19. júní


19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 31
1974 Tvær nefndir voru á árinu 1974 settar á laggimar til þess að vinna að mál- efnum kvennaársins 1975. Snemma árs stofnuðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna og nokkur önnur kvenfélög kvennaársnefnd. Kvenfé- lagasamband fslands, Kvenréttindafé- lag Islands, Kvenstúdentafélag ís- lands, Félag háskólakvenna, Rauð- sokkahreyfingin og Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi settu á stofn sam- starfsnefnd í júnímánuði. (Dagblöð i Rvk). — Mennlamálaráðuneytið skrifaði nokkr- um kvennasamtökum bréf í ágústmán- uði 1974 og óskaði eflir tillögum um verkefni á kvennaárinu að því leyti er varðar verksvið ráðuneytisins. (Húsfr- eyjan, 3. tbl. 1974) — Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð til þrests 29. seþlember 1974, fyrst kvenna á íslandi. fslenskar konur hafa haft lagalegan rétt til kirkjulegra embœtta sem og annarra embœtta frá 1911, en þrátt fyrir það eru enn til menn í þrestastétt, sem telja að íslenska kirkjan sé komin á villigötur, fyrst kona er vígð til þrestsþjónustu. Nokkur blaðaskrif og skoðanaskiþti urðu um málið. (Dagblöð í Rvk.) 1975 Kvennasögusafn fslands var stofnað 1. janúar 1975, á fyrsta degi alþjóða- kvennaárs Sameinuðu þjóðanna. — 1 ársbyrjun voru fyrirhuguð verkefni á vegum samslarfsnefndarinnar frá júní 1974 kynnt í fjölmiðlum, svo sem hátíðahöld, ráðstefnur, sýningar og út- varþserindi. — Forsœtisráðuneytið tilkynnir í janúar- mánuði, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að skiþa nefnd, sem kallist kvennaárs- nefnd, og rétt til að tilnefna fulltrúa í nefndina eigi þessi félög: Kvenfélaga- samband tslands (tvo fulltrúa), Kvenstúdentafélag fslands og Félag háskólakvenna (einn fulltrúa sam- eiginlega), Kvenréttindafélag fslands, Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna, Rauðsokkahreyfingin og Félag sameinuðu þjóðanna (einn fulltrúa hvert). (19. júní, 1975, bls. 36— 37). Kvennaársnefndin var skiþuð í júní 1975, og er formaður hennar Guðrún Erlendsdóllir hœstaréttarlögmaður. — Norðurlandaráð hélt fund í Reykjavík í febrúarmánuði. Ragnhildur Helga- dóttir alþingismaður var kosin forseti ráðsins. Hér verður helstu viðburða kvenna- ársins 1975 getið. (Helstu heimildir eru dagblöðin í Reykjavík). Ráðstefnur, hátíðahöld og fundir: Fyrsta kvennaársráðstefnan var í janúarmánuði í Reykjavík. Að ráðstefnunni stóð Rauðsokkahreyfingin ásamt nokkrum verkalýðsfélögum og fjallaði hún um kjör láglaunakvenna. í febrúar var ráðstefna um dagvistun bama og forskólanám. Fóstrufélag fslands og Rauðsokkahreyfingin geng- ust fyrir þessari ráðstefnu. 1 Neskauþsstað var í aþríl-mánuði ráðstefna um kjör kvenna í sjávarþorþ- um og til sveita. Aðalráðslefna kvennaársins var haldin á vegum nefndanna, sem settar voru á stofn 1974. Ráðstefnan var formlega sett á hátíðafundi kvennaársins ! Háskólabiói 14. júní, en sjálf ráðstefnan var haldin 20.