19. júní


19. júní - 01.03.1995, Page 4

19. júní - 01.03.1995, Page 4
„Á ég að trúa þér stelpa?" egar ég var 18 ára var ég með stöðugan magaverk og taldi líklegast að um botnlanga- bólgu væri að ræða. Leitaði þar af leiðandi til læknis. Hann skoðaði mig vel og vandlega en fann engin sjúkdómseinkenni sem áttu að fylgja botn- langabólgu. Ég sagði sem var að ég væri búin að finna fyrir óþægindum árum saman. „A ég að trúa þér stelpa?11 spurði hann. Ég sagði hann ráða því en hinsvegar vildi ég gjarnan að hann tæki úr mér botnlangann. Ef hann væri skemmdur þá væri nokkuð víst að hann hefði valdið mér þessum óþægindum en ef hann væri óskemmdur þá myndi hann í það minnsta aldrei angra mig síðar. Hann féllst á þessa röksemdafærslu, ég beið eftir sjúkrahúsplássi í 6 vikur og var skorin. Ég viðurkenni að ég var ósköp fegin þegar í ljós kom að botnlanginn var mjög illa far- inn og á fyrsta stofuganginum eftir upp- skurðinn var haldinn langur fyrirlestur um mun á bráðabotnlangabólgu og krónískri botnlangabólgu. Síðan hef ég verið svo lánsöm að vera við góða heilsu. En að undanförnu hef ég heyrt sögur sem hafa gert það að verkum að mig langar ekki til að lenda í því að biðja einhvern um að trúa mér ef ég myndi fá einhverja verki hér eða þar. Þannig sagði ein vinkona mín og jafnaldra mér frá því um daginn að henni hefði fundist hún vera óvenju þreklítil og leitaði þar af leiðandi til heimilislæknis. Hann spurði hana hvort hún væri bara ekki stressuð og hvort ekki mætti bjóða henni eitthvað róandi. Henni fannst nú að hann hefði frekar átt að bjóða henni eitthvað örvandi, en afþakkaði þó slíkar veidngar. Skömmu síðar fannst henni hún sjá þykkildi framan á hálsinum á sér og hugkvæmdist þá að leita til kven- sjúkdómalæknis og biðja um hormóna- rannsókn þar sem hún væri að nálgast breydngaaldurinn. Það gekk eftir, hún vissi sem var að þar með væri skjaldkirdllinn rannsakaður. í ljós kom að starfsemi skjaldkirtilsins var verulega skert og nú er hún komin á lyf sem hún mun taka það sem eftir er ævinnar. Skömmu síðar fann maður hennar fyrir því að hann var farinn að fá brjóstsviða. Hann leitaði til heimilis- læknis, var hvorki boðið róandi né örv- andi, heldur sendur beina leið í góða rann- sókn. „Mér fannst ég frnna heilmikinn mun á því hvort okkar átti í hlut, reynt var að finna hvað amaði af honum, hann var því trúverðugur sjúldingur en ég var strax álitin móðursjúk." Margar konur hafa því miður viðlíka sögur að segja. Aðra sögu heyrði ég hjá annarri vinkonu minni sem var öllu alvar- legri. Kona um fimmtugt leitaði til læknis vegna slappleika. Eftir að hafa verið vísað eitthvað milli lækna var henni vísað á geð- lækni og látin á geðlyf. Kunningi konunnar sem var læknir var ekki ánægður með þessa afgreiðslu og kom henni í rannsókn. Strax daginn eftir var hún skorin upp vegna heilaæxlis en þá var það orðið það stórt að ekkert var hægt að gera. En þegar hér var komið sögu var um eitt og hálft ár frá því konan leitaði fyrst læknis þar sem henni fannst hún eitthvað öðruvísi en hún átti að sér. Ég fór að velta því fyrir mér að eflaust hefði ég verið nijög heppin að fá botn- langabólgu á unga aldri, hefði ég leitað læknis með verk í maga í dag, hefði mér eflaust annað hvort verið boðið róandi eða sagt að það væri ekkert eðlilegra en ég finndi einhverja verki í maga, þar sem ég væri komin á þennan aldur. Konur á mínum aldri þurfa því oft fyrst að afsanna að þær séu ekki með ein- kenni breytingaaldurs áður en sjónum er beint að öðrum hugsanlegum orsakaþátt- um. En það er einmitt á þessum aldri sem heilsa kvenna sem karla fer oft að gefa sig. Það eru því kvenréttindi, eða mannrétt- indi, að fá góða læknisþjónustu, rannsókn- ir á helstu heilsuvandamálum og viðeig- andi meðferð, hvort sem sjúklingurinn er karl eða kona. Það er því löngu tímabært að opna um- ræðu um þessi málefni. Er einhver munur á heilsufari karla og kvenna og ef svo er hver er hann helstur? Er skýringanna að leita í líffræðilegum, félagslegum eða sálfræðilegum þáttum? Eru rannsóknir, kennsla og meðferð sjúklinga grundvallaðar á mismunandi hormónabú- skap kynjanna eða eru of margar rann- sóknir grundvallaðar á karllíkamanum? Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyr- ir ýmis heilsuvandamál? Það kom mér nefnilega á óvart þegar ég Texti: Valgerður Katrín Jónsdóttir Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur 4

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.