19. júní


19. júní - 19.06.1976, Síða 31

19. júní - 19.06.1976, Síða 31
1974 Tvær nefndir voru á árinu 1974 settar á laggimar til þess að vinna að mál- efnum kvennaársins 1975. Snemma árs stofnuðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna og nokkur önnur kvenfélög kvennaársnefnd. Kvenfé- lagasamband fslands, Kvenréttindafé- lag Islands, Kvenstúdentafélag ís- lands, Félag háskólakvenna, Rauð- sokkahreyfingin og Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi settu á stofn sam- starfsnefnd í júnímánuði. (Dagblöð i Rvk). — Mennlamálaráðuneytið skrifaði nokkr- um kvennasamtökum bréf í ágústmán- uði 1974 og óskaði eflir tillögum um verkefni á kvennaárinu að því leyti er varðar verksvið ráðuneytisins. (Húsfr- eyjan, 3. tbl. 1974) — Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð til þrests 29. seþlember 1974, fyrst kvenna á íslandi. fslenskar konur hafa haft lagalegan rétt til kirkjulegra embœtta sem og annarra embœtta frá 1911, en þrátt fyrir það eru enn til menn í þrestastétt, sem telja að íslenska kirkjan sé komin á villigötur, fyrst kona er vígð til þrestsþjónustu. Nokkur blaðaskrif og skoðanaskiþti urðu um málið. (Dagblöð í Rvk.) 1975 Kvennasögusafn fslands var stofnað 1. janúar 1975, á fyrsta degi alþjóða- kvennaárs Sameinuðu þjóðanna. — 1 ársbyrjun voru fyrirhuguð verkefni á vegum samslarfsnefndarinnar frá júní 1974 kynnt í fjölmiðlum, svo sem hátíðahöld, ráðstefnur, sýningar og út- varþserindi. — Forsœtisráðuneytið tilkynnir í janúar- mánuði, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að skiþa nefnd, sem kallist kvennaárs- nefnd, og rétt til að tilnefna fulltrúa í nefndina eigi þessi félög: Kvenfélaga- samband tslands (tvo fulltrúa), Kvenstúdentafélag fslands og Félag háskólakvenna (einn fulltrúa sam- eiginlega), Kvenréttindafélag fslands, Menningar- og friðarsamtök islenskra kvenna, Rauðsokkahreyfingin og Félag sameinuðu þjóðanna (einn fulltrúa hvert). (19. júní, 1975, bls. 36— 37). Kvennaársnefndin var skiþuð í júní 1975, og er formaður hennar Guðrún Erlendsdóllir hœstaréttarlögmaður. — Norðurlandaráð hélt fund í Reykjavík í febrúarmánuði. Ragnhildur Helga- dóttir alþingismaður var kosin forseti ráðsins. Hér verður helstu viðburða kvenna- ársins 1975 getið. (Helstu heimildir eru dagblöðin í Reykjavík). Ráðstefnur, hátíðahöld og fundir: Fyrsta kvennaársráðstefnan var í janúarmánuði í Reykjavík. Að ráðstefnunni stóð Rauðsokkahreyfingin ásamt nokkrum verkalýðsfélögum og fjallaði hún um kjör láglaunakvenna. í febrúar var ráðstefna um dagvistun bama og forskólanám. Fóstrufélag fslands og Rauðsokkahreyfingin geng- ust fyrir þessari ráðstefnu. 1 Neskauþsstað var í aþríl-mánuði ráðstefna um kjör kvenna í sjávarþorþ- um og til sveita. Aðalráðslefna kvennaársins var haldin á vegum nefndanna, sem settar voru á stofn 1974. Ráðstefnan var formlega sett á hátíðafundi kvennaársins ! Háskólabiói 14. júní, en sjálf ráðstefnan var haldin 20.