Hún hefur brotið af
sér viðjar hjónabandsins, að því
er hún sjálf segir, en um leið varð
hún að gera son sinn „móður-
lausan“ til þess að gera ekki bæði
börnin „föðurlaus;;, þ.e.a.s.
eiginmaður hennar fékk forræði
yfir syni þeirra, en hún yfir dóttur
þeirra. Hanna vill ekki sætta sig
við það hlutskipti konunnar að
„heyra ekkert, sjá ekkert, segja
ekkert“, og hún reynir að sann-
færa vinkonurnar um að breyt-
inga sé þörf. Hún hefur hvað eftir
annað máls á jafnréttismálum.
Líklega má telja Hönnu aðalper-
sónu leikritsins og jafnframt mál-
pipu Bjargar Vik að einhverju
leyti.
Anna María — er nokkurra
barna móðir og kennari að at-
vinnu. Hún virðist sætta sig vel
Frá vinstri — Sif: Sigríður Þorvaldsdóttir, Elinborg: Kristin Anna Þórarins-
dóttií, Lillý: Bryndís Pétursdóttir, Hanna: Margrét Guðmundsdóttir, Anna
Maria: Bríet Héðinsdóttir.
19