19. júní


19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 58

19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 58
— Skiptar skoðanir Gerður G. Óskarsdóttir Framhald af bls. 24 ætlast, að þær gegni þjónustu- hlutverki bæði á heimili og vinnustað. Eigi þær börn, er þeim einum ætlað uppeldishlutverkið. Það þarf styrk og þor til þess að rífa sig frá þessari ömurlegu mynd og taka sinn rétt, og það er til mikils ætlast af konum, að þær geri það einar og hjálparlaust. Ekki síst með tilliti til þess, að í hinu hefðbundna uppeldi er ekki lögð áhersla á að þroska sjálf- stæði, framtakssemi og frum- kvæði hjá stúlkum. Hér er víta- hringur, sem erfitt verður að komast út úr. En hvaða tímabundin forrétt- indi er hægt að veita konum? Hið opinbera gæti tekið af skarið í launamálum og hækkað hefð- bundin kvennastörf um launa- flokka, bæði til þess að sýna í verki að þessi störf séu metin til jafns við önnur störf og til þess að fá karla til að vinna þau. Hér er um að ræða t.d. störf fóstra, kennara, hjúkrunarfræðinga, Ijósmæðra, hreingerningafólks, ritara og símvarða. Einkaaðilar halda að sjálf- sögðu áfram meðan þeir geta að nota konur sem ódýrt vinnuafl og varavinnuafl. Til þess að bæta hag láglaunaverkafólks, sem að miklum meirihluta er konur, þarf samstillt átak allrar verkalýðs- hreyfingarinnar. Þar ná konurnar seint árangri einar, karlarnir þurfa að standa þeim við hlið og þá að sjálfsögðu að fórna einhverju í staðinn. Við stöðuveitingar gæti hið opinbera gert sér það að reglu um sinn að láta konu ganga fyrir um starf, sæki karl og kona um, sem talin eru hafa sömu hæfileika til að gegna því. 56 I öllum nefndum og stjórnum á vegum ríkis og sveitafélaga ættu konur að vera jafnmargar og karlar. Konur og karlar gætu skipað framboðslista til skiptis. Hér missir að sjálfsögðu fjöldi karla spón úr aski sínum. Alla félagslega þjónustu þarf að stórefla, eins og rekstur dag- heimila, heimilishjálp við aldr- aða, mötuneyti í skólum og á vinnustöðum o.s.frv. Hér er um að ræða rekstur, sem kemur eink- um konum til góða við núverandi aðstæður. í staðinn þarf að sjálf- sögðu að taka fé frá fram- kvæmdum, sem karlar hafa meiri áhuga á. Gera þarf ríkisfjölmiðlum, út- varpi og sjónvarpi skilt að huga sérstaklega að jafnri þátttöku karla og kvenna í fréttaflutningi, umræðum, skemmtiefni og flutn- ingi listar til þess að innræta konum og körlum og einkum börnum og unglingum, að kynin séu jafnmiklum hæfileikum búin og skoðanir og viðhorf beggja jafnverðmæt. Hér þurfa karlarnir að víkja eilítið til hliðar. Auðvelda má konum aðgang að framhaldsnámi. 1 stað þess að tempra aðgang að yfirfullum námsleiðum með í raun of háum einkunnatakmörkunum, mætti hafa þá reglu að taka inn jafn- marga nemendur af hvoru kyni, sem þó eru með ákveðna lág- markseinkunn. Segja má að það, sem ég hef nefnt hér, séu í raun engin for- réttindi fyrir konur heldur jafn- rétti. En karlmenn líta sjálfsagt ekki á það sem jafnan rétt, vegna þess að þeir missa viss forréttindi sín í staðinn. Neskaupstað í maí 1976. Gerður G. Óskarsdóttir — Skiptar skoðanir Þorsteinn Pálsson Framhald af bls. 25 áhrif á það en lagaþvinganir. En við getum ekki lokað augunum fyrir því, að aðstaða einstaklinganna í þjóðfélaginu er afar misjöfn. Það misrétti er ekki aðeins á milli karla og kvenna. Á síðari árum höfum við t.a.m. fengist talsvert við svonefnd bú- setuvandamál. Til þess að draga úr áhrifum mismunandi búsetu- skilyrða hefur einstökum lands- hlutum verið veitt sérstök fyrir- greiðsla. Utgerðarmenn á Vest- fjörðum fá þannig lán úr byggðasjóði, sem reyknesingum er alls ekki gefinn kostur á. Spyrja má, hvort ekki þurfi að beita svipuðum ráðum til þess að tryggja jafna aðstöðu karla og kvenna. Vissulega er það svo. Sem dæmi þar um má nefna mikilvægi þess að hraða upp- byggingu dagheimila fyrir börn. Þau auðvelda fyrst og fremst konum, sem bundnar hafa verið við barnagæslu og heimilisstörf, að komast út í atvinnulífið. Á hinn bóginn er ekki unnt að fallast á að lögbjóða forréttindi eins og þau, að konur gangi fyrir körlum um störf eða minni kröfur séu gerðar til þeirra í skólum. Lögþvinguð forréttindi af þessu tagi væru í mínum augum ekki aðeins óheilbrigð og andstæð okkar stjórnskipun heldur einnig niðurlægjandi fyrir konurnar sjálfar. Markmiðið er að menn séu metnir að verðleikum, en ekki eftir kynferði. Forréttindi geta ekki verið leiðin að því marki. Þorsteinn Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.