19. júní


19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 28
KONAN OG DAGURINN Þú trúir engu ljótu um mig. Mig móður barna þinna. — Hann lítur upp. Hann er að bráðna, hann er svo fljótur að bráðna. Hann er sérlega þægilegur og hentugur maður. Konan gengur um gólf með leiða í svip og hreyfingum, reykir og hugsar. Hún ákveður að hringja til Þóris aftur. Rétt fyrir fimm. — Rétt áður en hann fer heim. Samtalið getur orðið nokkuð langt, því hún ætlar að kvelja hann smávegis. Þó maðurinn hennar komi heim meðan á sam- talinu stendur, gerir það ekkert til, hún kann að haga orðum sínum. Engin hætta á öðru. — Andskotinn. Ætlar klukkan al- drei að verða fimm? Konan hellir ofurlitlu whiský í glas, blandar og drekkur. Hún hellir aftur í glasið. Vínið seytlar um hana, þægilega. Hún gengur að speglinum og horfir með athygli á sjálfa sig. Það er þó óþarfi, hún veit mæta- vel hvernig hún lítur út. Falleg kona. Góðar línur. Ótrúlega ungt andlit, 25—35, enginn gæti fullyrt um aldur hennar. Sjálf man hún sjaldan hvað hún er gömul. Þrátt fyrir þrjú börn, dálítið stálpuð, er hún ung. Reyndar alltof ung. Til hvers að vera ungur, fal- legur, fullur af orku og lífið ekki annað en þetta: Einn maður, fyrirvinna, faðir. Heimili. Tæki til að vinna með. Verk, sem þarf að vinna. Börn, verðandi fólk, háð móður sinni um takmark- aðan tíma. Og innan um þetta hrærist ung og falleg kona. Bliknar yfir fisk- pottinum og blaðri við aðrar konur um ekkert. Svo þetta er 26 lífið. Gott. Móðir, kona, meyja, meðtak — hvað, æ, þetta er úr gömlum jarðarfararsálmi. Og Þórir. Ævintýrið. Það hafði hvarflað að henni í fyrstu, að þetta væri ástin. Annars hefði hún varla byrjað á því. Svo hélt hún að hann væri ævintýrið. Nú var hann bara heimilisfaðir úr öðru húsi. Faðir annarra barna. Annar hvers- dagsleiki. Klukkan er að verða fimm. Konan sest við símann. Þórir, ég finn það allt í einu, að mig langar ekki að hitta þig aftur. Skilurðu, ég held, að ég fari eitt- hvað í burtu um tíma. Fari þangað, sem ég get skemmt mér ofurlítið, mér leiðist. Vildi bara kveðja og hafa allt á hreinu. Þórir verður önugur. Vildi bara kveðja og hafa allt á hreinu. Hvað gengur að konunni? Því hefur hún breytst svona skyndi- lega? Kannski annar maður. Auðvitað annar maður.Hann ásakar konuna og hverflyndi hennar. Hún nýtur geðshræringar mannsins. Alveg sama er honum þó ekki. Æ, það er þessi særða hégómagirnd, særður metnaður. Það er ástin. Hún teygir úr samtalinu, slær úr og í, kvelur eftir mætti. Hún heyrir að útidyrnar eru opnaðar. Eiginmaðurinn er kom- inn heim. En um leið veit hún upp á hár, að það er ekki hann. Hann er á fundi einmitt núna rúmlega fimm. Það er alveg áreiðanlegt. Þetta er náttúrlega pósturinn að kasta bréfi inn á ganginn. Og af því að hún er alveg viss um þetta, dettur henni í hug að láta Þóri koma snöggvast. Hún getur þá slegið botninn í þetta samband þeirra, augliti til auglitis. Það er áhrifameira. Hún segir eins og af skyndilegri hugdettu: — Heyrðu, komdu snöggvast, ég er ein. Þórir fylgist með geðbrigðum konunnar, en lofar auðmjúkur að koma. Kannski var hún bara að stríða honum áðan. Konur kunna með ýmsu móti. — Hann brosir. Konan leggur símann frá sér, glöð, augun leiftra. Maðurinn hennar er setstur makindalega í þægilegan stól. Konan byrjar að laga kaffi, letilega, eins og með hangandi hendi. — Ég hélt annars að þú værir á fundi og kæmir seint heim. — Ekki á miðvikudegi, það veistu vel. Hann horfir á konuna laga kaffið. Hann sér, að hún hefur drukkið eitt eða tvö vínglös. Það gerir ekkert til, hún kann sér hóf. Kannski hefur henni leiðst einni heima og börnin í sveit. Hún er lagleg, konan hans, og ber það með sér, að hann hefur ráð á að láta henni líða vel. Þau eru hamingjusöm. Hann man það, oft á dag. Þórir gengur inn, en hrekkur við, þegar hann sér, að konan er ekki ein. — Það er ekki fimmtu . . . Konan leikur hik og fát, ótta. Tekst ótrúlega vel að láta skína í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.