—21. júní á Hótel Loftleiðum. Fjöldamargar sam- þykktir komu frá ráðstefnunni. Ein þeirra var áskorun til kvenna um að taka sér frí frá störfum á degi Sam- einuðu þjóðanna 24. okt. 1975 til að sýna fram á mikilvœgi starfa sinna. Allar áskoranir og ályktanir ráð- stefnunnar, svo og niðurstöður staffs- hóþanna voru fjölritaðar. (Til í Kvennasögusafni Isl.) Mikill fjöldi „kvennaársfunda“ var haldinn um land allt, hjá héraðssam- böndum, einstökum kvenfélögum og jafnvel hjá félögum karla. Sumir fund- anna voru venjulegir umræðufundir, en aðrir hátíðafundir með rœðuhöldum og alvöruþrungnum skemmtiatriðum. Alþjóðakvennadaginn 8. mars héldu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hátíðlegan í Norrœna húsinu. A dagskránni var m.a. þáttur, sem bar heitið: „Konan sem hvarf“, en það voru brot úr íslenskum bókmenntum síðasta áratugs. Hátíðafundur kvennaársins var í Háskólabíói 14. júní 1975. Rceðu- maður var Eva Kolslad frá Noregi (Rœðan er í Húsfreyjunni 3. h. 1975). Eitt dagskráratriða var um vinnandi konur á lslandi fyrr og nú: „Stóðu meyjarað meginverkum“.. Þessiþáttur og eins „Konan sem hvarf“ var fluttur af leikurum, en háskólanemar tóku þá saman. (Þátturinn um vinnandi konur: „Stóðu meyjar að meginverkum“ var fluttur i útvarþi sunnudaginn 18. okt. 1975 og er til í Ijósriti í Kvennasögu- safni Islands). Helvi Siþilá, framkvæmdastjóri al- þjóðakvennaársins á vegum Sameinuðu þjóðanna, talaði á fundi i Norrœna húsinu i ágústmánuði. Kvennaársráðstefna á vegum Alþýðu- sambands fslands og Bandalags starfsmanna ríkis- og bæja var haldin í Munaðamesi i Borgarfirði 26.—28. seþtember 1975 (Útdrœllir úr erindum og önnur fjölrituð þlögg ráðstefnunnar eru til í Kvennasögusafni Islands). Á vegum Sameinuðu þjóðanna var ráð- stefna haldin í Mexikó i júnimánuði. fslenska ríkisstjórnin sendi þrjá full- trúa, sem lilnefndir voru af ríkisskiþ- uðu kvennaársnefndinni: Auði Auðuns, Sigriði Thorlacius og Vilborgu Harðardóttur. I Auslur-Berlin var önnur alþjóða- kvennaráðstefna haldin i tilefni kvennaársins. Ráðstefnan var oþin fé- lagasamtökum og einstaklingum. Frá fslandi fóru fimm konur á vegum Menningar- og friðarsamtaka ísl. kvenna og fleiri félaga. Helvi Siþilá flutti ávarþ á báðum ráð- stefnunum. Sýningar á listaverkum kvenna: Á vegum Norrœna hússins, Félags islenskra myndlistarmanna og Menn- ingar- og friðarsamtaka ísl. kvenna var sýning í marsmánuði á margs konar listaverkum kvenna. „Listiðja í dagsins önn — Kvenna- vinna“, var heiti farandsýningar á munum og klæðnaði frá Færeyjum, Grœnlandi, fslandi, Álandi og frá Sömum. Samstarfsnefnd isl. kvenna- samtakanna átti frumkvæði að því að halda sýninguna, en hún var gerð á kostnað norræna menningarsjóðsins og með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Sýningin var fyrst sett uþþ i Reykjavik, en síðan í Neskauþstað, Egilstöðum, Akureyri, Isafirði og Patreksfirði, áður en hún var send til hinna landanna. Listasafn Islands hafði allt sumarið 1975 sýningu á þeim listaverkum kvenna, sem til voru í eigu þess. Margar aðrar sýningar með lislaverk- um kvenna (bæði einkasýningar og samsýningar) voru haldnar á árinu, t.d. á verkum Eyborgar Guðmunds- dóttur í mars og Drífu Viðar í október. A fundi Norðurlandaráðs i febrúar var m.a. samþykkt tillaga frá Ragnhildi Helgadóttur forseta ráðsins um að Norðurlandaráð efni til farandsýningar 29

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.