19. júní


19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 8
Sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna aðeins þarf að tefja sig á að gæta barna, þegar enginn fiskur er. L. Þetta er svona í mörgum sjávarþorpum. Be. Þetta er að breytast á síðustu árum og víða er farið að opna dagheimili. Bj. Úrbæturnar á allra síðustu árum — hafa þær orðið vegna þrýstings frá konunum sjálfum? M. Frá þeim umræðum, sem átt hafa sér stað undanfarið. Eg finn ákaflega mikinn mun á því hve karlar og konur eru opnari fyrir umræðum um kjör kvenna en var t.d. á árunum 1965—70. Be. Fyrst og fremst af því að vinnukraftinn vantar og að konur víða um land verða að vinna utan heimilis til að geta lifað. M. Það stefnir greinilega í þá átt núna — það gerir kaupmátt- arskerðing launa og skattafyrir- komulagið. En það er fyrst nú á allra síðustu árum, sem þetta gerist. Hins vegar mætti benda á hliðstætt dæmi við fiskvinnu kvenna í sjávarþorpum. Hjá minni kynslóð a.m.k. var títt að konur ynnu fyrir eiginmönnum sínum meðan þeir voru við nám — það þótti sjálfsagt og ekkert tiltökumál þótt börnin væru sett á barnaheimili. En jafnskjótt og maðurinn var búinn að læra þótti jafnsjálfsagt að konan hætti að vinna og kysi hún sjálf að hefja nám átti hún þess ekki lengur kost að hafa börnin á barna- heimili á þeirri forsendu að hún hefði nú fyrirvinnu. Það sem mátti leggja á börnin fyrir föður- inn mátti ekki leggja á þau fyrir móðurina. L. Konur voru aðeins bráða- birgðafyrirvinna. Bj. Og ýtt heim, þegar búið var að bjarga aflanum á land — í þessu tilviki mennta fyrirvinn- una. Bj. Ef við reynum að skoða réttindabaráttu kvenna í sam- hengi þá er augljóst að snörp og hörð barátta á sér stað fyrir sömu þjóðfélagslegum réttindum og karlar á seinustu áratugum 19. aldar og fram á þessa öld. En eins og eftir mikla orustu þá kemur hlé — konur fylgja ekki réttind- um sínum eftir. G. Það er greinilegt að kyrrstaða eða ládeyða verður eftir að kynslóð hinna duglegu kven- réttindakvenna er gengin. Hvort það helst í hendur við efnahags- kreppuna, sem varð milli heims- styrjaldanna tveggja veit ég ekki, en hagur fólks var lélegur. Be. Það er athyglisvert að lesa t. d. eftir Bríetu Bjarn- héðinsdóttur — en er oft vitnað í skrif hennar. Hún sýndi mikinn kjark þegar hún fyrst kvenna hér á landi hélt fyrirlestur opinber- lega, árið 1887, og talaði um kjör og réttindi kvenna. — En mér virðist sem ný umræða komi gegnum bókmenntir fyrir á að giska aldarfjórðungi — færist síðan á annan og víðari vettvang og í aukana. Með alþjóðlega kvennárinu nær umræðan um stöðu kvenna í heiminum hámarki. M. Ég er sammála því að kveikjan hafi komið á ný í gegnum bókmenntirnar. Hver rithöfundurinn á fætur öðrum tekur að rita um þessi mál. Mér kemur í hug höfundur eins og Virginia Woolf, sem kom við kaunin á konunum sjálfum. Hún segir, að til þess að konur verði fullgildir og fullþroska einstakl- ingar sé efnahagslegt sjálfstæði frumskilyrði. Þær verði að geta staðið á eigin fótum. Be. Það er auðvitað undir- staðan. L. Ég geri mér ekki grein fyrir því, sem hefur skeð svona langt aftur í tímann — mínir jafnaldr- ar taka við því, sem aðrir hafa gert. Það hefur verið lagt upp í hendurnar á okkur. Þegar ég fékk upphaflega áhuga fyrir jafn- réttismálum um 1970 var Rauð- sokkahreyfingin að fara af stað hér á landi. M. Á fyrstu áratugum þessarar aldar hefst kjarabarátta hér á landi með stofnun verka- lýðsfélaga og þar eiga konur hlut að máli eins og karlar. Jafnframt umræðu um kjör kvenna verður menntun í æ ríkara mæli eign almennings og hringurinn víkkar smátt og smátt líkt og þegar steini er kastað í vatn — gárurnar smá stækka og snerta sífellt fleiri. En það er á áratugnum 1960—1970 sem eitthvað nýtt gerist. G. Staða heimilanna breytist mikið við það að framleiðslan flyst af þeim út á vinnu- markaðinn. Heimilið verður ekki lengur framleiðslu- og neyslu- eining, heldur eingöngu neyslu- eining og staður, þar sem vinnu- aflið endurnýjast. Bj. Já, inni á heimilunum var nær allur iðnaður landsmanna í umsjá kvenna, en þær fylgja ekki verkefnunum út af heimilunum — sitja næstum tómhentar eftir. Be. Og við það einangrast konan á heimilinu. Bj. Var jDetta e. t. v. slys? M. og G. Þetta er samverk- andi við aðra þætti i jijóð- félaginu. L. Meðan vélvæðingin hafði ekki náð inn á heimilin voru næg verkefni þar fyrir konuna. En síðan koma ýmis tæki til 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.