—21. júní á Hótel Loftleiðum. Fjöldamargar sam- þykktir komu frá ráðstefnunni. Ein þeirra var áskorun til kvenna um að taka sér frí frá störfum á degi Sam- einuðu þjóðanna 24. okt. 1975 til að sýna fram á mikilvœgi starfa sinna. Allar áskoranir og ályktanir ráð- stefnunnar, svo og niðurstöður staffs- hóþanna voru fjölritaðar. (Til í Kvennasögusafni Isl.) Mikill fjöldi „kvennaársfunda“ var haldinn um land allt, hjá héraðssam- böndum, einstökum kvenfélögum og jafnvel hjá félögum karla. Sumir fund- anna voru venjulegir umræðufundir, en aðrir hátíðafundir með rœðuhöldum og alvöruþrungnum skemmtiatriðum. Alþjóðakvennadaginn 8. mars héldu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hátíðlegan í Norrœna húsinu. A dagskránni var m.a. þáttur, sem bar heitið: „Konan sem hvarf“, en það voru brot úr íslenskum bókmenntum síðasta áratugs. Hátíðafundur kvennaársins var í Háskólabíói 14. júní 1975. Rceðu- maður var Eva Kolslad frá Noregi (Rœðan er í Húsfreyjunni 3. h. 1975). Eitt dagskráratriða var um vinnandi konur á lslandi fyrr og nú: „Stóðu meyjarað meginverkum“.. Þessiþáttur og eins „Konan sem hvarf“ var fluttur af leikurum, en háskólanemar tóku þá saman. (Þátturinn um vinnandi konur: „Stóðu meyjar að meginverkum“ var fluttur i útvarþi sunnudaginn 18. okt. 1975 og er til í Ijósriti í Kvennasögu- safni Islands). Helvi Siþilá, framkvæmdastjóri al- þjóðakvennaársins á vegum Sameinuðu þjóðanna, talaði á fundi i Norrœna húsinu i ágústmánuði. Kvennaársráðstefna á vegum Alþýðu- sambands fslands og Bandalags starfsmanna ríkis- og bæja var haldin í Munaðamesi i Borgarfirði 26.—28. seþtember 1975 (Útdrœllir úr erindum og önnur fjölrituð þlögg ráðstefnunnar eru til í Kvennasögusafni Islands). Á vegum Sameinuðu þjóðanna var ráð- stefna haldin í Mexikó i júnimánuði. fslenska ríkisstjórnin sendi þrjá full- trúa, sem lilnefndir voru af ríkisskiþ- uðu kvennaársnefndinni: Auði Auðuns, Sigriði Thorlacius og Vilborgu Harðardóttur. I Auslur-Berlin var önnur alþjóða- kvennaráðstefna haldin i tilefni kvennaársins. Ráðstefnan var oþin fé- lagasamtökum og einstaklingum. Frá fslandi fóru fimm konur á vegum Menningar- og friðarsamtaka ísl. kvenna og fleiri félaga. Helvi Siþilá flutti ávarþ á báðum ráð- stefnunum. Sýningar á listaverkum kvenna: Á vegum Norrœna hússins, Félags islenskra myndlistarmanna og Menn- ingar- og friðarsamtaka ísl. kvenna var sýning í marsmánuði á margs konar listaverkum kvenna. „Listiðja í dagsins önn — Kvenna- vinna“, var heiti farandsýningar á munum og klæðnaði frá Færeyjum, Grœnlandi, fslandi, Álandi og frá Sömum. Samstarfsnefnd isl. kvenna- samtakanna átti frumkvæði að því að halda sýninguna, en hún var gerð á kostnað norræna menningarsjóðsins og með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Sýningin var fyrst sett uþþ i Reykjavik, en síðan í Neskauþstað, Egilstöðum, Akureyri, Isafirði og Patreksfirði, áður en hún var send til hinna landanna. Listasafn Islands hafði allt sumarið 1975 sýningu á þeim listaverkum kvenna, sem til voru í eigu þess. Margar aðrar sýningar með lislaverk- um kvenna (bæði einkasýningar og samsýningar) voru haldnar á árinu, t.d. á verkum Eyborgar Guðmunds- dóttur í mars og Drífu Viðar í október. A fundi Norðurlandaráðs i febrúar var m.a. samþykkt tillaga frá Ragnhildi Helgadóttur forseta ráðsins um að Norðurlandaráð efni til farandsýningar 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.