19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 29
Blýantsteikning eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur.
gegn að hún er að leika.
Býr hér? . . . afsakið. Hann
snýst á hæl og flýtir sér út.
Konan ljómar, kinnarnar
rjóðar, leiftur i augum. Líkaminn
beinn og spenntur. Hún segir
ekkert. Bíður.
Eiginmaðurinn er staðinn upp,
skynjar eitthvað, sem er að gerast.
Hvort það er lygi, leikur, mistök
eða blákaldur sannleikur, er ekki
á hans færi að ákveða í einni
svipan. Hann reynir að rannsaka
málið.
— Þú bauðst þessum manni
hingað . . . hélst að ég væri á
fundi. Hvenær byrjaðir þú þenn-
an leik? — Konan sér að maður-
inn er reiður. Hún gleymir öllu,
nema hlutverkinu. Gerir sig
vandræðalega, hikandi.
— Þessi maður, — hann var að
villast, þú heyrðir það sjálfur.
Hvers vegna ertu allt í einu svona
tortrygginn?
Maðurinn er á báðum áttum.
— Þú varst að tala í símann,
þegar ég kom. Þú sagðir: — Eg er
ein. — Þú hélst að ég væri á
fundi.
Nú er hann alveg viss í sinni
sök.
Hvað gengur að þér? Lít ég út
eins og kona, sem trúandi er til að
halda fram hjá manninum sín-
um?
Hún stendur frammi fyrir
manninum, heit, ögrandi, ótrygg.
Þá sér hann það greinilega.
Hún lítur út eins og kona, sem er
trúandi til hvers sem er. Hann
snýr baki við henni og gengur inn
í stofuna. Sest þar og byrgir sig
bak við dagblaðið. Særður
maður, og þó ef til vill enn meira
undrandi. Þessu hafði hann al-
drei búist við. Þó hún sé svona
falleg.
Konan kveikir sér í nýrri sígar-
ettu. Þá er þessum leik lokið. Eftir
er aðeins að laga allt til aftur.
Hræðilega var það lítilfjörlegt.
Engin sena. Þreyttur og svolítið
hnugginn eiginmaður. Bjána-
legur elskhugi, sem verður eins og
aumingi af minnsta tilefni og
hleypur í burtu. Svo þetta er lífið.
Gott. Nú er ekkert eftir. Best að
fara upp í sveit, á rólegan stað.
Fara í gönguferðir. Teikna, ef
Framhald á bls. 59.
Unnur Eiríksdóttir rithöfundur.
Fædd 7. júlí 1921 —
dáin 7. janúar 1976.
Unnur Eiríksdóttir rithöfundur var
fædd á Bíldudal, dóttir Eiríks Einars-
sonar bónda, Réttarholti, Reykjavík, og
konu hans Sigrúnar Kristjánsdóttur.
Hún ólst frá barnæsku upp hjá föður-
bróður sínum Þorsteini Einarssyni kenn-
ara að Höfðabrekku í Mýrdal.
Unnur Eiríksdóttir hóf rithöfundar-
feril sinn með því að birta smásögur og
ljóð i blöðum og tímaritum. Ritstörfin
stundaði hún samhliða venjulegum hús-
móðurstörfum. Fyrsta bók hennar Villi-
birta kom út árið 1969, næst kom ljóða-
bókin / skjóli háskans árið 1971 og síðan
smásagnasafnið Hvítrnánuður árið 1974.
Auk þess fékkst hún talsvert við þýðingar
og þýddi meðal annars skáldsögur eftir
rithöfundana Jean-Paul Sartre og
Friedrich Dúrrenmatt.
Árið 1969 birtist eftir Unni Eiríks-
dóttur smásagan Gröf á þrettándu hœð í 19.
júní. Smásagan, sem hér er birt, er úr
smásagnasafninu Hvítmánuður.
27